„Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. maí 2020 22:00 Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir marga undanfarið hafa haft samband til að ræða fjárhagsáhyggjur. Vísir/Sigurjón Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. Síðan í mars hefur fólki sem sér fram á greiðsluerfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins verið boðið upp á að fresta afborgunum á íbúðalánum frá þremur og upp í sex mánuði. Hátt í sex þúsund hafa óskað eftir því að fresta því tímabundið að greiða af íbúðalánum sínum.Vísir/Hafsteinn Fimm þúsund og sjö hundruð manns hafa nú sótt um að fresta því að greiða af íbúðalánunum sínum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þremur stærstu lífeyrissjóðunum landsins, það er hjá Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Misjafnt er hversu stór hluti lántakenda hefur óskað eftir greiðsluhléi en hjá Arion banka eru rúmlega 11% af lánum bankans til einstaklinga í greiðslufrystingu. Fjölmargir hafa leyst út séreignasparnað Bönkunum og lífeyrissjóðum hafa borist þúsundir beiðna frá fólki sem vill leysa út séreignasparnað. Langflestir hafa viljað leysa út undir einni milljón króna en þó eru dæmi um að fólk hafi beðið um að fá meira en sex milljónir greiddar út. Þá eru líka sífellt fleiri að endurfjármagna lánin sín en allt að þriðjungur lánveitinga hjá einstökum stofnunum eru vegna endurfjármögnunar. Þurfum líka að búast við hinu versta Atvinnuleysi í lok apríl var 17,8% og margir sem sjá fram að fara á atvinnuleysisbætur á næstunni. Fjölmargir hafa því undanfarið sett sig í samband við Umboðsmann skuldara til að ræða hvernig þeir geta staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. „Þetta verður kannski hópur sem hefur aldrei áður verið í fjárhagsvanda og við þurfum að mæta þeim hópi einmitt kannski með ólíkum hætti en áður af því þetta er kreppa sem er allt öðruvísi heldur en bankahrunið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Hún segir marga hafa haft góðar tekjur hingað til og því oft mikil viðbrigði fyrir fólk að fara á atvinnuleysisbætur. „Í raun og veru að fara inn í mikla tekjulækkun og þarf að endurskipuleggja fjárhaginn og er líka búið að skipuleggja sig miðað við þær tekjur sem það hefur verið með.“ Ásta segir það geta reynt á þegar fólk lýkur uppsagnarfresti sínum og hún óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. „Ég er með þá spá að svona síðsumars og í haust að þá gæti farið að kreppa að, auðvitað verður maður alltaf að halda í bjartsýnina, en við þurfum líka að búast við hinu versta.“ Vinnumarkaður Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. Síðan í mars hefur fólki sem sér fram á greiðsluerfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins verið boðið upp á að fresta afborgunum á íbúðalánum frá þremur og upp í sex mánuði. Hátt í sex þúsund hafa óskað eftir því að fresta því tímabundið að greiða af íbúðalánum sínum.Vísir/Hafsteinn Fimm þúsund og sjö hundruð manns hafa nú sótt um að fresta því að greiða af íbúðalánunum sínum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þremur stærstu lífeyrissjóðunum landsins, það er hjá Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Misjafnt er hversu stór hluti lántakenda hefur óskað eftir greiðsluhléi en hjá Arion banka eru rúmlega 11% af lánum bankans til einstaklinga í greiðslufrystingu. Fjölmargir hafa leyst út séreignasparnað Bönkunum og lífeyrissjóðum hafa borist þúsundir beiðna frá fólki sem vill leysa út séreignasparnað. Langflestir hafa viljað leysa út undir einni milljón króna en þó eru dæmi um að fólk hafi beðið um að fá meira en sex milljónir greiddar út. Þá eru líka sífellt fleiri að endurfjármagna lánin sín en allt að þriðjungur lánveitinga hjá einstökum stofnunum eru vegna endurfjármögnunar. Þurfum líka að búast við hinu versta Atvinnuleysi í lok apríl var 17,8% og margir sem sjá fram að fara á atvinnuleysisbætur á næstunni. Fjölmargir hafa því undanfarið sett sig í samband við Umboðsmann skuldara til að ræða hvernig þeir geta staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. „Þetta verður kannski hópur sem hefur aldrei áður verið í fjárhagsvanda og við þurfum að mæta þeim hópi einmitt kannski með ólíkum hætti en áður af því þetta er kreppa sem er allt öðruvísi heldur en bankahrunið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Hún segir marga hafa haft góðar tekjur hingað til og því oft mikil viðbrigði fyrir fólk að fara á atvinnuleysisbætur. „Í raun og veru að fara inn í mikla tekjulækkun og þarf að endurskipuleggja fjárhaginn og er líka búið að skipuleggja sig miðað við þær tekjur sem það hefur verið með.“ Ásta segir það geta reynt á þegar fólk lýkur uppsagnarfresti sínum og hún óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. „Ég er með þá spá að svona síðsumars og í haust að þá gæti farið að kreppa að, auðvitað verður maður alltaf að halda í bjartsýnina, en við þurfum líka að búast við hinu versta.“
Vinnumarkaður Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira