Spá hressilegri stýrivaxtalækkun á miðvikudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2020 10:46 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og aðrir í peningastefnunefnd ráða ráðum sínum í vikunni. vísir/vilhelm Hagfræðideild Landsbankans áætlar að stýrivextir verði lækkaðir um 1 prósentustig á miðvikudag. Þá gerir hún ráð fyrir að verðbólga fari yfir verðbólgumarkmið í haust og verði orðinn 3,5 prósent í lok árs. Eftir það fari verðbólga aftur lækkandi. Greinendur eru á einu máli um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni ákveða að lækka stýrivexti á næsta fundi sínum, í ljósi þess gríðarlega samdráttar sem kórónuveiran hefur valdið. Ákvörðunin verður kynnt á miðvikudagsmorgunn og telur fyrrnefnd hagfræðideild Landsbankans að hún muni fela í sér lækkun upp á 1 prósentustig. Eftir þrjár lækkanir á þessu ári upp á alls 1,25 prósentustig eru stýrivextir þegar í sögulegu lágmarki, standa nú í 1,75 prósentum. Mest hefur stýrinefndin ákveðið að lækka stýrivextina um hálft prósentustig í einu, sem hún gerði með viku millibili í mars. Verði spá hagfræðideildarinnar að veruleika er því ljóst að stýrivextir fara niður í 0,75 prósent og óþarft að taka fram að þeir hefðu aldrei verið lægri. Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëgasi Spáin þeirra gerir jafnframt ráð fyrir að verðbólga muni aukast lítillega á næstu fjórðungum, fari hæst í 3,5 prósent á þriðja fjórðungi. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu og lítils háttar styrking krónunnar á næsta ári muni svo leiða til þess að verðbólga lækki niður í 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný undir lok árs. „Seðlabankinn getur lítið aðhafst til að bregðast við verðbóluþrýstingi á næstu mánuðum vegna veikingar krónunnar. Þar hafa vaxtabreytingar engin áhrif. Eins er engin sérstök ástæða að viðhalda jákvæðum vaxtamun við útlönd við núverandi aðstæður af ótta við útstreymi fjármagns erlendra fjárfesta. Veglegur gjaldeyrisforði Seðlabankans getur auðveldlega mætt slíku útflæði ef það skyldi gera vart við sig.“ Hagspá hagfræðideildar Landsbankans má nálgast í heild hér. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans áætlar að stýrivextir verði lækkaðir um 1 prósentustig á miðvikudag. Þá gerir hún ráð fyrir að verðbólga fari yfir verðbólgumarkmið í haust og verði orðinn 3,5 prósent í lok árs. Eftir það fari verðbólga aftur lækkandi. Greinendur eru á einu máli um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni ákveða að lækka stýrivexti á næsta fundi sínum, í ljósi þess gríðarlega samdráttar sem kórónuveiran hefur valdið. Ákvörðunin verður kynnt á miðvikudagsmorgunn og telur fyrrnefnd hagfræðideild Landsbankans að hún muni fela í sér lækkun upp á 1 prósentustig. Eftir þrjár lækkanir á þessu ári upp á alls 1,25 prósentustig eru stýrivextir þegar í sögulegu lágmarki, standa nú í 1,75 prósentum. Mest hefur stýrinefndin ákveðið að lækka stýrivextina um hálft prósentustig í einu, sem hún gerði með viku millibili í mars. Verði spá hagfræðideildarinnar að veruleika er því ljóst að stýrivextir fara niður í 0,75 prósent og óþarft að taka fram að þeir hefðu aldrei verið lægri. Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëgasi Spáin þeirra gerir jafnframt ráð fyrir að verðbólga muni aukast lítillega á næstu fjórðungum, fari hæst í 3,5 prósent á þriðja fjórðungi. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu og lítils háttar styrking krónunnar á næsta ári muni svo leiða til þess að verðbólga lækki niður í 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný undir lok árs. „Seðlabankinn getur lítið aðhafst til að bregðast við verðbóluþrýstingi á næstu mánuðum vegna veikingar krónunnar. Þar hafa vaxtabreytingar engin áhrif. Eins er engin sérstök ástæða að viðhalda jákvæðum vaxtamun við útlönd við núverandi aðstæður af ótta við útstreymi fjármagns erlendra fjárfesta. Veglegur gjaldeyrisforði Seðlabankans getur auðveldlega mætt slíku útflæði ef það skyldi gera vart við sig.“ Hagspá hagfræðideildar Landsbankans má nálgast í heild hér.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira