Klopp segir að Liverpool hafi sýnt Coutinho sanngirni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 15:00 Philippe Coutinho með Jürgen Klopp á góðri stundu þegar hann var enn stórstjarna hjá Liverpool. Getty/Jan Kruger Philippe Coutinho sóttist sjálfur eftir því að fara frá Liverpool á sínum tíma og Jürgen Klopp segir að málið hafi komið upp hálfu ári áður en Brasilíumaðurinn var á endanum seldur til Barcelona. Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en lét freistast þegar Barcelona bankaði á dyrnar sumarið 2018. Síðan þá hefur ferill Coutinho verið á hraðri niðurleið og það er ljóst að Liverpool vill ekki fá hann til baka. Barcelona vill hann ekki heldur og Bayern München hefur ekki áhuga á að hafa Coutinho áfram á láni. Mestar líkur eru á því að hann endi í ensku úrvalsdeildinni hjá öðru liði en Liverpool. Jurgen Klopp insists Liverpool were 'fair' with Philippe Coutinho over his transfer to Barcelonahttps://t.co/UzMVJQnsEc pic.twitter.com/KbMhULEkfe— Mirror Football (@MirrorFootball) April 7, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustóri Liverpool, talaði um félagsskipti Philippe Coutinho í viðtali við þýska hlaðvarpsþáttinn Pure Football. „Ég bar virðingu fyrir skiptum Phil frá fyrstu sekúndu. Mér leið samt eins og þetta gæti orðið erfitt fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp. „Þetta snerist ekki um að við höfum skrifað undir nýjan samning við hann nokkrum vikum áður heldur vissi ég það að þetta var eini klúbburinn sem hann hefði beðið um að komast til,“ sagði Jürgen Klopp um það þegar Barcelona sýndi Philippe Coutinho áhuga. „Það kom ekki til greina að láta hann fara um sumarið. Við höfðum þegar misst Adam Lallana í meiðsli og hefðum þá verið að missa tvo leikmenn. Það var ekki möguleiki á að leysa það á leikmannamarkaðnum,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann [Coutinho] sætti sig við að spila áfram með okkur sem var flott. Það þýddi líka að við yrðum að vera sanngjarnir við hann í janúarglugganum,“ sagði Jürgen Klopp. „Við vorum líka sanngjarnir við hann. Við vorum ekki ánægðir með það að missa hann en við létum þetta eftir honum,“ sagði Jürgen Klopp. „Phil var okkar strákur í langan tíma. Við berum mikla virðingu fyrir honum og óskum honum alls hins besta. Þannig á fótboltinn að vera. Það sem er mikilvægast er hvernig klúbburinn sýndi honum það á sínum tíma,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Philippe Coutinho sóttist sjálfur eftir því að fara frá Liverpool á sínum tíma og Jürgen Klopp segir að málið hafi komið upp hálfu ári áður en Brasilíumaðurinn var á endanum seldur til Barcelona. Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en lét freistast þegar Barcelona bankaði á dyrnar sumarið 2018. Síðan þá hefur ferill Coutinho verið á hraðri niðurleið og það er ljóst að Liverpool vill ekki fá hann til baka. Barcelona vill hann ekki heldur og Bayern München hefur ekki áhuga á að hafa Coutinho áfram á láni. Mestar líkur eru á því að hann endi í ensku úrvalsdeildinni hjá öðru liði en Liverpool. Jurgen Klopp insists Liverpool were 'fair' with Philippe Coutinho over his transfer to Barcelonahttps://t.co/UzMVJQnsEc pic.twitter.com/KbMhULEkfe— Mirror Football (@MirrorFootball) April 7, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustóri Liverpool, talaði um félagsskipti Philippe Coutinho í viðtali við þýska hlaðvarpsþáttinn Pure Football. „Ég bar virðingu fyrir skiptum Phil frá fyrstu sekúndu. Mér leið samt eins og þetta gæti orðið erfitt fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp. „Þetta snerist ekki um að við höfum skrifað undir nýjan samning við hann nokkrum vikum áður heldur vissi ég það að þetta var eini klúbburinn sem hann hefði beðið um að komast til,“ sagði Jürgen Klopp um það þegar Barcelona sýndi Philippe Coutinho áhuga. „Það kom ekki til greina að láta hann fara um sumarið. Við höfðum þegar misst Adam Lallana í meiðsli og hefðum þá verið að missa tvo leikmenn. Það var ekki möguleiki á að leysa það á leikmannamarkaðnum,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann [Coutinho] sætti sig við að spila áfram með okkur sem var flott. Það þýddi líka að við yrðum að vera sanngjarnir við hann í janúarglugganum,“ sagði Jürgen Klopp. „Við vorum líka sanngjarnir við hann. Við vorum ekki ánægðir með það að missa hann en við létum þetta eftir honum,“ sagði Jürgen Klopp. „Phil var okkar strákur í langan tíma. Við berum mikla virðingu fyrir honum og óskum honum alls hins besta. Þannig á fótboltinn að vera. Það sem er mikilvægast er hvernig klúbburinn sýndi honum það á sínum tíma,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira