Sáu fram á atvinnuleysi og skipulögðu leikjanámskeið Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 19:18 Ýmir Guðmundsson og Magnús Aron Sigurðsson munu bjóða upp á leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára í sumar. Aðsend Félagarnir Magnús Aron Sigurðsson og Ýmir Guðmundsson áttuðu sig á því að með tilkomu kórónuveirufaraldursins gæti orðið þrautinni þyngra að fá almennilega sumarvinnu í sumar. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að láta gamlan draum rætast, og skipulögðu leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. „Við höfum lengi haft þessa hugmynd bak við eyrað, og nú finnst okkur vera kominn tími til að láta af þessu verða. Við höfum fengið að þjálfa og kenna börnum í náminu og störfum báðir sem þjálfarar barna á þessum aldri, svo það lá beint við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir hressa krakka,“ segir Magnús um námskeiðið. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að gera sumarið ógleymanlegt fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem vilja leik og hreyfingu í sumar, þá sérstaklega börn sem hafa minni áhuga á fótbolta – en flest íþróttafélög bjóða upp á fótboltaskóla yfir sumarið. Þeir hafi því fengið aðstöðu við Lindaskóla þar sem er meðal annars skólahreystibraut og sparkvöllur. Munu kenna krökkunum skyndihjálp Magnús og Ýmir stunda nám við í íþróttafræði í Háskóla Íslands og hafa báðir mikla reynslu af þjálfun ungmenna. Magnús hefur verið aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 4. flokks karla í fótbolta hjá Leikni og Ýmir hefur verið að þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Báðir hafa þeir stundað íþróttir alla tíð og vilja miðla þeirri reynslu áfram til krakkanna í sumar. Þeir höfðu fljótlega samband við Kópavogsbæ upp á það að leigja íþróttahúsið í Lindaskóla. Þar sé allt til alls, aðstaðan einstaklega góð og stórt og mikið útisvæði. Þá er einnig að finna klifurvegg í húsinu sem þeir sjá fram á að geta nýtt á námskeiðinu. Einblínt verður á útiveru og leiki á námskeiðinu en íþróttahúsið í Lindaskóla verður líkt og áður sagði einnig notað, sérstaklega ef veðrið bregst. Þá eru bæði Magnús og Ýmir leiðbeinendur í skyndihjálp og munu nýta þá reynslu til þess að kenna krökkunum grunnaðferðir við skyndihjálp. Aðalatriðið er að krakkarnir fái að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Okkar markmið er því að skapa umhverfi með mikilli fjölbreytni, en einnig nýta okkar þekkingu til að stuðla að hreyfingu. Við komum til með að fara í skemmtilegan ratleik á hverju námskeiði,“ segir Magnús. Áhugasamir geta skráð sig á leikirogfjor.eydublod.is en fyrsta námskeiðið hefst þann 8. júní næstkomandi. Vinnumarkaður Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Félagarnir Magnús Aron Sigurðsson og Ýmir Guðmundsson áttuðu sig á því að með tilkomu kórónuveirufaraldursins gæti orðið þrautinni þyngra að fá almennilega sumarvinnu í sumar. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að láta gamlan draum rætast, og skipulögðu leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. „Við höfum lengi haft þessa hugmynd bak við eyrað, og nú finnst okkur vera kominn tími til að láta af þessu verða. Við höfum fengið að þjálfa og kenna börnum í náminu og störfum báðir sem þjálfarar barna á þessum aldri, svo það lá beint við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir hressa krakka,“ segir Magnús um námskeiðið. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að gera sumarið ógleymanlegt fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem vilja leik og hreyfingu í sumar, þá sérstaklega börn sem hafa minni áhuga á fótbolta – en flest íþróttafélög bjóða upp á fótboltaskóla yfir sumarið. Þeir hafi því fengið aðstöðu við Lindaskóla þar sem er meðal annars skólahreystibraut og sparkvöllur. Munu kenna krökkunum skyndihjálp Magnús og Ýmir stunda nám við í íþróttafræði í Háskóla Íslands og hafa báðir mikla reynslu af þjálfun ungmenna. Magnús hefur verið aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 4. flokks karla í fótbolta hjá Leikni og Ýmir hefur verið að þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Báðir hafa þeir stundað íþróttir alla tíð og vilja miðla þeirri reynslu áfram til krakkanna í sumar. Þeir höfðu fljótlega samband við Kópavogsbæ upp á það að leigja íþróttahúsið í Lindaskóla. Þar sé allt til alls, aðstaðan einstaklega góð og stórt og mikið útisvæði. Þá er einnig að finna klifurvegg í húsinu sem þeir sjá fram á að geta nýtt á námskeiðinu. Einblínt verður á útiveru og leiki á námskeiðinu en íþróttahúsið í Lindaskóla verður líkt og áður sagði einnig notað, sérstaklega ef veðrið bregst. Þá eru bæði Magnús og Ýmir leiðbeinendur í skyndihjálp og munu nýta þá reynslu til þess að kenna krökkunum grunnaðferðir við skyndihjálp. Aðalatriðið er að krakkarnir fái að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Okkar markmið er því að skapa umhverfi með mikilli fjölbreytni, en einnig nýta okkar þekkingu til að stuðla að hreyfingu. Við komum til með að fara í skemmtilegan ratleik á hverju námskeiði,“ segir Magnús. Áhugasamir geta skráð sig á leikirogfjor.eydublod.is en fyrsta námskeiðið hefst þann 8. júní næstkomandi.
Vinnumarkaður Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira