Helmingur stúdenta óttast að geta ekki mætt útgjöldum sínum Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 15:25 Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Vísir/vilhelm Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. LÍS telur stöðuna lítið hafa skánað frá því að svipaðar kannanir voru gerðar í apríl. Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Niðurstaðan var sú að atvinnuleysi stúdenta væri enn um 40 prósent en í fyrrasumar voru 80 prósent svarenda í fullu starfi eða hlutastarfi. Aðeins 3,5 prósent voru þá atvinnulaus í virkri atvinnuleit. Þau segja stöðuna grafalvarlega en háskólanemar eru um átján þúsund talsins. Séu niðurstöðurnar heimfærðar á heildarfjöldann eru sjö þúsund stúdentar atvinnulausir samanborið við sex hundruð síðasta sumar. Þá sögðust 54,6 prósent ekki geta mætt útgjöldum sínum eða að þau myndu eiga erfitt með það. Í tilkynningu frá LÍS segja samtökin störf hjá hinu opinbera hjálpa mörgum stúdentum en aðeins hafi 1.500 störf verið auglýst. Það muni ekki grípa alla þá sem eru í atvinnuleit og stúdentar geti ekki beðið mikið lengur. „Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.“ Skrásetningargjöld íþyngjandi Þá segja þau úrræði vera nauðsynleg, einnig fyrir þá sem fá störf hjá hinu opinbera. Ráðningartímabilið sé aðeins tveir mánuðir og því einn mánuður sem stúdentar verða án tekna yfir sumartímann. Það vegi þungt í ljósi þess að 45,6 stúdenta telja 75 þúsund króna skrásetningargjöld opinberra háskóla vera íþyngjandi, og þau séu það enn frekar í einkareknum skólum. Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS. Háskóli Íslands ákvað að bjóða upp á sumarnám í sumar en samkvæmt tölfræði LÍS ætla 63 prósent ekki að nýta sér þann kost. Jafnframt myndu tólf prósent íhuga að taka námslán yfir sumartímann og af þeim aðeins sjö prósent ef þau yrðu áfram atvinnulaus. „LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.“ Landssamtök íslenskra stúdenta kallar eftir því að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta. Það sé nauðsynlegt í núverandi efnahagsástandi og sé jafnframt afstaða margra, en um 2.600 skrifuðu undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til bóta. „Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.“ Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19 „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. LÍS telur stöðuna lítið hafa skánað frá því að svipaðar kannanir voru gerðar í apríl. Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Niðurstaðan var sú að atvinnuleysi stúdenta væri enn um 40 prósent en í fyrrasumar voru 80 prósent svarenda í fullu starfi eða hlutastarfi. Aðeins 3,5 prósent voru þá atvinnulaus í virkri atvinnuleit. Þau segja stöðuna grafalvarlega en háskólanemar eru um átján þúsund talsins. Séu niðurstöðurnar heimfærðar á heildarfjöldann eru sjö þúsund stúdentar atvinnulausir samanborið við sex hundruð síðasta sumar. Þá sögðust 54,6 prósent ekki geta mætt útgjöldum sínum eða að þau myndu eiga erfitt með það. Í tilkynningu frá LÍS segja samtökin störf hjá hinu opinbera hjálpa mörgum stúdentum en aðeins hafi 1.500 störf verið auglýst. Það muni ekki grípa alla þá sem eru í atvinnuleit og stúdentar geti ekki beðið mikið lengur. „Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.“ Skrásetningargjöld íþyngjandi Þá segja þau úrræði vera nauðsynleg, einnig fyrir þá sem fá störf hjá hinu opinbera. Ráðningartímabilið sé aðeins tveir mánuðir og því einn mánuður sem stúdentar verða án tekna yfir sumartímann. Það vegi þungt í ljósi þess að 45,6 stúdenta telja 75 þúsund króna skrásetningargjöld opinberra háskóla vera íþyngjandi, og þau séu það enn frekar í einkareknum skólum. Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS. Háskóli Íslands ákvað að bjóða upp á sumarnám í sumar en samkvæmt tölfræði LÍS ætla 63 prósent ekki að nýta sér þann kost. Jafnframt myndu tólf prósent íhuga að taka námslán yfir sumartímann og af þeim aðeins sjö prósent ef þau yrðu áfram atvinnulaus. „LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.“ Landssamtök íslenskra stúdenta kallar eftir því að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta. Það sé nauðsynlegt í núverandi efnahagsástandi og sé jafnframt afstaða margra, en um 2.600 skrifuðu undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til bóta. „Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.“
Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19 „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19
„Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45