Space Force er stjarnfræðilega tilgangslaus þáttaröð Heiðar Sumarliðason skrifar 13. júní 2020 15:18 Steve Carell leikur aðalhlutverkið í Space Force. Þegar Donald Trump byrjaði að tala um hugtakið space force, einhverskonar herdeild sem sinnir hernaðarlegum málefnum tengdum geimnum, taldi höfundurinn og framleiðandinn Greg Daniels, forsetann hafa fært sér snilldarhugmynd að sjónvarpsþáttaröð. Hann hringdi undir eins í gamla samstarfsfélaga sinn úr bandarísku The Office þáttaröðinni, Steve Carell, og bar hugmyndina undir hann. Carell segist hafa samþykkt þátttöku á staðnum, þó hann hafi í raun ekkert vitað meira um seríuna en að hún héti Space Force og gerðist í geimhernaðarráðuneyti. Daniels vissi reyndar sjálfur ekkert frekar um söguþráð eða persónur þáttarins þegar hann bar hugmyndina undir hann. Svona snillingar hljóta nú að geta kokkað upp eitthvað meistaraverk, er það ekki? Ég meina, Steve Carell er einn fremsti gamanleikari samtímans og Greg Daniels er maðurinn á bak við gamanþættina vinsælu, Parks and Recreation og King of the Hill, sem og bandarísku útgáfuna af The Office. Þetta gat ekki klikkað. Eða hvað? Bragðið búðinginn Þegar Carell og Daniels voru í blóma. Nöfn þeirra kumpána eru notuð til að selja áhorfendum þættina, en við nánari skoðun er aðkoma þeirra að skrifunum ekki mikil. T.a.m. skrifar Greg Daniels ekki einn einasta þátt, svo er aðkoma Steve Carell einungis sem leiklegs eðlis. Það getur hver sem er fengið grunnhugmynd að sjónvarpsþáttaröð, en þá er 99% af vinnunni eftir. Fólkið á bak við raunveruleg skrif þáttanna er hópur algjörlega óreyndra ungra höfunda, sem virðast ekki hafa hundsvit á því sem þau eru að gera. Þetta eru að sjálfsögðu stór orð sem ég rita hér, en eins og þau segja í upprunalandi Space Force, þá er sönnunin í búðingnum, þ.e.a.s. þættinum á skjánum. Það er því auðvelt að smakka. Hvorki grunnur né þak Space Force-húsið? Eitt af grundvallaratriðum dramatúrgíu er að áhorfandinn skilji hvers vegna gjarðir persónanna eru mikilvægar, hér eru þær hins vegar byggðar á of veikum grunni. Auðvitað skiljum við hvers vegna persónurnar gera það sem þær gera, en vandinn er að okkur er alveg sama um hvort þær nái fram ásetningi sínum, því skapast engin samhygð. Og fyrst ég var að tala um veikan grunn, þá má líkja þessu við að byggja hús og grafa ekki grunn. Þetta slyppi e.t.v. ef skrifin væru fyndin, sem þau eru ekki. Jú, jú, það koma alveg öðru hvoru augnablik sem hægt er að brosa að, en þau eru fá og of langt á milli þeirra. Og fyrst ég er kominn út í þessar metafórur um byggingar, má jafnvel segja að höfundarnir hafi með þessum slappa húmor ekki heldur vandað þakið á Space Force-byggingunni, það a.m.k. míglekur. Hverjum er ekki nákvæmlega sama?! Ég veit ekki hversu oft ég velti fyrir mér hvers vegna ég væri að horfa á þetta. Oft langaði mig til að æpa: „Hverjum er ekki nákvæmlega sama,“ þegar reynt var að selja mér að atvikin á skjánum væru mikilvæg og að ég ætti að láta mig þau varða. Ég sleppti reyndar ópunum, en það var bara til að angra ekki þá sem horfðu á þáttinn með mér. Frekar sat ég og þagði, og leyfði reiðinni að ólga. Já, ég nota orðið reiði. Ég var raunverulega reiður þegar ég horfði á þessa þætti. Ég hef sjaldan upplifað tíma mínum jafn gróflega sóað og við áhorfið á Space Force. Vörusvik Bíddu, er þetta svo Toshiba!? Sennilega var ég svona reiður vegna þátttöku Carells og Daniels í þáttunum. Aðkoma þeirra ætti að vera loforð um ákveðin gæði, en þar sem hún er mun minni en gefið er í skyn, eru vörusvik eina orðið sem kemur upp í huga mér. Þegar þú ferð í raftækjaverslun og kaupir ódýrasta sjónvarpstækið býstu allt eins við því að það gæti bilað fyrr en síðar. Þú tekur það ekki svo nærri þér ef það gerist og hugsar sennilega: „Mér var nær að kaupa ódýrasta tækið.“ Space Force er hins vegar eins og Toshiba-sjónvarp sem búið er að líma Sony-límmiða á, og svo selt á Sony verði. Þegar það bilar eftir sex mánuði og þú skilur hvorki upp né niður í þessu, kroppar í merkið og Sony-nafnið dettur af og Toshiba nafnið birtist, þá er eðlilegt að blóðþrýstingurinn hækki og þú sjáir bókstaflega rautt. Óskýr og bitlaus Þetta líkingamál mitt varðandi sjónvörp flytur mig að næstu aðfinnslu minni, sem snýr að myndlíkingum. Þegar þú gerir þátt sem tengir svo áþreifanlega við málefni líðandi stundar, er eðlilegt að áhorfandinn bíði eftir einhverskonar sögn eða myndlíkingu, sem segi eitthvað um heiminn sem við búum í. Ef Space Force býr yfir einhverju slíku er það svo torrætt að undirritaðan skortir a.m.k. heilasellur til að lesa í þetta háþróaða leyniletur. Útkoman er því miður óskýr og bitlaus þáttaröð, án sagnar, ádeilu, erindis, eða tilgangs. Niðurstaða: Tvær stjörnur. Vörusvik frá Netflix, sem hvorki skemmta né gefa áhorfandanum efni til umhugsunar. Hér er hægt að hlýða á samtal Heiðars Sumarliðasonar við Tómas Valgeirsson og Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur um Space Force, í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Hann er nú hægt að nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Stjörnubíó Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þegar Donald Trump byrjaði að tala um hugtakið space force, einhverskonar herdeild sem sinnir hernaðarlegum málefnum tengdum geimnum, taldi höfundurinn og framleiðandinn Greg Daniels, forsetann hafa fært sér snilldarhugmynd að sjónvarpsþáttaröð. Hann hringdi undir eins í gamla samstarfsfélaga sinn úr bandarísku The Office þáttaröðinni, Steve Carell, og bar hugmyndina undir hann. Carell segist hafa samþykkt þátttöku á staðnum, þó hann hafi í raun ekkert vitað meira um seríuna en að hún héti Space Force og gerðist í geimhernaðarráðuneyti. Daniels vissi reyndar sjálfur ekkert frekar um söguþráð eða persónur þáttarins þegar hann bar hugmyndina undir hann. Svona snillingar hljóta nú að geta kokkað upp eitthvað meistaraverk, er það ekki? Ég meina, Steve Carell er einn fremsti gamanleikari samtímans og Greg Daniels er maðurinn á bak við gamanþættina vinsælu, Parks and Recreation og King of the Hill, sem og bandarísku útgáfuna af The Office. Þetta gat ekki klikkað. Eða hvað? Bragðið búðinginn Þegar Carell og Daniels voru í blóma. Nöfn þeirra kumpána eru notuð til að selja áhorfendum þættina, en við nánari skoðun er aðkoma þeirra að skrifunum ekki mikil. T.a.m. skrifar Greg Daniels ekki einn einasta þátt, svo er aðkoma Steve Carell einungis sem leiklegs eðlis. Það getur hver sem er fengið grunnhugmynd að sjónvarpsþáttaröð, en þá er 99% af vinnunni eftir. Fólkið á bak við raunveruleg skrif þáttanna er hópur algjörlega óreyndra ungra höfunda, sem virðast ekki hafa hundsvit á því sem þau eru að gera. Þetta eru að sjálfsögðu stór orð sem ég rita hér, en eins og þau segja í upprunalandi Space Force, þá er sönnunin í búðingnum, þ.e.a.s. þættinum á skjánum. Það er því auðvelt að smakka. Hvorki grunnur né þak Space Force-húsið? Eitt af grundvallaratriðum dramatúrgíu er að áhorfandinn skilji hvers vegna gjarðir persónanna eru mikilvægar, hér eru þær hins vegar byggðar á of veikum grunni. Auðvitað skiljum við hvers vegna persónurnar gera það sem þær gera, en vandinn er að okkur er alveg sama um hvort þær nái fram ásetningi sínum, því skapast engin samhygð. Og fyrst ég var að tala um veikan grunn, þá má líkja þessu við að byggja hús og grafa ekki grunn. Þetta slyppi e.t.v. ef skrifin væru fyndin, sem þau eru ekki. Jú, jú, það koma alveg öðru hvoru augnablik sem hægt er að brosa að, en þau eru fá og of langt á milli þeirra. Og fyrst ég er kominn út í þessar metafórur um byggingar, má jafnvel segja að höfundarnir hafi með þessum slappa húmor ekki heldur vandað þakið á Space Force-byggingunni, það a.m.k. míglekur. Hverjum er ekki nákvæmlega sama?! Ég veit ekki hversu oft ég velti fyrir mér hvers vegna ég væri að horfa á þetta. Oft langaði mig til að æpa: „Hverjum er ekki nákvæmlega sama,“ þegar reynt var að selja mér að atvikin á skjánum væru mikilvæg og að ég ætti að láta mig þau varða. Ég sleppti reyndar ópunum, en það var bara til að angra ekki þá sem horfðu á þáttinn með mér. Frekar sat ég og þagði, og leyfði reiðinni að ólga. Já, ég nota orðið reiði. Ég var raunverulega reiður þegar ég horfði á þessa þætti. Ég hef sjaldan upplifað tíma mínum jafn gróflega sóað og við áhorfið á Space Force. Vörusvik Bíddu, er þetta svo Toshiba!? Sennilega var ég svona reiður vegna þátttöku Carells og Daniels í þáttunum. Aðkoma þeirra ætti að vera loforð um ákveðin gæði, en þar sem hún er mun minni en gefið er í skyn, eru vörusvik eina orðið sem kemur upp í huga mér. Þegar þú ferð í raftækjaverslun og kaupir ódýrasta sjónvarpstækið býstu allt eins við því að það gæti bilað fyrr en síðar. Þú tekur það ekki svo nærri þér ef það gerist og hugsar sennilega: „Mér var nær að kaupa ódýrasta tækið.“ Space Force er hins vegar eins og Toshiba-sjónvarp sem búið er að líma Sony-límmiða á, og svo selt á Sony verði. Þegar það bilar eftir sex mánuði og þú skilur hvorki upp né niður í þessu, kroppar í merkið og Sony-nafnið dettur af og Toshiba nafnið birtist, þá er eðlilegt að blóðþrýstingurinn hækki og þú sjáir bókstaflega rautt. Óskýr og bitlaus Þetta líkingamál mitt varðandi sjónvörp flytur mig að næstu aðfinnslu minni, sem snýr að myndlíkingum. Þegar þú gerir þátt sem tengir svo áþreifanlega við málefni líðandi stundar, er eðlilegt að áhorfandinn bíði eftir einhverskonar sögn eða myndlíkingu, sem segi eitthvað um heiminn sem við búum í. Ef Space Force býr yfir einhverju slíku er það svo torrætt að undirritaðan skortir a.m.k. heilasellur til að lesa í þetta háþróaða leyniletur. Útkoman er því miður óskýr og bitlaus þáttaröð, án sagnar, ádeilu, erindis, eða tilgangs. Niðurstaða: Tvær stjörnur. Vörusvik frá Netflix, sem hvorki skemmta né gefa áhorfandanum efni til umhugsunar. Hér er hægt að hlýða á samtal Heiðars Sumarliðasonar við Tómas Valgeirsson og Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur um Space Force, í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Hann er nú hægt að nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Stjörnubíó Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira