Telur viðurlög við árásum á lögreglumenn allt of væg Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2020 08:42 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi ofbeldi í garð lögreglumanna í Reykjavík síðdegis í gær. Vísir/Baldur/Vilhelm Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna telur að viðurlög við árásum á lögreglumenn vera allt of væg. Snorri ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, en greint var frá því í síðustu viku að tveir lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi og ráðist á þá þar sem þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Rotaðist annar þeirra og þurftu þeir að leita á slysadeild. Snorri segir að þetta tiltekna mál og þær aðstæður sem sköpuðust þar sé ekki eitthvað sem hann muni eftir að hafa heyrt áður. „En það er því miður allt of algengt og við höfum gagnrýnt það í mjög langan tíma […] að ofbeldi gegn lögreglumönnum er því miður allt, alltof algengt.“ Gagnrýnir dómstóla Formaðurinn segir ennfremur að á sama tíma hafi Landssamband lögreglumanna gagnrýnt dómstóla fyrir það að nýta ekki þann refsiramma sem sé til staðar og birtist í vilja löggjafans með þyngingu refsirammans gegn svona brotum, brotum gegn valdstjórninni. „Þetta gerist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, ef ég man rétt, um 2006, 2007, sem þessi refsirammi er þyngdur. Við teljum okkur, á þeim málum sem við höfum skoðað sérstaklega, ekki vera að sjá það birtast þar að það sé nógu alvarlega tekið á þessum málum.“ Hvað heldur þú að valdi því? Er einhver skýring á að þetta virðist vera að aukast, eða kannski að þetta séu alvarlegri brot gegn valdstjórninni? „Nei, ég þekki það svo sem ekki og veit ekki til þess að gerð hafi sérstök könnun á því. Það væri helst að leita í smiðju einhverra afbrotafræðinga í háskólasamfélaginu með það sem mögulega kynnu að hafa gert einhverja úttekt á því. Tölur sýna hins vegar – þær eru reyndar rokkandi milli ára – en þær sýna það því miður að ofbeldi gegn lögreglumönnum í seinni tíð og seinni árum verið að færast í aukana. Það er að verða meira og alvarlegra.“ Snorri segir í viðtalinu að það sé einhver uggur meðal lögreglumanna með þróun mála. „Þetta helst kannski í hendur með hluti sem við höfum gagnrýnt í áraraðir hjá Landssambandi lögreglumanna, það er sú mannfæð sem er við að glíma í liðinu. Margítrekað komið fram í öllum fjölmiðlum um allt land. Hvort það sé einhver afleiðing þessa tiltekna máls [á Völlunum] hef ég ekki hugmynd um og ætla ekki að fara að fabúlera um það. En það gefur alveg augaleið að ef ekki er nægur mannskapur til að sinna verkefnum þá mun eitthvað fara úrskeiðis til lengri tíma litið,“ segir Snorri. Hægt er að hluta á viðtalið í heild sinni að neðan. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna telur að viðurlög við árásum á lögreglumenn vera allt of væg. Snorri ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, en greint var frá því í síðustu viku að tveir lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi og ráðist á þá þar sem þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Rotaðist annar þeirra og þurftu þeir að leita á slysadeild. Snorri segir að þetta tiltekna mál og þær aðstæður sem sköpuðust þar sé ekki eitthvað sem hann muni eftir að hafa heyrt áður. „En það er því miður allt of algengt og við höfum gagnrýnt það í mjög langan tíma […] að ofbeldi gegn lögreglumönnum er því miður allt, alltof algengt.“ Gagnrýnir dómstóla Formaðurinn segir ennfremur að á sama tíma hafi Landssamband lögreglumanna gagnrýnt dómstóla fyrir það að nýta ekki þann refsiramma sem sé til staðar og birtist í vilja löggjafans með þyngingu refsirammans gegn svona brotum, brotum gegn valdstjórninni. „Þetta gerist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, ef ég man rétt, um 2006, 2007, sem þessi refsirammi er þyngdur. Við teljum okkur, á þeim málum sem við höfum skoðað sérstaklega, ekki vera að sjá það birtast þar að það sé nógu alvarlega tekið á þessum málum.“ Hvað heldur þú að valdi því? Er einhver skýring á að þetta virðist vera að aukast, eða kannski að þetta séu alvarlegri brot gegn valdstjórninni? „Nei, ég þekki það svo sem ekki og veit ekki til þess að gerð hafi sérstök könnun á því. Það væri helst að leita í smiðju einhverra afbrotafræðinga í háskólasamfélaginu með það sem mögulega kynnu að hafa gert einhverja úttekt á því. Tölur sýna hins vegar – þær eru reyndar rokkandi milli ára – en þær sýna það því miður að ofbeldi gegn lögreglumönnum í seinni tíð og seinni árum verið að færast í aukana. Það er að verða meira og alvarlegra.“ Snorri segir í viðtalinu að það sé einhver uggur meðal lögreglumanna með þróun mála. „Þetta helst kannski í hendur með hluti sem við höfum gagnrýnt í áraraðir hjá Landssambandi lögreglumanna, það er sú mannfæð sem er við að glíma í liðinu. Margítrekað komið fram í öllum fjölmiðlum um allt land. Hvort það sé einhver afleiðing þessa tiltekna máls [á Völlunum] hef ég ekki hugmynd um og ætla ekki að fara að fabúlera um það. En það gefur alveg augaleið að ef ekki er nægur mannskapur til að sinna verkefnum þá mun eitthvað fara úrskeiðis til lengri tíma litið,“ segir Snorri. Hægt er að hluta á viðtalið í heild sinni að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira