Gefa starfsmönnum 150 milljónir vegna kórónuveiruálags Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 09:16 Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. samkaup Stjórn Samkaupa hefur samþykkt að verja um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Pakkinn er sagður ná til allra 1400 starfsmanna samsteypunnar, sem starfa í 61 verslun um land allt; meðal annars Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Iceland og Samkaup Strax. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, greindi frá pakkanum í Bítinu í morgun. Hann felur meðal annars í sér aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og „andlega upplyftingu“ hjá Heilsuvernd. Þá fá starfsmenn auka orlofsdag á launum. Þar að auki munu starfsmennirnir fá annars konar uppbót, eftir að faraldrinum lýkur. Gunnur segir að sá hluti sé með áherslu á sumarorlof starfsmanna og er unninn með samstarfsaðilum Samkaupa svo sem hótelum, veitingastöðum, bílaleigum, kvikmyndahúsum og svo framvegis. „Það hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólki Samkaupa síðustu vikur, sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir, og því mikilvægt að við hlúum vel að því. Starfsfólkið okkar hefur unnið kraftaverk síðustu vikur og ég get ekki hrósað því nógu mikið. Það hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og baráttuanda. Það minnsta sem við getum gert er að gefa til baka,“ segir Gunnur. „Starfsmenn okkar eiga svo sannarlega skilið að slaka á og njóta lífsins þegar að þessi vírus er genginn yfir. Við vonumst til þess að þeir nýti þessar ávísanir til að skoða þetta fallega land sem við búum á. Það er einnig von okkar að þetta gagnist þeim atvinnugreinum sem hafa verst farið út þessum faraldri og þannig leggi Samkaup sitt af mörkum,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Klippa: Bítið - Gunnur Líf Gunnarsdóttir Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Stjórn Samkaupa hefur samþykkt að verja um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Pakkinn er sagður ná til allra 1400 starfsmanna samsteypunnar, sem starfa í 61 verslun um land allt; meðal annars Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Iceland og Samkaup Strax. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, greindi frá pakkanum í Bítinu í morgun. Hann felur meðal annars í sér aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og „andlega upplyftingu“ hjá Heilsuvernd. Þá fá starfsmenn auka orlofsdag á launum. Þar að auki munu starfsmennirnir fá annars konar uppbót, eftir að faraldrinum lýkur. Gunnur segir að sá hluti sé með áherslu á sumarorlof starfsmanna og er unninn með samstarfsaðilum Samkaupa svo sem hótelum, veitingastöðum, bílaleigum, kvikmyndahúsum og svo framvegis. „Það hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólki Samkaupa síðustu vikur, sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir, og því mikilvægt að við hlúum vel að því. Starfsfólkið okkar hefur unnið kraftaverk síðustu vikur og ég get ekki hrósað því nógu mikið. Það hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og baráttuanda. Það minnsta sem við getum gert er að gefa til baka,“ segir Gunnur. „Starfsmenn okkar eiga svo sannarlega skilið að slaka á og njóta lífsins þegar að þessi vírus er genginn yfir. Við vonumst til þess að þeir nýti þessar ávísanir til að skoða þetta fallega land sem við búum á. Það er einnig von okkar að þetta gagnist þeim atvinnugreinum sem hafa verst farið út þessum faraldri og þannig leggi Samkaup sitt af mörkum,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Klippa: Bítið - Gunnur Líf Gunnarsdóttir
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira