Hvetur flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu þrátt fyrir þrýsting Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 21:13 Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Vísir/Vilhelm Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Jón Þór segir Icelandair hafa fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðrar starfsstéttir áður en félaginu verði lagt til fjármagn. Það fjármagn er nauðsynlegt til þess að verja félagið falli. Hann segir einnig að stjórnendur félagsins hafi að undanförnu kynnt FÍA sínar áherslur. Þá segir hann óformlegar viðræður hafa staðið yfir uns þeim var slitið síðdegis í dag. „Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja,“ skrifar Jón Þór í bréfinu. Þá segir hann að það sé samróma álit innan FÍA að Icelandair hafi ekki sýnt fram á mikinn samningsvilja. Félagið hafi hins vegar lagt endurtekið fram sömu kröfur og haldið þeim til streitu, þrátt fyrir andmæli félagsins. „Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert.“ Þá hvetur Jón Þór flugmenn til að halda áfram að sýna samstöðu og heitir því að FÍA muni halda þeim upplýstum um gang mála. Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. Kæru flugmenn Icelandair. Eins og þið eflaust þekkið þá hafa stjórnendur Icelandair fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðra starfsmenn áður en félaginu verður lagt til nauðsynlegt fjármagn. Þessir sömu stjórnendur hafa nú um hríð kynnt fyrir FÍA sínar áherslur og óformlegar viðræður hafa staðið yfir þangað til fulltrúar félagsins slitu þeim nú síðdegis. Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja. Hjá FÍA er til staðar áralöng reynsla af samningaviðræðum og hjá stéttarfélaginu eru menn á einu máli um að undanfarnar vikur hafi fulltrúar Icelandair hvergi sýnt samningsvilja heldur þvert á móti endurtekið lagt fram sömu kröfurnar og haldið þeim til streitu þrátt fyrir okkar andmæli. Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert. Við hvetjum flugmenn til að gæta nú sérstaklega að samstöðunni. FÍA mun sem fyrr leggja sig fram við að halda ykkur upplýstum. Með kveðju, Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Jón Þór segir Icelandair hafa fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðrar starfsstéttir áður en félaginu verði lagt til fjármagn. Það fjármagn er nauðsynlegt til þess að verja félagið falli. Hann segir einnig að stjórnendur félagsins hafi að undanförnu kynnt FÍA sínar áherslur. Þá segir hann óformlegar viðræður hafa staðið yfir uns þeim var slitið síðdegis í dag. „Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja,“ skrifar Jón Þór í bréfinu. Þá segir hann að það sé samróma álit innan FÍA að Icelandair hafi ekki sýnt fram á mikinn samningsvilja. Félagið hafi hins vegar lagt endurtekið fram sömu kröfur og haldið þeim til streitu, þrátt fyrir andmæli félagsins. „Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert.“ Þá hvetur Jón Þór flugmenn til að halda áfram að sýna samstöðu og heitir því að FÍA muni halda þeim upplýstum um gang mála. Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. Kæru flugmenn Icelandair. Eins og þið eflaust þekkið þá hafa stjórnendur Icelandair fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðra starfsmenn áður en félaginu verður lagt til nauðsynlegt fjármagn. Þessir sömu stjórnendur hafa nú um hríð kynnt fyrir FÍA sínar áherslur og óformlegar viðræður hafa staðið yfir þangað til fulltrúar félagsins slitu þeim nú síðdegis. Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja. Hjá FÍA er til staðar áralöng reynsla af samningaviðræðum og hjá stéttarfélaginu eru menn á einu máli um að undanfarnar vikur hafi fulltrúar Icelandair hvergi sýnt samningsvilja heldur þvert á móti endurtekið lagt fram sömu kröfurnar og haldið þeim til streitu þrátt fyrir okkar andmæli. Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert. Við hvetjum flugmenn til að gæta nú sérstaklega að samstöðunni. FÍA mun sem fyrr leggja sig fram við að halda ykkur upplýstum. Með kveðju, Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira