Hefur enga trú á því að Víkingur verði Íslandsmeistari: „Verða aldrei í topp fjórum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2020 07:30 Ágúst Eðvald og félagar eru ríkjandi bikarmeistarar. Vísir/Daníel Þór Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Möguleikar Víkings voru ræddir í upphitunarþætti Gumma Ben og spekinga hans á miðvikudagskvöldið er þeir ræddu þrjú síðustu liðin í stafrófsröð deildarinnar; Val, Víking og Stjörnuna. Það var farið yfir hverjir eru farnir og komnir frá síðustu leiktíð og Atli Viðar Björnsson segir að liðið sé slakara en það sem lið endaði tímabilið í fyrra en Guðmundur Andri Tryggvason hefur yfirgefið félagið. „Ef þeir ætla að vera Íslandsmeistarar er þetta langt frá því að verða nóg,“ sagði Atli Viðar er farið var yfir hverju voru komnir og farnir frá Víkings-liðinu frá síðustu leiktíð. „Víkingsliðið í dag er ekki betra en Víkingsliðið sem endaði mótið í fyrra og spilaði seinni hlutann. Það lið tók sextán stig í seinni umferðinni. Það gera 32 stig í heilu móti og það skilar þeim um miðja deild. Ég held að þeir þurfi að gera meira og þeir eru ekki tilbúnir að verða Íslandsmeistarar.“ Tómas Ingi er á sama máli og segir að það þurfi meira til. Hann hefur litla trú á Víkingum og segir að þeim vanti mann sem skori hátt í fimmtán mörk. Hann reiknar ekki með að Óttar Magnús Karlsson geti skorað svo mörg mörk og segir að liðið muni sakna Guðmundar Andra. „Þú sýndir skilti þar sem stóð að hann (Guðmundur Andri) var með sjö, Óttar fimm og Kwame (Quee) fjögur. Þeir þurfa tíu, tólf, fjórtán marka mann. Óttar getur verið tíu marka maður en ég held hann fari ekki upp í fjórtán fimmtán.“ „Þeir þurfa að vera með svoleiðis mann ef þeir ætla að vinna mótið. Ég hef enga trú á því á að þeir vinni þetta mót. Arnar spilar frábæran fótbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur en það er yfirleitt stigin sem telja.“ „Þrátt fyrir að hann spili flottan og skemmtilegan fótbolta, eins og hann vill spila hann, þá er hann ekki alltaf árangursríkur. Þeir eru með mikið af ungum strákum í bland við mikla reynslu. Það er gaman að horfa á Víking spila. Fín blanda en ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta verði ágætt eða lélegt. Þetta verður aldrei topp fjórir en ég giska á fimm til níu.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um titilvonir Víkinga Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Möguleikar Víkings voru ræddir í upphitunarþætti Gumma Ben og spekinga hans á miðvikudagskvöldið er þeir ræddu þrjú síðustu liðin í stafrófsröð deildarinnar; Val, Víking og Stjörnuna. Það var farið yfir hverjir eru farnir og komnir frá síðustu leiktíð og Atli Viðar Björnsson segir að liðið sé slakara en það sem lið endaði tímabilið í fyrra en Guðmundur Andri Tryggvason hefur yfirgefið félagið. „Ef þeir ætla að vera Íslandsmeistarar er þetta langt frá því að verða nóg,“ sagði Atli Viðar er farið var yfir hverju voru komnir og farnir frá Víkings-liðinu frá síðustu leiktíð. „Víkingsliðið í dag er ekki betra en Víkingsliðið sem endaði mótið í fyrra og spilaði seinni hlutann. Það lið tók sextán stig í seinni umferðinni. Það gera 32 stig í heilu móti og það skilar þeim um miðja deild. Ég held að þeir þurfi að gera meira og þeir eru ekki tilbúnir að verða Íslandsmeistarar.“ Tómas Ingi er á sama máli og segir að það þurfi meira til. Hann hefur litla trú á Víkingum og segir að þeim vanti mann sem skori hátt í fimmtán mörk. Hann reiknar ekki með að Óttar Magnús Karlsson geti skorað svo mörg mörk og segir að liðið muni sakna Guðmundar Andra. „Þú sýndir skilti þar sem stóð að hann (Guðmundur Andri) var með sjö, Óttar fimm og Kwame (Quee) fjögur. Þeir þurfa tíu, tólf, fjórtán marka mann. Óttar getur verið tíu marka maður en ég held hann fari ekki upp í fjórtán fimmtán.“ „Þeir þurfa að vera með svoleiðis mann ef þeir ætla að vinna mótið. Ég hef enga trú á því á að þeir vinni þetta mót. Arnar spilar frábæran fótbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur en það er yfirleitt stigin sem telja.“ „Þrátt fyrir að hann spili flottan og skemmtilegan fótbolta, eins og hann vill spila hann, þá er hann ekki alltaf árangursríkur. Þeir eru með mikið af ungum strákum í bland við mikla reynslu. Það er gaman að horfa á Víking spila. Fín blanda en ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta verði ágætt eða lélegt. Þetta verður aldrei topp fjórir en ég giska á fimm til níu.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um titilvonir Víkinga
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira