Um að ræða mikilvægt skref til að jafna stöðu foreldra Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 10:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Áslaug ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði frumvarpið vera lagt fram í ljósi þess að sífellt meira sé um það að foreldrar séu með sameiginlega forsjá og jafnt umgengi við barn. „Þar er auðvitað lögheimilsforeldrið í mun betri stöðu heldur en hitt foreldrið þó það taki alveg jafn mikið þátt í uppeldi barnsins. Það er þetta sem við erum að reyna að mæta með því að leyfa fólki að skrá barn með heimili á tveimur stöðum. Annað verður þá kallað lögheimili og hitt búsetuheimili en þá skiptist réttaráhrif betur og öll ákvarðanataka foreldra verður að vera sameiginleg.“ Dæmi um að forráðamenn fái ekki upplýsingar frá skólum Hún sagði þessa lagabreytingu vera mikilvægt skref til þess að jafna þessa stöðu og að svipuð þróun ætti sér stað í nágrannalöndunum. „Það má reikna með að þetta muni virka mjög vel þar sem foreldrar eru að leggja sig fram við að hafa alla ákvarðanatöku sameiginlega. Það sem er uppeldið er raunverulega skipt á tvö heimili.“ Dæmi eru um að forráðamenn eigi erfitt með að fá upplýsingar frá skólum um barn sitt þegar það er með skráð lögheimili hjá öðru foreldri. „Sérstaklega ef lögheimilsforeldrið hefur ekki einhvern veginn miðlað því til skólans að þau hafi jafnt aðgengi að skólanum og upplýsingum þaðan og það eru þessi réttindi sem lögheimilisforeldri hefur og líka varðandi barnabætur og aðrar vaxtabætur og annað sem fara til lögheimilisforeldris en núna munu þær skiptast jafnt á milli foreldra.“ Kerfið stoppi ekki foreldra Áslaug segir að með þessu vilji hún reyna að koma í veg fyrir að kerfið hamli ekki foreldrum sem vilji hafa jafnt umgengi. „Aðallega að kerfið sé ekki fyrir foreldrum sem ætla raunverulega að vinna saman að uppeldi barna og að kerfið sé bara nákvæmlega eins og þau vilja hafa það. Þarna er kerfið ekki fyrir, það er ekki að þvinga neitt fram, það er að skipta algjörlega á milli öllum réttindum. Þannig að ég held að það sé fyrsta hugsunin, að þessir foreldrar hafi frelsi til að hafa uppeldið algjörlega jafnt af því að ekki hjálpa lögin okkur við það í dag.“ Breytingin snúi sömuleiðis að hagsmunum barna. Að sögn Áslaugar hefur sést skýr þróun í átt að sameiginlegri forsjá undanfarin ár. „Við höfum bara séð það að sameiginleg forsjá er orðin í yfir 90 prósent mála á Íslandi.“ Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Áslaug ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði frumvarpið vera lagt fram í ljósi þess að sífellt meira sé um það að foreldrar séu með sameiginlega forsjá og jafnt umgengi við barn. „Þar er auðvitað lögheimilsforeldrið í mun betri stöðu heldur en hitt foreldrið þó það taki alveg jafn mikið þátt í uppeldi barnsins. Það er þetta sem við erum að reyna að mæta með því að leyfa fólki að skrá barn með heimili á tveimur stöðum. Annað verður þá kallað lögheimili og hitt búsetuheimili en þá skiptist réttaráhrif betur og öll ákvarðanataka foreldra verður að vera sameiginleg.“ Dæmi um að forráðamenn fái ekki upplýsingar frá skólum Hún sagði þessa lagabreytingu vera mikilvægt skref til þess að jafna þessa stöðu og að svipuð þróun ætti sér stað í nágrannalöndunum. „Það má reikna með að þetta muni virka mjög vel þar sem foreldrar eru að leggja sig fram við að hafa alla ákvarðanatöku sameiginlega. Það sem er uppeldið er raunverulega skipt á tvö heimili.“ Dæmi eru um að forráðamenn eigi erfitt með að fá upplýsingar frá skólum um barn sitt þegar það er með skráð lögheimili hjá öðru foreldri. „Sérstaklega ef lögheimilsforeldrið hefur ekki einhvern veginn miðlað því til skólans að þau hafi jafnt aðgengi að skólanum og upplýsingum þaðan og það eru þessi réttindi sem lögheimilisforeldri hefur og líka varðandi barnabætur og aðrar vaxtabætur og annað sem fara til lögheimilisforeldris en núna munu þær skiptast jafnt á milli foreldra.“ Kerfið stoppi ekki foreldra Áslaug segir að með þessu vilji hún reyna að koma í veg fyrir að kerfið hamli ekki foreldrum sem vilji hafa jafnt umgengi. „Aðallega að kerfið sé ekki fyrir foreldrum sem ætla raunverulega að vinna saman að uppeldi barna og að kerfið sé bara nákvæmlega eins og þau vilja hafa það. Þarna er kerfið ekki fyrir, það er ekki að þvinga neitt fram, það er að skipta algjörlega á milli öllum réttindum. Þannig að ég held að það sé fyrsta hugsunin, að þessir foreldrar hafi frelsi til að hafa uppeldið algjörlega jafnt af því að ekki hjálpa lögin okkur við það í dag.“ Breytingin snúi sömuleiðis að hagsmunum barna. Að sögn Áslaugar hefur sést skýr þróun í átt að sameiginlegri forsjá undanfarin ár. „Við höfum bara séð það að sameiginleg forsjá er orðin í yfir 90 prósent mála á Íslandi.“
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira