1 dagur í Pepsi Max: Lennon og Ólafur Karl gætu báðir skorað fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 14:00 Ólafur Karl Finsen fagnar marki með Valsliðinu. Skori hann fyrsta markið í leik Vals og KR annað kvöld þá yrði það mjög sögulegt mark. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní sem er á morgun. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 1 dagur í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda annað kvöld. Sex leikmenn hafa náð því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins oftar en einu sinni frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst og Bretar hertóku Ísland. KR-ingurinn Birgir Guðjónsson og Framarinn Guðmundur Jónsson náði báðir að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum áður en deildarskiptingin var tekin upp árið 1955. Frá þeim tíma hafa síðan aðeins fjórir bæst í hópinn. Fyrsti maðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar eftir deildarskiptingu var Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson sem gerði það bæði 1972 og 1974. Feðgarnir Guðmundur Steinarsson og Steinar Jóhannsson eftir að Guðmundur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu 19. maí 2000.Skjámynd af timarit.is Árið 1972 var Steinar að leika eftir afrek bróður síns Jón Jóhannsson sem hafði skorað fyrsta mark Íslandsmótsins fimm árum fyrr. Svo skemmtilega vill til að 26 árum eftir að Steinar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í annað skiptið þá tókst syni hans að gera það líka. Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 með marki úr vítaspyrnu. Allir skoruðu þeir þrír fyrstu mörk Íslandsmótsins sem leikmenn Keflavíkur. Steingrímur Jóhannesson bættist í hópinn sumarið 2001 og skapaði sér um leið sérstöðu. Hann var þá fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög. Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 1998 sem leikmaður ÍBV og fyrsta mark Íslandsmótsins 2001 sem leikmaður Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði einnig fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög, fyrst 2012 sem leikmaður Selfoss og svo þremur árum síðar sem leikmaður Stjörnunnar. Steven Lennon er síðasti leikmaðurinn sem hefur náð að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum en hann er sá eini sem hefur náð því tvö ár í röð. Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins bæði 2016 og 2017. Steven Lennon skoraði fyrsta mark mótsins 2016 fyrir FH á móti Þrótti og ári síðar skoraði hann fyrsta markið fyrir FH á móti ÍA. Steven Lennon.Vísir Erlendir leikmenn hafa nú skorað fyrsta mark Íslandsmótsins undanfarin fjögur tímabil því árið 2018 skoraði Bandaríkjamaðurinn Dion Acoff fyrsta mark mótsins fyrir Val á móti KR og í fyrra skoraði Daninn Nikolaj Andreas Hansen fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir Víkinga í leik á móti Val. Steven Lennon og Ólafur Karl Finsen eru enn að spila í deildinni og eiga því möguleika á því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja skiptið. Skori Ólafur Karl fyrsta markið fyrir Val þá nær hann því líka fyrir sitt þriðja félag. Ólafur Karl Finsen og félagar í Val spila fyrsta leikinn og er hann því í mun betri stöðu en Lennon sem spilar ekki fyrr en í leik númer þrjú. Það er því ekki líklegt að það verði tvö markalaus jafntefli áður en kemur að leik FH-liðsins á sunnudaginn. Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní sem er á morgun. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 1 dagur í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda annað kvöld. Sex leikmenn hafa náð því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins oftar en einu sinni frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst og Bretar hertóku Ísland. KR-ingurinn Birgir Guðjónsson og Framarinn Guðmundur Jónsson náði báðir að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum áður en deildarskiptingin var tekin upp árið 1955. Frá þeim tíma hafa síðan aðeins fjórir bæst í hópinn. Fyrsti maðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar eftir deildarskiptingu var Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson sem gerði það bæði 1972 og 1974. Feðgarnir Guðmundur Steinarsson og Steinar Jóhannsson eftir að Guðmundur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu 19. maí 2000.Skjámynd af timarit.is Árið 1972 var Steinar að leika eftir afrek bróður síns Jón Jóhannsson sem hafði skorað fyrsta mark Íslandsmótsins fimm árum fyrr. Svo skemmtilega vill til að 26 árum eftir að Steinar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í annað skiptið þá tókst syni hans að gera það líka. Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 með marki úr vítaspyrnu. Allir skoruðu þeir þrír fyrstu mörk Íslandsmótsins sem leikmenn Keflavíkur. Steingrímur Jóhannesson bættist í hópinn sumarið 2001 og skapaði sér um leið sérstöðu. Hann var þá fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög. Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 1998 sem leikmaður ÍBV og fyrsta mark Íslandsmótsins 2001 sem leikmaður Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði einnig fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög, fyrst 2012 sem leikmaður Selfoss og svo þremur árum síðar sem leikmaður Stjörnunnar. Steven Lennon er síðasti leikmaðurinn sem hefur náð að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum en hann er sá eini sem hefur náð því tvö ár í röð. Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins bæði 2016 og 2017. Steven Lennon skoraði fyrsta mark mótsins 2016 fyrir FH á móti Þrótti og ári síðar skoraði hann fyrsta markið fyrir FH á móti ÍA. Steven Lennon.Vísir Erlendir leikmenn hafa nú skorað fyrsta mark Íslandsmótsins undanfarin fjögur tímabil því árið 2018 skoraði Bandaríkjamaðurinn Dion Acoff fyrsta mark mótsins fyrir Val á móti KR og í fyrra skoraði Daninn Nikolaj Andreas Hansen fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir Víkinga í leik á móti Val. Steven Lennon og Ólafur Karl Finsen eru enn að spila í deildinni og eiga því möguleika á því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja skiptið. Skori Ólafur Karl fyrsta markið fyrir Val þá nær hann því líka fyrir sitt þriðja félag. Ólafur Karl Finsen og félagar í Val spila fyrsta leikinn og er hann því í mun betri stöðu en Lennon sem spilar ekki fyrr en í leik númer þrjú. Það er því ekki líklegt að það verði tvö markalaus jafntefli áður en kemur að leik FH-liðsins á sunnudaginn. Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944
Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira