Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2020 12:00 Andrés Bretaprins segist vilja ræða við saksóknara en saksóknarar segja hann ítrekað hafa neitað viðtali. AP/Sakchai Lalit Andrés Bretaprins hefur minnst þrisvar sinnum boðist til að aðstoða saksóknara við rannsókn þeirra á umfangsmiklum kynferðisbrotum Jeffrey Epstein. Þetta segja lögmenn prinsins og segja þeir að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sé að leita athygli og hafi ekki þáð þau boð Andrésar. Saksóknarar vestanhafs segja þó það fjarri sannleikanum að Andrés hafi verið samvinnuþýður. Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum lögðu nýverið fram formlega beiðni til yfirvalda Bretlands um að fá að ræða við Andrés vegna rannsóknar þeirra. Andrés prins var á meðal vina Epstein en prinsinn hefur verið sakaður um kynferðisbrot í tengslum við mál Epstein, sem lést í varðhaldi í New York 10. ágúst síðastliðinn. Andrés hefur hafnað öllum ásökunum gegn sér en hefur dregið sig úr sviðsljósinu og frá störfum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar vegna málsins. Þó hann hafi sjálfur verið sakaður um brot segja embættismenn að Andrés sé eingöngu vitni og komi ekki að rannsókninni með öðrum hætti. Rannsakendur hafa reynt að ræða við hann í marga mánuði. Sjá einnig: Lögðu fram opinbera beiðni um að ræða við Andrés vegna Epstein Í kjölfar þess að beiðnin var opinberuð sendu lögmenn prinsins frá sér yfirlýsingu um vilja hans til að aðstoða. Hann hefði minnst þrisvar sinnum boðist til að ræða við saksóknara á þessu ári. „Því miður brást ráðuneytið við fyrstu tveimur boðunum með því að brjóta gegn eigin trúnaðarreglum og halda því fram að hertoginn hafi neitað að aðstoða,“ stóð í yfirlýsingunni. Þar stóð einnig að mögulega sæktust umræddir saksóknarar eftir umfjöllun frekar en að vilja í raun ræða við Andrés. Geoffrey S. Berman, saksóknari í New York, svaraði um hæl og með eigin yfirlýsingu. „Í dag, reyndi Andrés Bretaprins enn einu sinni að draga upp falska mynd af sér sem viljugum til að aðstoða við yfirstandandi rannsókn á kynferðisbrotum og tengdum glæpum,“ sagði Berman. Hann sagði Andrés hafa ítrekað neitað viðtali og þar að auki hafi sömu lögmenn og séu nú að halda því fram að Andrés hafi ávallt verið samvinnufús, fyrir um fjórum mánuðum lýst því yfir að prinsinn myndi aldrei mæta í viðtal. Berman sagði að ef prinsinum væri í raun alvara væru dyr hans alltaf opnar. Lögmenn Andrésar neituðu að tjá sig frekar við BBC en á vef miðilsins er haft eftir heimildarmanni úr búðum prinsins að þetta sé í þriðja sinn sem Berman brjóti eigin trúnaðarreglur og það geri lögmönnum Andrésar erfitt með að sjá fyrir sér að saksóknarar í Bandaríkjunum muni standa við þeirra eigin orð. Bretland Bandaríkin Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Andrés Bretaprins hefur minnst þrisvar sinnum boðist til að aðstoða saksóknara við rannsókn þeirra á umfangsmiklum kynferðisbrotum Jeffrey Epstein. Þetta segja lögmenn prinsins og segja þeir að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sé að leita athygli og hafi ekki þáð þau boð Andrésar. Saksóknarar vestanhafs segja þó það fjarri sannleikanum að Andrés hafi verið samvinnuþýður. Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum lögðu nýverið fram formlega beiðni til yfirvalda Bretlands um að fá að ræða við Andrés vegna rannsóknar þeirra. Andrés prins var á meðal vina Epstein en prinsinn hefur verið sakaður um kynferðisbrot í tengslum við mál Epstein, sem lést í varðhaldi í New York 10. ágúst síðastliðinn. Andrés hefur hafnað öllum ásökunum gegn sér en hefur dregið sig úr sviðsljósinu og frá störfum sínum innan bresku konungsfjölskyldunnar vegna málsins. Þó hann hafi sjálfur verið sakaður um brot segja embættismenn að Andrés sé eingöngu vitni og komi ekki að rannsókninni með öðrum hætti. Rannsakendur hafa reynt að ræða við hann í marga mánuði. Sjá einnig: Lögðu fram opinbera beiðni um að ræða við Andrés vegna Epstein Í kjölfar þess að beiðnin var opinberuð sendu lögmenn prinsins frá sér yfirlýsingu um vilja hans til að aðstoða. Hann hefði minnst þrisvar sinnum boðist til að ræða við saksóknara á þessu ári. „Því miður brást ráðuneytið við fyrstu tveimur boðunum með því að brjóta gegn eigin trúnaðarreglum og halda því fram að hertoginn hafi neitað að aðstoða,“ stóð í yfirlýsingunni. Þar stóð einnig að mögulega sæktust umræddir saksóknarar eftir umfjöllun frekar en að vilja í raun ræða við Andrés. Geoffrey S. Berman, saksóknari í New York, svaraði um hæl og með eigin yfirlýsingu. „Í dag, reyndi Andrés Bretaprins enn einu sinni að draga upp falska mynd af sér sem viljugum til að aðstoða við yfirstandandi rannsókn á kynferðisbrotum og tengdum glæpum,“ sagði Berman. Hann sagði Andrés hafa ítrekað neitað viðtali og þar að auki hafi sömu lögmenn og séu nú að halda því fram að Andrés hafi ávallt verið samvinnufús, fyrir um fjórum mánuðum lýst því yfir að prinsinn myndi aldrei mæta í viðtal. Berman sagði að ef prinsinum væri í raun alvara væru dyr hans alltaf opnar. Lögmenn Andrésar neituðu að tjá sig frekar við BBC en á vef miðilsins er haft eftir heimildarmanni úr búðum prinsins að þetta sé í þriðja sinn sem Berman brjóti eigin trúnaðarreglur og það geri lögmönnum Andrésar erfitt með að sjá fyrir sér að saksóknarar í Bandaríkjunum muni standa við þeirra eigin orð.
Bretland Bandaríkin Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06
Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Prinsinn og Epstein voru vinir. 27. janúar 2020 21:15
Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30