Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2020 09:01 Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna verðlagningar símans vorið 2019. Vísir/Samsett Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. Samkeppniseftirlitið taldi að með því að bjóða Heimilispakkann (með margvíslegri fjarskiptaþjónustu) og Símann Sport/Enska boltann (línulegt áskriftarsjónvarp) með miklum verðmun og ólíkum viðskiptakjörum, eftir því hvort umrædd þjónusta og þá sérstaklega Enski boltinn var seld saman eða sitt í hvoru lagi, hafi Síminn brotið gegn áðurnefndri 3. gr. sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 15. apríl 2015.“ Síminn bauð þannig Enska boltann á mun betri kjörum fyrir þá sem þegar voru í viðskiptum við fyrirtækið. Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vorið 2019. Í kvörtuninni var því haldið fram að verðlagning, kynning og skilmálar á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans, einkum enska boltanum, hafi falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur. Í tilkynningu frá Vodafone, sem send var út í morgun, kemur fram að nú verði Enski boltinn einnig á 1000 krónur fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Eins hefur verið óskað eftir því að Síminn breyti verðlagningu sinni þannig að hægt verði að bjóða neytendum Enska boltann á 1000 krónur á mánuði á næsta keppnistímabili. „Það skal tekið fram að verð Símans á þjónustunni sem hluti af eigin vöruframboði er mun lægra en núgildandi heildsöluverð til Vodafone. Hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að þetta leggi stein í götu keppinauta Símans. Af þeim sökum hefur Vodafone óskað eftir því að Síminn breyti heildsöluverðlagningu sinni þannig að unnt verði að bjóða neytendum Enska boltann á kr. 1000 á mánuði einnig á næsta keppnistímabili án þess að umtalsvert tap hljótist af,“ segir í tilkynningunni. Vert er að taka fram að bæði Vodafone og Vísir eru í eigu sama fyrirtækis, Sýnar hf. Samkeppnismál Fjarskipti Fjölmiðlar Enski boltinn Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. Samkeppniseftirlitið taldi að með því að bjóða Heimilispakkann (með margvíslegri fjarskiptaþjónustu) og Símann Sport/Enska boltann (línulegt áskriftarsjónvarp) með miklum verðmun og ólíkum viðskiptakjörum, eftir því hvort umrædd þjónusta og þá sérstaklega Enski boltinn var seld saman eða sitt í hvoru lagi, hafi Síminn brotið gegn áðurnefndri 3. gr. sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 15. apríl 2015.“ Síminn bauð þannig Enska boltann á mun betri kjörum fyrir þá sem þegar voru í viðskiptum við fyrirtækið. Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vorið 2019. Í kvörtuninni var því haldið fram að verðlagning, kynning og skilmálar á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans, einkum enska boltanum, hafi falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur. Í tilkynningu frá Vodafone, sem send var út í morgun, kemur fram að nú verði Enski boltinn einnig á 1000 krónur fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Eins hefur verið óskað eftir því að Síminn breyti verðlagningu sinni þannig að hægt verði að bjóða neytendum Enska boltann á 1000 krónur á mánuði á næsta keppnistímabili. „Það skal tekið fram að verð Símans á þjónustunni sem hluti af eigin vöruframboði er mun lægra en núgildandi heildsöluverð til Vodafone. Hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að þetta leggi stein í götu keppinauta Símans. Af þeim sökum hefur Vodafone óskað eftir því að Síminn breyti heildsöluverðlagningu sinni þannig að unnt verði að bjóða neytendum Enska boltann á kr. 1000 á mánuði einnig á næsta keppnistímabili án þess að umtalsvert tap hljótist af,“ segir í tilkynningunni. Vert er að taka fram að bæði Vodafone og Vísir eru í eigu sama fyrirtækis, Sýnar hf.
Samkeppnismál Fjarskipti Fjölmiðlar Enski boltinn Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15