Mokaði inn pening með því að panta eigin pítsur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2020 11:22 Girnileg pítsa. Unsplash/Aurélien Lemasson-Théobald Eigandi pítsustaða í Bandaríkjunum halaði inn pening þegar hann komst að því að fyrirtæki sem býður upp á heimsendingar á mat frá veitingastöðum rukkaði viðskiptavini sína minna fyrir pítsu en hún kostaði á veitingastaðnum, á sama tíma og pítsustaðurinn fékk fulla greiðslu. BBC greinir frá en í frétt breska fjölmiðilsins segir að í mars á síðasta ári hafi eigandi pítsustaðarins fengið kvartanir um að heimsendingar frá pítsustöðum hans væru ekki að berast. Þetta þótti honum undarlegt þar sem pítsustaðir hans bjóða ekki upp á heimsendingar. Skömmu síðar komst hann að því að bandaríska fyrirtækið DoorDash, sem sérhæfir sig í heimsendingum á mat frá veitingastöðum, hafði farið að bjóða upp á heimsendingar frá pítsustöðum eigandans, án þess að ræða það við hann. Þá tók eigandinn einnig eftir því að DoorDash rukkaði viðskiptavini sína aðeins 16 dollara, um 2.200 krónur fyrir eina af pítsunum á matseðlinum. Sama pítsa kostar 24 dollara á pítsustöðunum, um 3.400 krónur. Eigandinn sá sér því leik á borði, pantaði tíu pítsur fyrir 160 dollara, um 22 þúsund krónur, í gegnum DoorDash og lét senda þær til vinar síns. Pítsastaðurinn fékk svo greiðslu frá DoorDash upp á 240 dollara, um 34 þúsund krónur. Raunar fór hann með þetta lengra og hélt eigandinn áfram að panta pítsurnar heim til vinar síns, nema hvað hann lét starfsmenn sína útbúa þær pítsur þannig að á þeim væru engin álegg, allt til þess að hámarka gróðann. Reiknuðu þeir félagar út að með þessari aðferð, að panta tíu pítsur í gegnum DoorDash og setja ekkert álegg á þær, gæti eigandinn tekið inn 75 dollara, rétt tæplega ellefu þúsund krónur, í hreinan gróða á hverri pöntun. Prófuðu þeir nokkrar svona pantanir í nokkrar vikur, allt til þess að sjá hvort að DoorDash myndi sjá í gegnum þá. Svo reyndist ekki vera. Svo virðist sem að DoorDash hafi niðurgreitt pítsuna sem hluti af markaðsherferð til þess að geta sýnt eigenda veitingastaðarins fram á það að það væri eftirspurn eftir heimsendingum, svo að hann myndi kaupa heimsendingarþjónustu af fyrirtækinu. Bandaríkin Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eigandi pítsustaða í Bandaríkjunum halaði inn pening þegar hann komst að því að fyrirtæki sem býður upp á heimsendingar á mat frá veitingastöðum rukkaði viðskiptavini sína minna fyrir pítsu en hún kostaði á veitingastaðnum, á sama tíma og pítsustaðurinn fékk fulla greiðslu. BBC greinir frá en í frétt breska fjölmiðilsins segir að í mars á síðasta ári hafi eigandi pítsustaðarins fengið kvartanir um að heimsendingar frá pítsustöðum hans væru ekki að berast. Þetta þótti honum undarlegt þar sem pítsustaðir hans bjóða ekki upp á heimsendingar. Skömmu síðar komst hann að því að bandaríska fyrirtækið DoorDash, sem sérhæfir sig í heimsendingum á mat frá veitingastöðum, hafði farið að bjóða upp á heimsendingar frá pítsustöðum eigandans, án þess að ræða það við hann. Þá tók eigandinn einnig eftir því að DoorDash rukkaði viðskiptavini sína aðeins 16 dollara, um 2.200 krónur fyrir eina af pítsunum á matseðlinum. Sama pítsa kostar 24 dollara á pítsustöðunum, um 3.400 krónur. Eigandinn sá sér því leik á borði, pantaði tíu pítsur fyrir 160 dollara, um 22 þúsund krónur, í gegnum DoorDash og lét senda þær til vinar síns. Pítsastaðurinn fékk svo greiðslu frá DoorDash upp á 240 dollara, um 34 þúsund krónur. Raunar fór hann með þetta lengra og hélt eigandinn áfram að panta pítsurnar heim til vinar síns, nema hvað hann lét starfsmenn sína útbúa þær pítsur þannig að á þeim væru engin álegg, allt til þess að hámarka gróðann. Reiknuðu þeir félagar út að með þessari aðferð, að panta tíu pítsur í gegnum DoorDash og setja ekkert álegg á þær, gæti eigandinn tekið inn 75 dollara, rétt tæplega ellefu þúsund krónur, í hreinan gróða á hverri pöntun. Prófuðu þeir nokkrar svona pantanir í nokkrar vikur, allt til þess að sjá hvort að DoorDash myndi sjá í gegnum þá. Svo reyndist ekki vera. Svo virðist sem að DoorDash hafi niðurgreitt pítsuna sem hluti af markaðsherferð til þess að geta sýnt eigenda veitingastaðarins fram á það að það væri eftirspurn eftir heimsendingum, svo að hann myndi kaupa heimsendingarþjónustu af fyrirtækinu.
Bandaríkin Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira