Víðir ánægður með páskana en boðar hænuskref Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 10:18 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Ýmsir lögðu leið sína um Suðurland um páskana.Vísir/vilhelm Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“ Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Ýmsir lögðu leið sína um Suðurland um páskana.Vísir/vilhelm Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“
Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira