Starship nú í forgangi hjá SpaceX Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2020 13:35 Starship er ætlað að flytja fólk til tungslins, mars og sömuleiðis til farþegaflutninga á jörðinni. SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. Því geimfari er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sendi nýverið tölvupóst á starfsmenn fyrirtækisins og þar sem hann sagði að Starship væri nú í forgangi, fyrir utan þá vinnu sem kemur að því að koma geimförunum tveimur aftur til jarðarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að verja tíma í Texas, þar sem verið er að byggja frumgerðir Starship, og jafnvel til að flytja þangað. Á laugardaginn var Crew Dragon geimfari sem ber nafnið Endaevour var skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Flórída. Um borð voru geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken og eru þeir nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Auk þess að vera í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim var þetta í fyrsta sinn sem mönnum er skotið á loft frá Bandaríkjunum frá árinu 2011 þegar geimskutlurnar voru teknar úr notkun. SpaceX hefur ekki gengið jafn vel með þróun Starship og hafa minnst fjórar frumgerðir sprungið í loft upp. Sú síðasta, sem sprakk þann 29. maí, var komin mun lengra í þróunarferlinu en fyrri frumgerðir. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Til marks um það er burðargeta Ariane 5 eldflauganna sem Airbus þróaði fyrir Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, rúm tuttugu tonn. Það á þó bara við þegar verið er að skjóta farmi á lága sporbraut. Til að koma farmi til tunglsins eða mars þarf mun meiri burðargetu. Forsvarsmenn SpaceX vilja einnig nota Starship til að ferja fólk og birgðir um jörðina. Til að mynda tæki mun minni tíma að fara frá Keflavík til Ástralíu með geimferju en með flugvél. I stuttu máli sagt, þá vill Elon Musk, gera eldflaug að flugvél. Að það eina sem þurfi að gera á milli fluga sé að dæla eldsneyti á eldflaugarnar. Þessar „flugvélar“ eiga þó einnig að geta flutt fólk út í sólkerfið. Starfsmenn SpaceX munu væntanlega hafa mikið að gera næstu árin við þróun Starship og þá sérstaklega með tilliti til þess að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur valið Starship sem eitt af þremur lendingarförum sem verið er að skoða varðandi það að koma mönnum aftur til tunglsins árið 2024. Lagt er upp með að nota eitt af þremur förum til að ferja geimfara frá geimstöð sem byggja á á braut um tunglið, sem heita á Lunar Gateway, til yfirborðs tunglsins. Geimurinn Tækni SpaceX Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. Því geimfari er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sendi nýverið tölvupóst á starfsmenn fyrirtækisins og þar sem hann sagði að Starship væri nú í forgangi, fyrir utan þá vinnu sem kemur að því að koma geimförunum tveimur aftur til jarðarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að verja tíma í Texas, þar sem verið er að byggja frumgerðir Starship, og jafnvel til að flytja þangað. Á laugardaginn var Crew Dragon geimfari sem ber nafnið Endaevour var skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Flórída. Um borð voru geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken og eru þeir nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Auk þess að vera í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim var þetta í fyrsta sinn sem mönnum er skotið á loft frá Bandaríkjunum frá árinu 2011 þegar geimskutlurnar voru teknar úr notkun. SpaceX hefur ekki gengið jafn vel með þróun Starship og hafa minnst fjórar frumgerðir sprungið í loft upp. Sú síðasta, sem sprakk þann 29. maí, var komin mun lengra í þróunarferlinu en fyrri frumgerðir. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Til marks um það er burðargeta Ariane 5 eldflauganna sem Airbus þróaði fyrir Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, rúm tuttugu tonn. Það á þó bara við þegar verið er að skjóta farmi á lága sporbraut. Til að koma farmi til tunglsins eða mars þarf mun meiri burðargetu. Forsvarsmenn SpaceX vilja einnig nota Starship til að ferja fólk og birgðir um jörðina. Til að mynda tæki mun minni tíma að fara frá Keflavík til Ástralíu með geimferju en með flugvél. I stuttu máli sagt, þá vill Elon Musk, gera eldflaug að flugvél. Að það eina sem þurfi að gera á milli fluga sé að dæla eldsneyti á eldflaugarnar. Þessar „flugvélar“ eiga þó einnig að geta flutt fólk út í sólkerfið. Starfsmenn SpaceX munu væntanlega hafa mikið að gera næstu árin við þróun Starship og þá sérstaklega með tilliti til þess að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur valið Starship sem eitt af þremur lendingarförum sem verið er að skoða varðandi það að koma mönnum aftur til tunglsins árið 2024. Lagt er upp með að nota eitt af þremur förum til að ferja geimfara frá geimstöð sem byggja á á braut um tunglið, sem heita á Lunar Gateway, til yfirborðs tunglsins.
Geimurinn Tækni SpaceX Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira