Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2020 19:28 Ragnar Þór Ingólsson formaður VR Vísir/Egill Aðalsteinsson Formaður VR segir stórfeldar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa skilað sér bæði seint og illa til almennings og fyrirtækja. Hann segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. Í síðustu viku kynnti peningastefnunefnd núll komma sjötíu og fimm prósenta lækkun meginvaxta bankans. Vextirnir eru þannig komnir niður í eitt prósent og hafa aldrei verið lægri. „Þetta hefur skilað sér mjög seint og illa til neytenda og ekki bara neytenda heldur líka fyrirtækja. Markmiðið með lífskjarasamningnum á sínum tíma var að ná niður vaxtastigi og það var og er eitt af þeim atriðum sem að mun standa og falla með endurskoðun lífskjarasamningana núna í haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „En það er ljóst að lækkun stýrivaxta hefur gert það af verkum að þessi hluti samningsins mun halda. Það er dapurlegt aftur á móti að horfa upp á það að þessar miklu lækkanir hafa ekki skilað sér til neytenda eða fyrirtækja nema í mjög litlum mæli,“ segir Ragnar Þór. Nú þegar vikan er liðin frá stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. Stýrivextir hafa fjórum sinnum verið lækkaðir í ár, alls um 2 prósentustig. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn voru þá að jafnaði 2 til 5 daga að tilkynna um breytingar á vaxtakjörum sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu viðbrögð bankanna við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans frá í síðustu viku væntanlega liggja fyrir á allra næstu dögum. „Nú er búið að lækka bankaskattinn og það voru líka forsendur fyrir því að bankarnir töldu sig ekki geta lækkað vexti nægilega mikið þannig að við teljum okkur eiga inni mjög mikla lækkun hjá bæði bönkum og lífeyrissjóðum á vöxtum í landinu,“ segir Ragnar Þór. „Sem að skipta okkar félagsmenn, fólkið í landinu, gríðarlegu máli. Þetta eru ráðstöfunartekjur upp á tugi þúsunda sem að við getum náð með frekari lækkun vaxta.“ Seðlabankinn Kjaramál Lífeyrissjóðir Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Formaður VR segir stórfeldar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa skilað sér bæði seint og illa til almennings og fyrirtækja. Hann segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. Í síðustu viku kynnti peningastefnunefnd núll komma sjötíu og fimm prósenta lækkun meginvaxta bankans. Vextirnir eru þannig komnir niður í eitt prósent og hafa aldrei verið lægri. „Þetta hefur skilað sér mjög seint og illa til neytenda og ekki bara neytenda heldur líka fyrirtækja. Markmiðið með lífskjarasamningnum á sínum tíma var að ná niður vaxtastigi og það var og er eitt af þeim atriðum sem að mun standa og falla með endurskoðun lífskjarasamningana núna í haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „En það er ljóst að lækkun stýrivaxta hefur gert það af verkum að þessi hluti samningsins mun halda. Það er dapurlegt aftur á móti að horfa upp á það að þessar miklu lækkanir hafa ekki skilað sér til neytenda eða fyrirtækja nema í mjög litlum mæli,“ segir Ragnar Þór. Nú þegar vikan er liðin frá stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. Stýrivextir hafa fjórum sinnum verið lækkaðir í ár, alls um 2 prósentustig. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn voru þá að jafnaði 2 til 5 daga að tilkynna um breytingar á vaxtakjörum sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu viðbrögð bankanna við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans frá í síðustu viku væntanlega liggja fyrir á allra næstu dögum. „Nú er búið að lækka bankaskattinn og það voru líka forsendur fyrir því að bankarnir töldu sig ekki geta lækkað vexti nægilega mikið þannig að við teljum okkur eiga inni mjög mikla lækkun hjá bæði bönkum og lífeyrissjóðum á vöxtum í landinu,“ segir Ragnar Þór. „Sem að skipta okkar félagsmenn, fólkið í landinu, gríðarlegu máli. Þetta eru ráðstöfunartekjur upp á tugi þúsunda sem að við getum náð með frekari lækkun vaxta.“
Seðlabankinn Kjaramál Lífeyrissjóðir Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira