25 dagar í Pepsi Max: Bjarni Ben var lykilmaður í liði sem fór sömu leið og Grótta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands, sést hér hitta blaðamenn í Ráðherrabústaðnum. Hann var öflugur miðvörður í fótbolta á sínum yngri árum. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 25 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nýliðarnir af Seltjarnarnesi munu í sumar spila í efstu deild í fyrsta sinna. Grótta hefur oft átt handboltalið í efstu deild karla en fótboltastrákar félagsins náðu sögulegu takmarki síðasta haust. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar Grótta er sjötta liðið sem nær því að komast upp í efstu deild með því að fara upp úr C-deildinni og upp í A-deildina á aðeins tveimur árum. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar en þetta gerðu einnig Leiftur frá Ólafsfirði og Fylkir úr Árbænum þegar þau komust upp í fyrsta sinn á níunda áratugnum. Það er þó eitt lið sem stendur upp úr þessum hópi og það eru Stjörnumenn. Stjörnuliðið frá 1990 er eina liðið sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og svo haldið sæti sínu í efstu deild. Náðu fimmta sæti sem nýliðar í Hörpudeildinni Þessu náðu Stjörnumenn á árunum 1988 til 1990 en Garðabæjarliðið endaði í fimmta sæti sem nýliði í Hörpudeildinni sumarið 1990. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum forsætisráðherra var lykilmaður í þessu spútnikliði Stjörnunnar. Hann var tvítugur þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Bjarni spilaði alla 17 leikina og skoraði 3 mörk þegar Stjarnan vann C-deildina (þá 3. deild) sumarið 1988. Sumarið eftir spilaði Bjarni alla 18 leikina og skoraði í þeim eitt mark þegar Stjarnan vann B-deildina (þá 2. deild). Þetta þýddi að Stjarnan átti lið í efstu deild í fyrsta sinn. Stjörnuliðið hafði unnið 29 af 35 leikjum sínum á þessum tveimur tímabilum og skoraði í þeim 111 mörk eða 3,17 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Benediktsson lék alla leikina á þessum þremur tímabilum Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson skoruðu saman 43 deildar mörk á þessum tveimur tímabilum, 1988 og 1989, Árni 27 og Sveinbjörn 16. Þá var hinn ungi Valdimar Kristófersson með 21 deildarmark fyrir Stjörnuna frá 1988-89. Bjarni lék líka alla 18 leikina á þessu fyrsta tímabili Stjörnunnar í efstu deild og hinir þrír voru allir í stórum hlutverkum áfram. Árni skoraði fimm mörk, Sveinbjörn fjögur mörk og Valdimar var með tvö. Bjarni Benediktsson var ásamt Birgi Sigfússon eini leikmaður Garðabæjarliðsins sem náði að spila alls 53 leikina á þessum þremur sögulegu tímabilum. Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ??? Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 25 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nýliðarnir af Seltjarnarnesi munu í sumar spila í efstu deild í fyrsta sinna. Grótta hefur oft átt handboltalið í efstu deild karla en fótboltastrákar félagsins náðu sögulegu takmarki síðasta haust. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar Grótta er sjötta liðið sem nær því að komast upp í efstu deild með því að fara upp úr C-deildinni og upp í A-deildina á aðeins tveimur árum. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar en þetta gerðu einnig Leiftur frá Ólafsfirði og Fylkir úr Árbænum þegar þau komust upp í fyrsta sinn á níunda áratugnum. Það er þó eitt lið sem stendur upp úr þessum hópi og það eru Stjörnumenn. Stjörnuliðið frá 1990 er eina liðið sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og svo haldið sæti sínu í efstu deild. Náðu fimmta sæti sem nýliðar í Hörpudeildinni Þessu náðu Stjörnumenn á árunum 1988 til 1990 en Garðabæjarliðið endaði í fimmta sæti sem nýliði í Hörpudeildinni sumarið 1990. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum forsætisráðherra var lykilmaður í þessu spútnikliði Stjörnunnar. Hann var tvítugur þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Bjarni spilaði alla 17 leikina og skoraði 3 mörk þegar Stjarnan vann C-deildina (þá 3. deild) sumarið 1988. Sumarið eftir spilaði Bjarni alla 18 leikina og skoraði í þeim eitt mark þegar Stjarnan vann B-deildina (þá 2. deild). Þetta þýddi að Stjarnan átti lið í efstu deild í fyrsta sinn. Stjörnuliðið hafði unnið 29 af 35 leikjum sínum á þessum tveimur tímabilum og skoraði í þeim 111 mörk eða 3,17 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Benediktsson lék alla leikina á þessum þremur tímabilum Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson skoruðu saman 43 deildar mörk á þessum tveimur tímabilum, 1988 og 1989, Árni 27 og Sveinbjörn 16. Þá var hinn ungi Valdimar Kristófersson með 21 deildarmark fyrir Stjörnuna frá 1988-89. Bjarni lék líka alla 18 leikina á þessu fyrsta tímabili Stjörnunnar í efstu deild og hinir þrír voru allir í stórum hlutverkum áfram. Árni skoraði fimm mörk, Sveinbjörn fjögur mörk og Valdimar var með tvö. Bjarni Benediktsson var ásamt Birgi Sigfússon eini leikmaður Garðabæjarliðsins sem náði að spila alls 53 leikina á þessum þremur sögulegu tímabilum. Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ???
Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ???
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira