„Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 10:41 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, segir það grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot. Vísir/Baldur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. Gjaldþrot flugfélagsins yrði gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni, þar sem flugtíðni fyrirtækisins sé ekki síður mikilvæg fyrir útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn. Rætt var við Helgu í Bítinu á Bylgjunni í morgun um stöðuna í ferðaþjónustunni og þá ákvörðun stjórnvalda að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Helga sagði það jákvætt fyrsta skref og mikla og góða viðleitni af hálfu stjórnvalda til þess að reyna að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Hins vegar væri mikil óvissa í kortunum, til að mynda varðandi flug til landsins, aðra markaði og ferðavilja fólks. Þá benti hún á að þótt nú væri horft til þess að bjarga einhverjum þætti af ferðasumrinu þá taki við annar vetur og það sé ekki háönnin í ferðaþjónustunni hér, til að mynda hvað varðar flugtíðni. Liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni Aðspurð hvort hún væri uggandi yfir næsta vetri sagði Helga: „Já, ég allavega án þess að vilja vera neikvæð en mér liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni. Nú vitum við um erfiða stöðu Icelandair og það yrði auðvitað grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot vegna þess að eins og í fyrra þá voru hátt í þrjátíu flugfélög að fljúga til landsins yfir sumartímann, ellefu yfir vetrarmánuðina. En það skiptir sköpum fyrir okkur að við séum með flugfélag sem byggir á Íslandi sem miðstöð í svona tengiflugi eins og leiðakerfi Icelandair er. Það að vera með einhver flugfélög sem koma einu sinni, tvisvar, þrisvar í viku frá einum áfangastað það telur ekkert eins og svona umsvif.“ Icelandair væri þannig algjört hryggjarstykki fyrir ferðaþjónustuna. „Og ég vil meina það að ef að það færi allt á versta veg þá erum við bara að seinka batanum um eitt til tvö ár,“ sagði Helga. Þá væri alveg klárt að gjaldþrot Icelandair myndi skaða ímynd landsins. „Það yrði mjög, mjög vont hvernig sem á hlutina er litið og gríðarlegt áfall ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni því auðvitað skiptir líka tíðnin mikið máli fyrir aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn,“ sagði Helga í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. Gjaldþrot flugfélagsins yrði gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni, þar sem flugtíðni fyrirtækisins sé ekki síður mikilvæg fyrir útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn. Rætt var við Helgu í Bítinu á Bylgjunni í morgun um stöðuna í ferðaþjónustunni og þá ákvörðun stjórnvalda að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Helga sagði það jákvætt fyrsta skref og mikla og góða viðleitni af hálfu stjórnvalda til þess að reyna að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Hins vegar væri mikil óvissa í kortunum, til að mynda varðandi flug til landsins, aðra markaði og ferðavilja fólks. Þá benti hún á að þótt nú væri horft til þess að bjarga einhverjum þætti af ferðasumrinu þá taki við annar vetur og það sé ekki háönnin í ferðaþjónustunni hér, til að mynda hvað varðar flugtíðni. Liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni Aðspurð hvort hún væri uggandi yfir næsta vetri sagði Helga: „Já, ég allavega án þess að vilja vera neikvæð en mér liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni. Nú vitum við um erfiða stöðu Icelandair og það yrði auðvitað grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot vegna þess að eins og í fyrra þá voru hátt í þrjátíu flugfélög að fljúga til landsins yfir sumartímann, ellefu yfir vetrarmánuðina. En það skiptir sköpum fyrir okkur að við séum með flugfélag sem byggir á Íslandi sem miðstöð í svona tengiflugi eins og leiðakerfi Icelandair er. Það að vera með einhver flugfélög sem koma einu sinni, tvisvar, þrisvar í viku frá einum áfangastað það telur ekkert eins og svona umsvif.“ Icelandair væri þannig algjört hryggjarstykki fyrir ferðaþjónustuna. „Og ég vil meina það að ef að það færi allt á versta veg þá erum við bara að seinka batanum um eitt til tvö ár,“ sagði Helga. Þá væri alveg klárt að gjaldþrot Icelandair myndi skaða ímynd landsins. „Það yrði mjög, mjög vont hvernig sem á hlutina er litið og gríðarlegt áfall ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni því auðvitað skiptir líka tíðnin mikið máli fyrir aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn,“ sagði Helga í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira