Rúmlega sjö prósent íbúa Stokkhólms höfðu myndað mótefni í lok apríl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 17:14 Svíar hafa ekki gripið til jafn róttækra aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og margar aðrar þjóðir. Þessi mynd var tekin í almenningsgarði í Stokkhólmi, 8.maí síðastliðinn. Vísir/EPA Aðeins 7,3 prósent íbúa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, höfðu myndað mótefni við kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Þetta leiðir rannsókn á vegum Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar í ljós. Niðurstöðurnar hafa valdið áhyggjum meðal sérfræðinga í Svíþjóð, en viðbrögð landsins við kórónuveirunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Nálgun Svía hefur að einhverju leyti hverfst um að ná upp svokölluðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, en tæplega 3900 manns hafa látist af völdum veirunnar í Svíþjóð. Sú tala er hærri en tala látinna á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa talið að hlutfall þeirra sem myndað hefðu mótefni yrði hærra. Hann telur þó að þessi tala 7,3 prósent, endurspegli ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum. Það sé hans trú að nú sé hlutfallið litlu meira en 20 prósent. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.Vísir/AP Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hafði hins vegar áður lýst því yfir að áætlað væri að niðurstöður rannsóknarinnar myndu benda til þess að um fjórðungur íbúa Stokkhólms hefðu myndað mótefni. Tom Britton, stærðfræðingur sem unnið hafði að spálíkani um málið, segir tölurnar koma sér á óvart. „Þetta þýðir eitt af tvennu. Annað hvort eru útreikningar stofnunarinnar og mínir rangir, sem gæti verið. En ef það er tilfellið kemur á óvart hve miklu munar. Hinn möguleikinn er að fleiri hafi smitast en myndað mótefni.“ Aðferðin gagnrýnd Björn Olsen, sérfræðingur í smitsjúkdómum við háskólann í Uppsala, hefur sagt að nálgun sem stólar á hjarðónæmi sé „hættuleg og óraunhæf.“ „Ég held að hjarðónæmi sé órafjarri, að því gefnu að það náist yfir höfuð,“ sagði Olsen þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við tölfræði um mótefnamælingarnar. Tegnell hefur sjálfur sagt að hjarðónæmi sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur að hægja á útbreiðslu faraldursins svo heilbrigðiskerfið hafi undan að sinna þeim sem veikjast. Hann hefur þó einnig sagt að lönd sem gripið hafa til harðra aðgerða, til dæmis útgöngubanns, til þess að hefta útbreiðslu veirunnar, gætu verið berskjaldaðri fyrir annarri bylgju veirunnar, sökum þess hve lítill hluti þjóðanna hefðu myndað mótefni við henni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Aðeins 7,3 prósent íbúa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, höfðu myndað mótefni við kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Þetta leiðir rannsókn á vegum Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar í ljós. Niðurstöðurnar hafa valdið áhyggjum meðal sérfræðinga í Svíþjóð, en viðbrögð landsins við kórónuveirunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Nálgun Svía hefur að einhverju leyti hverfst um að ná upp svokölluðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, en tæplega 3900 manns hafa látist af völdum veirunnar í Svíþjóð. Sú tala er hærri en tala látinna á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa talið að hlutfall þeirra sem myndað hefðu mótefni yrði hærra. Hann telur þó að þessi tala 7,3 prósent, endurspegli ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum. Það sé hans trú að nú sé hlutfallið litlu meira en 20 prósent. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.Vísir/AP Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hafði hins vegar áður lýst því yfir að áætlað væri að niðurstöður rannsóknarinnar myndu benda til þess að um fjórðungur íbúa Stokkhólms hefðu myndað mótefni. Tom Britton, stærðfræðingur sem unnið hafði að spálíkani um málið, segir tölurnar koma sér á óvart. „Þetta þýðir eitt af tvennu. Annað hvort eru útreikningar stofnunarinnar og mínir rangir, sem gæti verið. En ef það er tilfellið kemur á óvart hve miklu munar. Hinn möguleikinn er að fleiri hafi smitast en myndað mótefni.“ Aðferðin gagnrýnd Björn Olsen, sérfræðingur í smitsjúkdómum við háskólann í Uppsala, hefur sagt að nálgun sem stólar á hjarðónæmi sé „hættuleg og óraunhæf.“ „Ég held að hjarðónæmi sé órafjarri, að því gefnu að það náist yfir höfuð,“ sagði Olsen þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við tölfræði um mótefnamælingarnar. Tegnell hefur sjálfur sagt að hjarðónæmi sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur að hægja á útbreiðslu faraldursins svo heilbrigðiskerfið hafi undan að sinna þeim sem veikjast. Hann hefur þó einnig sagt að lönd sem gripið hafa til harðra aðgerða, til dæmis útgöngubanns, til þess að hefta útbreiðslu veirunnar, gætu verið berskjaldaðri fyrir annarri bylgju veirunnar, sökum þess hve lítill hluti þjóðanna hefðu myndað mótefni við henni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira