Af hverju eru lögreglumenn í láglaunastétt? Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 19. maí 2020 15:30 Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. Ég staldraði aðeins við þennan launaseðil og fann að mér var algjörlega misboðið. Þarna hafði lögreglumaður fengið skýr skilaboð um hversu ómerkilegt starf hans væri. Það má að minnsta kosti leiða að því líkur að það sé viðhorf ríkisins því laun lögreglumanna eru í alls engu samræmi við starfið sjálft. Þegar umræðan um að færa lögreglunám upp á háskólastigið, líkt og hafði verið gert á flestum Norðurlöndum, var að hefjast töluðu lögreglumenn með þessari hugmynd sem og Landsamband lögreglumanna sem var í forsvari fyrir henni. Lögreglumennirnir sjálfir höfðu nefnilega besta skilninginn og mestu innsýnina í þær miklu breytingar sem höfðu átt sér stað á starfsumhverfi þeirra í gegnum tíðina. Verkefni lögreglunnar höfðu orðið bæði flóknari og erfiðari en nokkurn tímann áður. Þá höfðu kröfur samfélagsins til lögreglunnar aukist mikið. Lögreglumenn samtímans þurfa að búa yfir yfirvegun og ró, vera hraustir á líkama og sál, hafa seiglu, vera með afburðar samtalstækni, búa yfir góðri tækni- og verkkunnáttu, geta tekið stórar ákvarðanir á stuttum tíma, þekkja lög og reglur, haldið við lífsmörk deyjandi manneskju, geta varið sig í hættulegum aðstæðum og tryggt öryggi allra annarra, svo fátt eitt sé upptalið. Þeir vinna dag og nótt sé þess þörf við að leysa alvarlega sakamál, gæta hagsmuna landsmanna í brjáluðum veðrum eða rekja ferðir fólks svo hægt sé að stöðva veirufaraldur. En til viðbótar þurfa lögreglumenn nánast að vera ómannlegir og þola þrýsting frá samfélaginu í fjölmörgum ólíkum birtingarmyndum. Almenningur upplifir oft að lögreglumenn eiga að geta leyst öll mál jafnvel þó verkefnið hafi ekkert með lögbundið hlutverk lögreglu að gera. Kröfurnar til lögreglunnar eru miklu meiri í dag heldur en nokkurn tímann áður. Dómharkan sömuleiðis eins og mörg dæmi sýna þar sem lögreglumenn, og í sumum tilfellum fjölskyldur þeirra, hafa þurft að líða áreiti, ofbeldi og jafnvel myndbirtingar í fjölmiðlum að ósekju vegna vinnu sinnar. Með einskærum metnaði hafa lögreglumennirnir, með því að mennta sig og endurmennta, sækja námskeið og efla sig faglega, tekið þátt í að uppfæra löggæslu í takt við flókinn samtímann. Í dag stundar fólk tveggja til þriggja ára háskólanám til þess að fá að starfa við fagið. Starfið telst vera það flókið í samtímanum að ekki aðeins grunnháskólanám dugi til í sumum tilfellum, heldur sækja lögreglumenn sér í auknum mæli framhaldsmenntun á háskólastigi vegna mikillar sérhæfingar innan lögreglunnar. Þetta er allt gert til þess að almenningur geti fengið bestu fáanlegu þjónustu þegar þörf er á aðkomu lögreglu. Það er sorglegra en tárum taki að þeir sem ráða launakjörum lögreglumanna virðist vera algjörlega sama um þjónustustuðul lögreglu, fagmennsku lögreglumanna og að hægt sé að bjóða upp á löggæslu sem stenst nútímakröfur og væntingar. Það getur ekki verið önnur skýring á arfaslökum launakjörum lögreglumanna en hreinlega að launagreiðandinn hafi ekki hugmynd um hvað starfið felur í sér. Kannski væri það ákjósanlegt að ráðamenn þjóðarinnar prófuðu að fara á vakt hjá lögreglu. Vaktin gæti verið á annasömum degi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mögulega þyrfti að koma að ungri manneskju látinni sökum ofneyslu vímuefna eða taka á móti tilkynningu barns um kynferðislega misnotkun af hendi náins ættingja. Vaktin gæti líka verið á landsbyggðinni þar sem væri einn lögreglumaður sem kæmi að alvarlegu umferðarslysi tveggja bifreiða þar sem látið og mikið slasað fólk er til staðar og engin aðstoð fáanleg næstu klukkustundirnar. Mögulega væri hægt starfa í rannsóknardeild í einn dag og eiga við þann frumskóg af tæknilegum forsendum sem þarf að skilja til að geta leyst mál þar sem nektarmyndir af ungri manneskju hefur farið í dreifingu á netinu. Ég er viss um að starfandi lögreglumenn tækju vel á móti ykkur. Höfundur er lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og lögreglumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. Ég staldraði aðeins við þennan launaseðil og fann að mér var algjörlega misboðið. Þarna hafði lögreglumaður fengið skýr skilaboð um hversu ómerkilegt starf hans væri. Það má að minnsta kosti leiða að því líkur að það sé viðhorf ríkisins því laun lögreglumanna eru í alls engu samræmi við starfið sjálft. Þegar umræðan um að færa lögreglunám upp á háskólastigið, líkt og hafði verið gert á flestum Norðurlöndum, var að hefjast töluðu lögreglumenn með þessari hugmynd sem og Landsamband lögreglumanna sem var í forsvari fyrir henni. Lögreglumennirnir sjálfir höfðu nefnilega besta skilninginn og mestu innsýnina í þær miklu breytingar sem höfðu átt sér stað á starfsumhverfi þeirra í gegnum tíðina. Verkefni lögreglunnar höfðu orðið bæði flóknari og erfiðari en nokkurn tímann áður. Þá höfðu kröfur samfélagsins til lögreglunnar aukist mikið. Lögreglumenn samtímans þurfa að búa yfir yfirvegun og ró, vera hraustir á líkama og sál, hafa seiglu, vera með afburðar samtalstækni, búa yfir góðri tækni- og verkkunnáttu, geta tekið stórar ákvarðanir á stuttum tíma, þekkja lög og reglur, haldið við lífsmörk deyjandi manneskju, geta varið sig í hættulegum aðstæðum og tryggt öryggi allra annarra, svo fátt eitt sé upptalið. Þeir vinna dag og nótt sé þess þörf við að leysa alvarlega sakamál, gæta hagsmuna landsmanna í brjáluðum veðrum eða rekja ferðir fólks svo hægt sé að stöðva veirufaraldur. En til viðbótar þurfa lögreglumenn nánast að vera ómannlegir og þola þrýsting frá samfélaginu í fjölmörgum ólíkum birtingarmyndum. Almenningur upplifir oft að lögreglumenn eiga að geta leyst öll mál jafnvel þó verkefnið hafi ekkert með lögbundið hlutverk lögreglu að gera. Kröfurnar til lögreglunnar eru miklu meiri í dag heldur en nokkurn tímann áður. Dómharkan sömuleiðis eins og mörg dæmi sýna þar sem lögreglumenn, og í sumum tilfellum fjölskyldur þeirra, hafa þurft að líða áreiti, ofbeldi og jafnvel myndbirtingar í fjölmiðlum að ósekju vegna vinnu sinnar. Með einskærum metnaði hafa lögreglumennirnir, með því að mennta sig og endurmennta, sækja námskeið og efla sig faglega, tekið þátt í að uppfæra löggæslu í takt við flókinn samtímann. Í dag stundar fólk tveggja til þriggja ára háskólanám til þess að fá að starfa við fagið. Starfið telst vera það flókið í samtímanum að ekki aðeins grunnháskólanám dugi til í sumum tilfellum, heldur sækja lögreglumenn sér í auknum mæli framhaldsmenntun á háskólastigi vegna mikillar sérhæfingar innan lögreglunnar. Þetta er allt gert til þess að almenningur geti fengið bestu fáanlegu þjónustu þegar þörf er á aðkomu lögreglu. Það er sorglegra en tárum taki að þeir sem ráða launakjörum lögreglumanna virðist vera algjörlega sama um þjónustustuðul lögreglu, fagmennsku lögreglumanna og að hægt sé að bjóða upp á löggæslu sem stenst nútímakröfur og væntingar. Það getur ekki verið önnur skýring á arfaslökum launakjörum lögreglumanna en hreinlega að launagreiðandinn hafi ekki hugmynd um hvað starfið felur í sér. Kannski væri það ákjósanlegt að ráðamenn þjóðarinnar prófuðu að fara á vakt hjá lögreglu. Vaktin gæti verið á annasömum degi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mögulega þyrfti að koma að ungri manneskju látinni sökum ofneyslu vímuefna eða taka á móti tilkynningu barns um kynferðislega misnotkun af hendi náins ættingja. Vaktin gæti líka verið á landsbyggðinni þar sem væri einn lögreglumaður sem kæmi að alvarlegu umferðarslysi tveggja bifreiða þar sem látið og mikið slasað fólk er til staðar og engin aðstoð fáanleg næstu klukkustundirnar. Mögulega væri hægt starfa í rannsóknardeild í einn dag og eiga við þann frumskóg af tæknilegum forsendum sem þarf að skilja til að geta leyst mál þar sem nektarmyndir af ungri manneskju hefur farið í dreifingu á netinu. Ég er viss um að starfandi lögreglumenn tækju vel á móti ykkur. Höfundur er lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og lögreglumaður
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar