Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi og nauðgunarmál fellt niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2020 16:21 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum var með málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið sýknaður af ákæru fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Sakaði konan karlinn um að hafa ráðist á sig með þeim afleiðingum að hún varð meðvitundarlaus. Kærði hún manninn sömuleiðis fyrir nauðgun en það mál var fellt niður. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er atburðarásinni lýst. Parið hafði farið út að skemmta sér eitt laugardagskvöld í febrúar 2018. Karlmaðurinn var slappur, kastaði upp og fór fyrr heim. Konan hitti tvo karlmenn úti á lífinu og bauð þeim heim í bjór þegar barnum var lokað á fjórða tímanum. Var karlmaðurinn sofandi í sófanum þegar þau komu heim. Til orðaskipta koma á milli parsins sem varð til þess að hún fór með mennina inn á baðherbergi og læsti að þeim. Þar drukku þau bjór og hlustuðu á tónlist þar til karlmaðurinn bankaði á hurðina með látum. Slitu sambandinu fljótlega Fyrir liggur að konan sótti beittan hníf í eldhússkúffu og brá honum að hálsi karlmannsins fyrir utan baðherbergið og skipaði honum út úr íbúðinni. Greip karlmaðurinn um háls konunnar með annarri hendi en þau voru ósammála um hvort það hefði gerst áður eða eftir að hún lagði hnífinn að hálsi hans. Hvorugur gestanna sá atvikið en karlmaðurinn yfirgaf heimilið í framhaldinu en sneri til baka skömmu síðar. Mennirnir voru farnir um sexleytið um morguninn og konan sendi karlmanninum skilaboð á Messenger klukkan 07:11: „Hættu þessari fylu fsðu bonee og ríddu mer eins og alvoru karlmaður!“ Karlmaðurinn svaraði á mánudeginum: „Mer líður ótrúlega illa yfir þessu á laugardaginn ég skammast min rosalega mikið.“ Flutti hann af heimilinu fáeinum dögum síðar og slitu þau sambandinu í framhaldi af því. Ókunnugur gestur lykilvitni í málinu Í niðurstöðu dómsins kemur fram að allir hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Annar gestanna hafi verið ölvaðastur og ekki byggt á vitnisburði hans í málinu. Hinn gesturinn virðist þó muna vel eftir atvikum. Hann lýsti því að karlmaðurinn hefði verið hinn rólegasti þegar þau komu heim af barnum en konan látið ófriðlega gagnvart honum, viljað koma honum burt og rekið gestina tvo inn á baðherbergi. Eftir að þeir komu af baðherberginu hefðu þeir sest hjá karlmanninum í stofunni, drukkið bjórinn sinn og haldið svo heim. Þessi framburður var lykilframburður í málinu því hann samræmdist frásögn karlmannsins en á engan hátt konunnar. Gesturinn hafði aldrei áður hitt parið. Var frásögn gestsins lögð til grundvallar um aðdraganda þess sem sanna skyldi í málinu. Frásögn konunnar tók breytingum Eftir að gestirnir voru farnir var parið eitt til frásagnar um það sem gerðist. Hún var stöðug í sínum framburði að karlmaðurinn hefði ráðist að henni í stofusófa íbúðarinnar með því að setja hnéð yfir hana, halda henni og taka hálstaki með hægri hendi með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund og hlaut mar á hálsi. Hún hafi á hinn bóginn verið óstöðug um nánari atvik. Þannig bar hún fyrst að karlmaðurinn hefði veist að henni í sófanum í kjölfar þess að vinirnir fóru heim, hún rankað við sér, farið inn í svefnherbergi og sent karlmanninum fyrrnefnd Messenger skilaboð. Við næstu skýrslugjöf sagðist hún hafa sent honum skilaboðin áður en hann réðst á hana og í kjölfar þess að þau reyndu að hafa samfarir í svefnherberginu. Fyrir dómi kvaðst hún síðan hafa verið frammi í stofu þegar hún sendi skilaboðin, karlmaðurinn ekki verið kominn heim og hann svo ráðist á hana strax við heimkomu. Fjórða frásögnin hafi svo birst í endursögn barnsmóður karlmannsins en henni skildist á konunni að karlmaðurinn hefði farið að sofa, vinirnir farið heim, hún lagst til svefns í stofusófanum og vaknað við árás karlmannsins. Leitaði ekki til læknis eftir áverkavottorði Þessar breytingar á frásögn konunnar voru til þess fallnar að draga úr trúverðugleika frásagnar konunnar, segir í dómnum. Karlmaðurinn hafi á hinn bóginn að mestu verið stöðugur í frásögn um atburði. Konan leitaði ekki til læknis eftir árásina og því liggur ekkert fyrir um afleiðingar af meintu broti. Skýringar á því af hverju hún aflaði sér ekki áverkavottorðs eru misvísandi, hvorki trúverðugar eða ótrúverðugari en skýring karlmannsins á ástæðu þess að hann vildi leggjast inn á geðdeild. Sú var að hann hefði ráðist á kærustu sína, eitthvað sem hann sagðist hafa eftir kærustunni sinni sjálfur en ekki muna eftir að hafa gerst. Síðar hefði hann áttað sig á því að hann hefði ekki ráðist á hana. Taldi dómurinn ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði veist að konunni eins og lýst var í ákæru. Nauðgunarrannsókn felld niður Konan kærði karlmanninn sömuleiðis fyrir nauðgun í framhaldi af kæru fyrir líkamsárás en það mál var fellt niður. Liggur fyrir að konan sendi karlmanninum eftirfarandi skilaboð um miðjan febrúar 2018, tíu dögum eftir hið meinta ofbeldisbrot: „Ef ég kæri fyrir kynferðisbrot nauðgun og tilraun til manndráps munt þú játa að þu hafir gert mér það eða muntu ljúga eins og þú gerðir þegar [x] kærði þig?“ Þessu svaraði karlmaðurinn samdægurs svo: „Ég mun jata“. Konan lagði fram kæru á hendur karlinum í júní 2018 fyrir nauðgun og heimilisofbeldi. Sagði hún meinta nauðgun hafa átt sér stað á heimili þeirra um miðjan janúar 2018 og greindi frá atvikum að henni. Það mál var síðar fellt niður en nú var loks kveðinn upp dómur í ofbeldismálinu. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið sýknaður af ákæru fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Sakaði konan karlinn um að hafa ráðist á sig með þeim afleiðingum að hún varð meðvitundarlaus. Kærði hún manninn sömuleiðis fyrir nauðgun en það mál var fellt niður. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er atburðarásinni lýst. Parið hafði farið út að skemmta sér eitt laugardagskvöld í febrúar 2018. Karlmaðurinn var slappur, kastaði upp og fór fyrr heim. Konan hitti tvo karlmenn úti á lífinu og bauð þeim heim í bjór þegar barnum var lokað á fjórða tímanum. Var karlmaðurinn sofandi í sófanum þegar þau komu heim. Til orðaskipta koma á milli parsins sem varð til þess að hún fór með mennina inn á baðherbergi og læsti að þeim. Þar drukku þau bjór og hlustuðu á tónlist þar til karlmaðurinn bankaði á hurðina með látum. Slitu sambandinu fljótlega Fyrir liggur að konan sótti beittan hníf í eldhússkúffu og brá honum að hálsi karlmannsins fyrir utan baðherbergið og skipaði honum út úr íbúðinni. Greip karlmaðurinn um háls konunnar með annarri hendi en þau voru ósammála um hvort það hefði gerst áður eða eftir að hún lagði hnífinn að hálsi hans. Hvorugur gestanna sá atvikið en karlmaðurinn yfirgaf heimilið í framhaldinu en sneri til baka skömmu síðar. Mennirnir voru farnir um sexleytið um morguninn og konan sendi karlmanninum skilaboð á Messenger klukkan 07:11: „Hættu þessari fylu fsðu bonee og ríddu mer eins og alvoru karlmaður!“ Karlmaðurinn svaraði á mánudeginum: „Mer líður ótrúlega illa yfir þessu á laugardaginn ég skammast min rosalega mikið.“ Flutti hann af heimilinu fáeinum dögum síðar og slitu þau sambandinu í framhaldi af því. Ókunnugur gestur lykilvitni í málinu Í niðurstöðu dómsins kemur fram að allir hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Annar gestanna hafi verið ölvaðastur og ekki byggt á vitnisburði hans í málinu. Hinn gesturinn virðist þó muna vel eftir atvikum. Hann lýsti því að karlmaðurinn hefði verið hinn rólegasti þegar þau komu heim af barnum en konan látið ófriðlega gagnvart honum, viljað koma honum burt og rekið gestina tvo inn á baðherbergi. Eftir að þeir komu af baðherberginu hefðu þeir sest hjá karlmanninum í stofunni, drukkið bjórinn sinn og haldið svo heim. Þessi framburður var lykilframburður í málinu því hann samræmdist frásögn karlmannsins en á engan hátt konunnar. Gesturinn hafði aldrei áður hitt parið. Var frásögn gestsins lögð til grundvallar um aðdraganda þess sem sanna skyldi í málinu. Frásögn konunnar tók breytingum Eftir að gestirnir voru farnir var parið eitt til frásagnar um það sem gerðist. Hún var stöðug í sínum framburði að karlmaðurinn hefði ráðist að henni í stofusófa íbúðarinnar með því að setja hnéð yfir hana, halda henni og taka hálstaki með hægri hendi með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund og hlaut mar á hálsi. Hún hafi á hinn bóginn verið óstöðug um nánari atvik. Þannig bar hún fyrst að karlmaðurinn hefði veist að henni í sófanum í kjölfar þess að vinirnir fóru heim, hún rankað við sér, farið inn í svefnherbergi og sent karlmanninum fyrrnefnd Messenger skilaboð. Við næstu skýrslugjöf sagðist hún hafa sent honum skilaboðin áður en hann réðst á hana og í kjölfar þess að þau reyndu að hafa samfarir í svefnherberginu. Fyrir dómi kvaðst hún síðan hafa verið frammi í stofu þegar hún sendi skilaboðin, karlmaðurinn ekki verið kominn heim og hann svo ráðist á hana strax við heimkomu. Fjórða frásögnin hafi svo birst í endursögn barnsmóður karlmannsins en henni skildist á konunni að karlmaðurinn hefði farið að sofa, vinirnir farið heim, hún lagst til svefns í stofusófanum og vaknað við árás karlmannsins. Leitaði ekki til læknis eftir áverkavottorði Þessar breytingar á frásögn konunnar voru til þess fallnar að draga úr trúverðugleika frásagnar konunnar, segir í dómnum. Karlmaðurinn hafi á hinn bóginn að mestu verið stöðugur í frásögn um atburði. Konan leitaði ekki til læknis eftir árásina og því liggur ekkert fyrir um afleiðingar af meintu broti. Skýringar á því af hverju hún aflaði sér ekki áverkavottorðs eru misvísandi, hvorki trúverðugar eða ótrúverðugari en skýring karlmannsins á ástæðu þess að hann vildi leggjast inn á geðdeild. Sú var að hann hefði ráðist á kærustu sína, eitthvað sem hann sagðist hafa eftir kærustunni sinni sjálfur en ekki muna eftir að hafa gerst. Síðar hefði hann áttað sig á því að hann hefði ekki ráðist á hana. Taldi dómurinn ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði veist að konunni eins og lýst var í ákæru. Nauðgunarrannsókn felld niður Konan kærði karlmanninn sömuleiðis fyrir nauðgun í framhaldi af kæru fyrir líkamsárás en það mál var fellt niður. Liggur fyrir að konan sendi karlmanninum eftirfarandi skilaboð um miðjan febrúar 2018, tíu dögum eftir hið meinta ofbeldisbrot: „Ef ég kæri fyrir kynferðisbrot nauðgun og tilraun til manndráps munt þú játa að þu hafir gert mér það eða muntu ljúga eins og þú gerðir þegar [x] kærði þig?“ Þessu svaraði karlmaðurinn samdægurs svo: „Ég mun jata“. Konan lagði fram kæru á hendur karlinum í júní 2018 fyrir nauðgun og heimilisofbeldi. Sagði hún meinta nauðgun hafa átt sér stað á heimili þeirra um miðjan janúar 2018 og greindi frá atvikum að henni. Það mál var síðar fellt niður en nú var loks kveðinn upp dómur í ofbeldismálinu.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira