Lífið

Bein útsending: Pétur Ben í Tómamengi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
pétur ben
Mynd/Tómamengi

Pétur Ben spilar í beinu streymi frá Tómamengi í dag, 8. apríl klukkan 20:00. Hægt verður að fylgjast með á Vísi í spilaranum hér fyrir neðan. Pétur Þór Benediktsson er margverðlaunað tónskáld og söngvari frá Reykjavík. Plata hans Wine For My Weakness vann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu rokkplötuna. Önnur plata hans, Gods Lonely Man hlaut Kraumsverðlaunin og var einnig tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Samvinna hans og leikstjórans Ragnars Bragasonar í kvikmyndinni Málmhaus og þáttaröðinni Fangar leiddi til Edduverðlauna. Verkefni Péturs ná allt frá þjóðlagatónlist til þungarokks. Hann hefur samið tónlist fyrir kammersveitir og kóra en hann er stofnmeðlimur og fyrrum kórstjóri KLIÐS.

Tekið verður á móti frjálsum framlögum til listamannsins. Hefðbundið miðaverð á tónleika í Mengi er 2.000 krónur en listamaðurinn og Mengi þakka kærlega fyrir öll framlög. Hægt er að greiða framlög: með því að hringja í 901-7111 og greiða þar með 1.000 krónur. Með millifærslu á Kass í númerið 865-3644 með upphæð að eigin vali og einnig er hægt að millifæra á PayPal [email protected].

Í Tómamengi kemur Pétur fram einn síns liðs og verður með gítarinn góða í farteskinu. Útsendingin hefst klukkan 20:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.