Hamslausar skerðingar Ólafur Ísleifsson skrifar 7. apríl 2020 18:36 Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris. Skerðingar eldri borgara námu 39 milljörðum króna árið 2018 Þessar skerðingar gera fólki nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlislægrar sjálfsbjargarviðleitni. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu sem þætti há væri hún lögð á ofurlaun. Hirt er af fólki af slíku hamsleysi að tekjur þess sem eftir standa hrökkva naumast fyrir kostnaði við að afla teknanna. Allar bjargir bannaðar Ítrekaðar tilraunir greinarhöfundar og fleiri þingmanna til að fá ríkisstjórnina til að ganga hóflegar fram í þessu efni hafa mætt andspyrnu stjórnvalda. Undir lok ársins 2017 tókst þó fyrir mikla baráttu í samfélaginu að fá viðmiðunarfjárhæð vegna atvinnutekna hækkaða úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur, sem hefur staðið óbreytt síðan. Ekki hefur takist að rýmka þessa skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, jafnvel þó að fyrir liggi úttekt, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að það kosti ríkissjóð sama og ekki neitt, enda komi auknar skatttekjur þar á móti. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema nálægt 20% eftir af tekjum sínum, þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Aðeins 1.442 eldri borgarar af um 39 þúsundum sem njóta greiðslna úr Tryggingastofnun öfluðu tekna með vinnu 2018. Þannig er sýnt að fjöldi fólks telji ekki mögulegt að bæta hag sinn með atvinnu þegar við blasir svo hamslaus skattlagning sem raun ber vitni. Þessar skerðingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu, þar sem aukin lífsgæði fylgja virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Hverfa ber frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna. Draga ber einnig úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygginga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna eins og sjálfsagt ætti að vera en hefur ekki verið gert. Miðflokkurinn hefur mótaðar tillögur í þessum efnum. Hann mun ekki þola framhald á hóflausum skerðingum til að ryksuga fé upp úr vösum lífeyrisfólks í því skyni að fegra stöðu ríkissjóðs um milljarðatugi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Alþingi Félagsmál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris. Skerðingar eldri borgara námu 39 milljörðum króna árið 2018 Þessar skerðingar gera fólki nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlislægrar sjálfsbjargarviðleitni. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu sem þætti há væri hún lögð á ofurlaun. Hirt er af fólki af slíku hamsleysi að tekjur þess sem eftir standa hrökkva naumast fyrir kostnaði við að afla teknanna. Allar bjargir bannaðar Ítrekaðar tilraunir greinarhöfundar og fleiri þingmanna til að fá ríkisstjórnina til að ganga hóflegar fram í þessu efni hafa mætt andspyrnu stjórnvalda. Undir lok ársins 2017 tókst þó fyrir mikla baráttu í samfélaginu að fá viðmiðunarfjárhæð vegna atvinnutekna hækkaða úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur, sem hefur staðið óbreytt síðan. Ekki hefur takist að rýmka þessa skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, jafnvel þó að fyrir liggi úttekt, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að það kosti ríkissjóð sama og ekki neitt, enda komi auknar skatttekjur þar á móti. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema nálægt 20% eftir af tekjum sínum, þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Aðeins 1.442 eldri borgarar af um 39 þúsundum sem njóta greiðslna úr Tryggingastofnun öfluðu tekna með vinnu 2018. Þannig er sýnt að fjöldi fólks telji ekki mögulegt að bæta hag sinn með atvinnu þegar við blasir svo hamslaus skattlagning sem raun ber vitni. Þessar skerðingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu, þar sem aukin lífsgæði fylgja virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Hverfa ber frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna. Draga ber einnig úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygginga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna eins og sjálfsagt ætti að vera en hefur ekki verið gert. Miðflokkurinn hefur mótaðar tillögur í þessum efnum. Hann mun ekki þola framhald á hóflausum skerðingum til að ryksuga fé upp úr vösum lífeyrisfólks í því skyni að fegra stöðu ríkissjóðs um milljarðatugi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun