Allir farþegar þyrlunnar létust af völdum höggáverka Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 10:39 Kobe Bryant og dóttir hans Gianna létust í slysinu. Vísir/Getty Farþegarnir níu sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í janúar síðastliðnum létust af völdum höggáverka þegar þyrlan skall í fjallshlíð. Á meðal þeirra sem létust voru feðginin Kobe Bryant og 13 ára dóttir hans Gianna. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu sem gerð var opinber á föstudag. Þar kemur jafnframt fram að þyrluflugmaðurinn hafi verið allsgáður þegar hann flaug með farþegana, sem voru allir á leið á körfuboltamót í Mamba-körfuboltaakademíunni í Thousand Oaks þar sem Gianna spilaði. Í skýrslunni segir að það sé nánast öruggt að farþegarnir hafi látist samstundist. Höggið hafi verið svo mikið að það sé nær útilokað að einhver hafi lifað af eftir að þyrlan skall í hlíðinni. Vannessa Bryant, ekkja Bryant, höfðaði mál og fór fram á skaðabætur vegna dauða Kobe og dóttur þeirra. Lögmenn hennar lögðu fram kæru í febrúar gegn fyrirtækinu sem gerði út þyrluna á þeim grundvelli að Ara Zobayan, flugmaður þyrlunnar sem dó einnig, hafi sýnt mikið skeytingarleysi í starfi sínu. Aðstæður hefðu verið slæmar, mikil þoka yfir Los Angeles og því skyggni verulega slæmt. Þokan var svo slæm þennan dag að þyrlur lögreglu Los Angeles voru kyrrsettar en Zobayan bað um og fékk undanþágu til að fljúga af stað með farþega sína. Í kærunni segir að þyrlunni hafi verið flogið á tæplega 300 kílómetra hraða. Zobayan var reynslumikill flugmaður og hafði oft flogið með Bryant og fjölskyldu hans. Vegna þess hraða sem þyrlan var á var höggið svo mikið að brak þyrlunnar dreifðist yfir svæði á stærð við fótboltavöll í fjallshlíðinni. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00 Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30 Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Farþegarnir níu sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í janúar síðastliðnum létust af völdum höggáverka þegar þyrlan skall í fjallshlíð. Á meðal þeirra sem létust voru feðginin Kobe Bryant og 13 ára dóttir hans Gianna. Þetta kemur fram í krufningarskýrslu sem gerð var opinber á föstudag. Þar kemur jafnframt fram að þyrluflugmaðurinn hafi verið allsgáður þegar hann flaug með farþegana, sem voru allir á leið á körfuboltamót í Mamba-körfuboltaakademíunni í Thousand Oaks þar sem Gianna spilaði. Í skýrslunni segir að það sé nánast öruggt að farþegarnir hafi látist samstundist. Höggið hafi verið svo mikið að það sé nær útilokað að einhver hafi lifað af eftir að þyrlan skall í hlíðinni. Vannessa Bryant, ekkja Bryant, höfðaði mál og fór fram á skaðabætur vegna dauða Kobe og dóttur þeirra. Lögmenn hennar lögðu fram kæru í febrúar gegn fyrirtækinu sem gerði út þyrluna á þeim grundvelli að Ara Zobayan, flugmaður þyrlunnar sem dó einnig, hafi sýnt mikið skeytingarleysi í starfi sínu. Aðstæður hefðu verið slæmar, mikil þoka yfir Los Angeles og því skyggni verulega slæmt. Þokan var svo slæm þennan dag að þyrlur lögreglu Los Angeles voru kyrrsettar en Zobayan bað um og fékk undanþágu til að fljúga af stað með farþega sína. Í kærunni segir að þyrlunni hafi verið flogið á tæplega 300 kílómetra hraða. Zobayan var reynslumikill flugmaður og hafði oft flogið með Bryant og fjölskyldu hans. Vegna þess hraða sem þyrlan var á var höggið svo mikið að brak þyrlunnar dreifðist yfir svæði á stærð við fótboltavöll í fjallshlíðinni.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00 Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30 Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Vanessa Bryant fann óopnað bréf frá Kobe Bryant Vanessa Bryant hélt upp á 38 ára afmælisdaginn sinn á mjög sérstakan hátt eða með því að opna bréf frá eiginmanni sínum Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. 6. maí 2020 09:00
Vanessa Bryant: Ég óska þess á hverjum degi að ég gæti farið aftur til þessa morguns Í gær voru fjögur ár síðan að Kobe Bryant bauð upp á einn flottasta endi sögunnar á ferli leikmanns í NBA-deildinni. 14. apríl 2020 08:30
Kobe innvígður í frægðarhöll NBA-deildarinnar í haust Kobe Bryant heitinn er einn þeirra átta sem verða tekin inn í frægðarhöll NBA þann 29. ágúst næstkomandi. 5. apríl 2020 07:00