Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Viðar Ólason skrifar 10. apríl 2020 09:00 Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. Íslenski fiskiskipaflotinn telur um 1300 skip og báta af öllum stærðum og gerðum. Löndunarhafnir landsins eru hátt í sextíu talsins og er landað yfir milljón tonnum af fiski árlega með löndunum sem hlaupa á tugum þúsunda. Í því skyni að viðhafa árangursríkt eftirlit hefur Fiskistofa nýtt sér þá tækni sem í boði er og rúmast innan lagaramma sem stofnunni er settur á hverjum tíma. Fiskistofa hefur frá árinu 2013 beitt hugbúnaðargreind til að gera veiðieftirlit sitt áhættumiðað, til að sinnt sé réttum verkefnum á réttum tíma á réttum stað og út frá áhættu. Prófanir á fjareftirliti við grásleppuveiðar með langdrægum sjónaukum sem hægt er að taka upp myndefni á hafa farið fram og einnig samstarf með Landhelgisgæslu Íslands með drónaeftirlit. Gögn sem Fiskistofa aflar bæði til sjós og lands benda til að hegðun og niðurstaða við veiðar og vigtun er of oft önnur þegar eftirlit er viðhaft í samanburði við þegar eftirlit er ekki til staðar. En hvernig byggjum við upp traust og gagnsæi við fiskveiðar og vigtun afla til framtíðar? Gögn frá mörgum þeim löndum sem hafa farið í tilraunaverkefni með rafrænt myndavélaeftirlit sýna sambærilegar niðurstöður í frávikum í fjölda landaðara tegunda og Fiskistofa fær eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð í veiðiferð eða ekki. Þær aðferðir sem viðhafðar eru í dag við framkvæmd veiðieftirlits verða að breytast ef viðunandi árangur á að nást. Ef horft er til þeirra bjarga, þrátt fyrir hagnýtingu tæknibúnaðar og hugbúnaðargreindarbúnaðs sem Fiskistofa nýtir við eftirlitsstörf í dag, er það ljóst að sækja þarf fram, hefðbundnar leiðir til eftirlits, svo sem viðvera eftirlitsmanna á vettvangi, á sjó og við yfirstöður við endurvigtun, skila ófullnægjandi árangri. Fiskistofa hefur hug á að innleiða notkun upptökubúnaðar og nema með myndgreiningarhugbúnaði við eftirlitsstörf, tilgangur þess eftirlits er að sporna við brottkasti og vigtunarsvindli.. Á næstunni verður sent erindi til Persónuverndar um beiðni um heimild til rafræns eftirlits, verði sú heimild veitt er ljóst að verkefnið verður hagkvæmara í framkvæmd, bæði hvað varðar kostnað, dekkun eftirlits og með því rækja betur skyldur Fiskistofu sem eru bundin í lög. Þegar litið er til lengri tíma þá gerir Fiskistofa ráð fyrir að rafrænt eftirlit stuðli enn frekar að sjálfbærum veiðum og muni veita aðilum í sjávarútvegi áþreifanlegan markaðslegan og rekstrarlegan ávinning sem og tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Höfundur er deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. Íslenski fiskiskipaflotinn telur um 1300 skip og báta af öllum stærðum og gerðum. Löndunarhafnir landsins eru hátt í sextíu talsins og er landað yfir milljón tonnum af fiski árlega með löndunum sem hlaupa á tugum þúsunda. Í því skyni að viðhafa árangursríkt eftirlit hefur Fiskistofa nýtt sér þá tækni sem í boði er og rúmast innan lagaramma sem stofnunni er settur á hverjum tíma. Fiskistofa hefur frá árinu 2013 beitt hugbúnaðargreind til að gera veiðieftirlit sitt áhættumiðað, til að sinnt sé réttum verkefnum á réttum tíma á réttum stað og út frá áhættu. Prófanir á fjareftirliti við grásleppuveiðar með langdrægum sjónaukum sem hægt er að taka upp myndefni á hafa farið fram og einnig samstarf með Landhelgisgæslu Íslands með drónaeftirlit. Gögn sem Fiskistofa aflar bæði til sjós og lands benda til að hegðun og niðurstaða við veiðar og vigtun er of oft önnur þegar eftirlit er viðhaft í samanburði við þegar eftirlit er ekki til staðar. En hvernig byggjum við upp traust og gagnsæi við fiskveiðar og vigtun afla til framtíðar? Gögn frá mörgum þeim löndum sem hafa farið í tilraunaverkefni með rafrænt myndavélaeftirlit sýna sambærilegar niðurstöður í frávikum í fjölda landaðara tegunda og Fiskistofa fær eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð í veiðiferð eða ekki. Þær aðferðir sem viðhafðar eru í dag við framkvæmd veiðieftirlits verða að breytast ef viðunandi árangur á að nást. Ef horft er til þeirra bjarga, þrátt fyrir hagnýtingu tæknibúnaðar og hugbúnaðargreindarbúnaðs sem Fiskistofa nýtir við eftirlitsstörf í dag, er það ljóst að sækja þarf fram, hefðbundnar leiðir til eftirlits, svo sem viðvera eftirlitsmanna á vettvangi, á sjó og við yfirstöður við endurvigtun, skila ófullnægjandi árangri. Fiskistofa hefur hug á að innleiða notkun upptökubúnaðar og nema með myndgreiningarhugbúnaði við eftirlitsstörf, tilgangur þess eftirlits er að sporna við brottkasti og vigtunarsvindli.. Á næstunni verður sent erindi til Persónuverndar um beiðni um heimild til rafræns eftirlits, verði sú heimild veitt er ljóst að verkefnið verður hagkvæmara í framkvæmd, bæði hvað varðar kostnað, dekkun eftirlits og með því rækja betur skyldur Fiskistofu sem eru bundin í lög. Þegar litið er til lengri tíma þá gerir Fiskistofa ráð fyrir að rafrænt eftirlit stuðli enn frekar að sjálfbærum veiðum og muni veita aðilum í sjávarútvegi áþreifanlegan markaðslegan og rekstrarlegan ávinning sem og tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Höfundur er deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar