Ráðleggur Íslendingum að fara ekki til útlanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 14:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir ráðleggur Íslendingum að láta það vera að fara til útlanda eins og staðan er nú. Enn sé víða mikil óvissa um faraldur kórónuveiru í öðrum löndum og tilefni til að fara varlega. Ríki heims eru mörg nú að stíga skref í átt að opnun landamæra eftir faraldurinn. Þannig hafa fulltrúar Evrópusambandsins hvatt aðildarríki til að slaka á aðgerðum og takmörkunum. Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen hafa til að mynda opnað landamæri sín gagnvart hvert öðru og Þjóðverjar hyggjast opna landamæri sín að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardag. Þá er víða stefnt að algjörri opnun landamæra í júní. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt að hann gerði ekki ráð fyrir að ferðast til útlanda á þessu ári. Þórólfur var á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis inntur eftir ráðleggingum til þeirra Íslendinga sem sjá nú fyrir sér utanlandsferðir á árinu í kjölfar tilslakana. Þórólfur benti á að staðan væri óviss í flestum löndum og erfitt væri að fá skýra mynd af því hvar útbreiðsla veikinnar væri mikil eða lítil. Þannig væri mismikið tekið af sýnum eftir löndum o.s.frv. „Þannig að eins og staðan er núna finnst mér þetta ekki víst og öruggt hverju maður á að treysta í því. Þannig að ég myndi ráðleggja öllum að fara bara mjög varlega, vera ekkert að fara til útlanda nema það sé mjög brýn ástæða. En þetta breytist á næstunni, á vikum og mánuðum, og þá fær maður örugglega betri mynd af því sem er að gerast. En þannig lít ég á það núna,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15 Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39 Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir ráðleggur Íslendingum að láta það vera að fara til útlanda eins og staðan er nú. Enn sé víða mikil óvissa um faraldur kórónuveiru í öðrum löndum og tilefni til að fara varlega. Ríki heims eru mörg nú að stíga skref í átt að opnun landamæra eftir faraldurinn. Þannig hafa fulltrúar Evrópusambandsins hvatt aðildarríki til að slaka á aðgerðum og takmörkunum. Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen hafa til að mynda opnað landamæri sín gagnvart hvert öðru og Þjóðverjar hyggjast opna landamæri sín að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardag. Þá er víða stefnt að algjörri opnun landamæra í júní. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt að hann gerði ekki ráð fyrir að ferðast til útlanda á þessu ári. Þórólfur var á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis inntur eftir ráðleggingum til þeirra Íslendinga sem sjá nú fyrir sér utanlandsferðir á árinu í kjölfar tilslakana. Þórólfur benti á að staðan væri óviss í flestum löndum og erfitt væri að fá skýra mynd af því hvar útbreiðsla veikinnar væri mikil eða lítil. Þannig væri mismikið tekið af sýnum eftir löndum o.s.frv. „Þannig að eins og staðan er núna finnst mér þetta ekki víst og öruggt hverju maður á að treysta í því. Þannig að ég myndi ráðleggja öllum að fara bara mjög varlega, vera ekkert að fara til útlanda nema það sé mjög brýn ástæða. En þetta breytist á næstunni, á vikum og mánuðum, og þá fær maður örugglega betri mynd af því sem er að gerast. En þannig lít ég á það núna,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15 Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39 Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15
Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39
Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03