Það er ekkert sjálfgefið, Kristinn H. Svanur Guðmundsson skrifar 9. júní 2020 17:00 Kristni H. Gunnarssyni liggur mikið á að koma hugtakinu gjafakvóti á framfæri. Um leið leggur hann í óvissuferðir í umræðunni og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta sést ágætlega í nýlegri grein hans sem birtist á Vísi 5. júní síðastliðinn. Gallinn við vangaveltur Kristins er sá að hann gefur sér rangar forsendur. Kristinn segir í upphafi greinar sinnar að „[ú]tgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip.“ Staðreyndin er sú að þeir sem höfðu stundað veiðar fengu veiðireynslu sína metna til áframhaldandi veiða með þeim skerðingum sem kvótinn hafði í för með sér. Fjárfesting var gríðarleg á þeim tíma og verðbólga illviðráðanleg. Fyrirtæki í sjávarútvegi réðu ekkert við skuldirnar sem hækkuðu stöðugt vegna gengisbreytinga og verðtryggingar. Eitt sinn var haft á orði að þegar einn togarinn kom nýr til heimahafnar þá skuldaði hann svo mikið að það hefðist ekki undan að landa upp úr honum til að geta greitt niður skuldirnar! Þessa sögu þekkir Kristinn mætavel en skautar yfir hana með rangfærslum og talnaleik. Þá veit ég ekki hvað honum gengur til með útúrsnúningum sínum þegar kemur að aflaheimildum Samherja. Það vita allir sem þekkja til í sjávarútvegi að Samherji, eins og nær öll önnur sjávarútvegsfyrirtæki, hefur keypt megnið af þeim kvóta sem hann hefur yfir að ráða. Höfum í huga að í upphafi var kvótanum að stærstum hluta úthlutað á bæjarútgerðir og ríkisfyrirtæki. Upphafskvótinn var að auki skorinn allverulega niður. Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara. Þá voru þrjár leiðir í boði. Ein var að láta ríkið hafa allan kvótann og leigja til útgerðar, önnur var að deila kvótanum á alla Íslendinga og sú þriðja að láta þá fá kvótann sem höfðu verið að veiða fyrir daga kvótakerfisins. Menn sáu að ef ríkið tæki kvótann myndu fjármunir sem þar yrðu til fara út greininni og hún sæti eftir án getu til fjárfestinga og nýsköpunar. Ef almenningur fengi kvótann þá hefði það sama gerst og að samneyslan aukist. Aftur á móti ef útgerðin fengi kvótann þá myndi það leiða til þess að fjármunir sem mynduðust myndu fara til uppbyggingar innan greinarinnar. Það var gert og það hefur verið reyndin. Nýsköpun og hagræðing hefur verið í gangi innan greinarinnar eftir að frjálsa framsalið hófst. Sjávarútvegurinn en núna rekinn með hagnaði og stofnarnir eru sjálfbærir. Kvótakerfið var sett á til að vernda þorskstofninn og aðra stofna í kjölfarið svo sóknin færðist ekki um of á þá. Rekstrarumhverfið og þau viðskipti sem útgerðin stundar gerir það verkum að fjármunir færast til innan greinarinnar og verð myndast á aflaheimildum og skipum. Af þeim viðskiptum fær ríkið sína skatta eins og lög gera ráð fyrir og allt samfélagið hagnast. Áður fyrr voru sjóðir og millifærslur meginviðfangsefni ríkisins í sjávarútvegi. Nú er hausverkurinn hvað á að gera við þá fjármuni sem sjávarútvegurinn útvegar. Þetta átt þú að vita Kristinn eftir veru þína í þrem stjórnmálaflokkum, sem þingmaður og sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kristni H. Gunnarssyni liggur mikið á að koma hugtakinu gjafakvóti á framfæri. Um leið leggur hann í óvissuferðir í umræðunni og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta sést ágætlega í nýlegri grein hans sem birtist á Vísi 5. júní síðastliðinn. Gallinn við vangaveltur Kristins er sá að hann gefur sér rangar forsendur. Kristinn segir í upphafi greinar sinnar að „[ú]tgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip.“ Staðreyndin er sú að þeir sem höfðu stundað veiðar fengu veiðireynslu sína metna til áframhaldandi veiða með þeim skerðingum sem kvótinn hafði í för með sér. Fjárfesting var gríðarleg á þeim tíma og verðbólga illviðráðanleg. Fyrirtæki í sjávarútvegi réðu ekkert við skuldirnar sem hækkuðu stöðugt vegna gengisbreytinga og verðtryggingar. Eitt sinn var haft á orði að þegar einn togarinn kom nýr til heimahafnar þá skuldaði hann svo mikið að það hefðist ekki undan að landa upp úr honum til að geta greitt niður skuldirnar! Þessa sögu þekkir Kristinn mætavel en skautar yfir hana með rangfærslum og talnaleik. Þá veit ég ekki hvað honum gengur til með útúrsnúningum sínum þegar kemur að aflaheimildum Samherja. Það vita allir sem þekkja til í sjávarútvegi að Samherji, eins og nær öll önnur sjávarútvegsfyrirtæki, hefur keypt megnið af þeim kvóta sem hann hefur yfir að ráða. Höfum í huga að í upphafi var kvótanum að stærstum hluta úthlutað á bæjarútgerðir og ríkisfyrirtæki. Upphafskvótinn var að auki skorinn allverulega niður. Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara. Þá voru þrjár leiðir í boði. Ein var að láta ríkið hafa allan kvótann og leigja til útgerðar, önnur var að deila kvótanum á alla Íslendinga og sú þriðja að láta þá fá kvótann sem höfðu verið að veiða fyrir daga kvótakerfisins. Menn sáu að ef ríkið tæki kvótann myndu fjármunir sem þar yrðu til fara út greininni og hún sæti eftir án getu til fjárfestinga og nýsköpunar. Ef almenningur fengi kvótann þá hefði það sama gerst og að samneyslan aukist. Aftur á móti ef útgerðin fengi kvótann þá myndi það leiða til þess að fjármunir sem mynduðust myndu fara til uppbyggingar innan greinarinnar. Það var gert og það hefur verið reyndin. Nýsköpun og hagræðing hefur verið í gangi innan greinarinnar eftir að frjálsa framsalið hófst. Sjávarútvegurinn en núna rekinn með hagnaði og stofnarnir eru sjálfbærir. Kvótakerfið var sett á til að vernda þorskstofninn og aðra stofna í kjölfarið svo sóknin færðist ekki um of á þá. Rekstrarumhverfið og þau viðskipti sem útgerðin stundar gerir það verkum að fjármunir færast til innan greinarinnar og verð myndast á aflaheimildum og skipum. Af þeim viðskiptum fær ríkið sína skatta eins og lög gera ráð fyrir og allt samfélagið hagnast. Áður fyrr voru sjóðir og millifærslur meginviðfangsefni ríkisins í sjávarútvegi. Nú er hausverkurinn hvað á að gera við þá fjármuni sem sjávarútvegurinn útvegar. Þetta átt þú að vita Kristinn eftir veru þína í þrem stjórnmálaflokkum, sem þingmaður og sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar