Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 15:29 Flugumferðarstjórarnir starfa fyrir Isavia ANS, dótturfélag Isavia. Þeir stýra flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið yfir norðanverður Atlantshafi. Vísir/Vilhelm Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð, að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS. Formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra segir að tillögu þess um aðra leið hafi ekki verið svarað. Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14:00 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir til þess að hefta útbreiðslu hans hafa leitt til mikils samdráttar í farþegaflugi í heiminum. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir við Vísi að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið. Tekjur félagsins hafi verið um 10-20% af því sem þær hafa vanalega verið undanfarið. Gripið var til uppsagnanna eftir að niðurstaða um aðgerðir náðist ekki í viðræðum Isavia ANS við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Tilkynnt hefur verið um hópuppsögnina til Vinnumálastofnunar. Flugumferðarstjórar Isavia ANS stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir um 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur flugleiðsöguþjónustu og alþjóðaflugþjónustu auk ýmissar tækniþjónustu fyrir flugvelli á Íslandi. Buðust til að taka á sig launaskerðingu Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar. Ásgeir, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir að áður hafi verið gripið til annarra aðgerða til að bregðast við ástandinu en nú sé komin röðin að flugstjórnarmiðstöðinni. „Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn. Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur,“ segir hann. Með uppsögn ráðningarsamnings flugumferðarstjóra segir Ásgeir að vonir standi til að komast hjá því að segja 20-30 manns upp varanlega og haldið verði í ráðningarsamband við þá. Arnar, formaður FÍF, segir að aðferðafræði Isavia ASN komi sér spánskt fyrir sjónir. Með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Hann vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð, að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS. Formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra segir að tillögu þess um aðra leið hafi ekki verið svarað. Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14:00 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir til þess að hefta útbreiðslu hans hafa leitt til mikils samdráttar í farþegaflugi í heiminum. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir við Vísi að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið. Tekjur félagsins hafi verið um 10-20% af því sem þær hafa vanalega verið undanfarið. Gripið var til uppsagnanna eftir að niðurstaða um aðgerðir náðist ekki í viðræðum Isavia ANS við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Tilkynnt hefur verið um hópuppsögnina til Vinnumálastofnunar. Flugumferðarstjórar Isavia ANS stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir um 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur flugleiðsöguþjónustu og alþjóðaflugþjónustu auk ýmissar tækniþjónustu fyrir flugvelli á Íslandi. Buðust til að taka á sig launaskerðingu Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar. Ásgeir, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir að áður hafi verið gripið til annarra aðgerða til að bregðast við ástandinu en nú sé komin röðin að flugstjórnarmiðstöðinni. „Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn. Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur,“ segir hann. Með uppsögn ráðningarsamnings flugumferðarstjóra segir Ásgeir að vonir standi til að komast hjá því að segja 20-30 manns upp varanlega og haldið verði í ráðningarsamband við þá. Arnar, formaður FÍF, segir að aðferðafræði Isavia ASN komi sér spánskt fyrir sjónir. Með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Hann vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira