Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2020 10:22 Ólafur Arnalds, prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda nema um fimm milljörðum króna í ár. Þar af eru 38 prósent sérstakar aukagreiðslur á grundvelli gæðastýringar. Liður í því er vottun um að sauðfé sé ekki beitt á illa farið land. Sauðfé Sunnlendinga smalað að hausti niður Þjórsárdal eftir sumarbeit á afréttum á hálendinu vestan Þjórsár. Ólafur tekur fram að ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta bænda.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einn fremsti jarðvegsfræðingur landsins, Ólafur Arnalds, segist hafa lent á vegg þegar hann vildi kanna framkvæmd þessa ákvæðis en fengið loks gögn eftir að hafa þurft að toga þau út úr stjórnvöldum með kærumálum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það kemur í ljós að vottun landnýtingar, sem gæðastýring og búvörusamningar byggja mjög mikið á, er stundum, bara ef má orða það sem blekkingu og grænþvott,“ segir Ólafur, sem er doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur segir Landgræðsluna nánast hafa verið skikkaða til að votta ofbeitt svæði án þess að þau standist skilyrði um sjálfbæra landnýtingu. „Samkvæmt samt skilyrðum og skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir hins vegar ekki. Heldur eru það tilbúin viðmið sem landbúnaðarráðuneytið hefur búið til og segir við Landgræðsluna: Nú vottið þið samkvæmt þessu.“ Hann tekur fram að hjá stærstum hluta bænda séu beitarmál í góðu lagi. Ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta. „Kannski 15 prósent fjárins eða 3 prósent landbúnaðarins.“ Sauðkind á beit á illa förnu landi.Mynd/Ólafur Arnalds. Hann segir vandann liggja á afréttum á gosbelti landsins, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Sem dæmi um illa farin svæði nefnir hann Biskupstungnaafrétt, Landmannaafrétt og Rangárvallaafrétt. „Þetta eru þessir afréttir í kringum eldfjöllin okkar og inn á hálendið.“ Ríkið borgi þar bændum fyrir ofbeit. „Og allt styrkir þetta skattgreiðandinn,“ segir Ólafur Arnalds. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda nema um fimm milljörðum króna í ár. Þar af eru 38 prósent sérstakar aukagreiðslur á grundvelli gæðastýringar. Liður í því er vottun um að sauðfé sé ekki beitt á illa farið land. Sauðfé Sunnlendinga smalað að hausti niður Þjórsárdal eftir sumarbeit á afréttum á hálendinu vestan Þjórsár. Ólafur tekur fram að ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta bænda.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einn fremsti jarðvegsfræðingur landsins, Ólafur Arnalds, segist hafa lent á vegg þegar hann vildi kanna framkvæmd þessa ákvæðis en fengið loks gögn eftir að hafa þurft að toga þau út úr stjórnvöldum með kærumálum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það kemur í ljós að vottun landnýtingar, sem gæðastýring og búvörusamningar byggja mjög mikið á, er stundum, bara ef má orða það sem blekkingu og grænþvott,“ segir Ólafur, sem er doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur segir Landgræðsluna nánast hafa verið skikkaða til að votta ofbeitt svæði án þess að þau standist skilyrði um sjálfbæra landnýtingu. „Samkvæmt samt skilyrðum og skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir hins vegar ekki. Heldur eru það tilbúin viðmið sem landbúnaðarráðuneytið hefur búið til og segir við Landgræðsluna: Nú vottið þið samkvæmt þessu.“ Hann tekur fram að hjá stærstum hluta bænda séu beitarmál í góðu lagi. Ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta. „Kannski 15 prósent fjárins eða 3 prósent landbúnaðarins.“ Sauðkind á beit á illa förnu landi.Mynd/Ólafur Arnalds. Hann segir vandann liggja á afréttum á gosbelti landsins, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Sem dæmi um illa farin svæði nefnir hann Biskupstungnaafrétt, Landmannaafrétt og Rangárvallaafrétt. „Þetta eru þessir afréttir í kringum eldfjöllin okkar og inn á hálendið.“ Ríkið borgi þar bændum fyrir ofbeit. „Og allt styrkir þetta skattgreiðandinn,“ segir Ólafur Arnalds. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28