Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2020 20:13 Fækkun AirBnB-íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars komið fram í auknu framboði á nýlegum notuðum húsgögnum. Þá er greinilegt að landsmenn hafa notað kórónuveirufaraldurinn til að taka til heima hjá sér. Hjá Góða hirðinum er mikið úrval húsgagna og segir Ruth að greina megi nýrri húsgögn undanfarnar vikur sem komi frá AirBnB íbúðum sem eru hættar í skammtímaleigu.Stöð 2 Mikið magn húsgagna og annarra heimilismuna fellur til á degi hverjum á Íslandi. Þegar sest er niður með Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, í einu sófasettanna þar er eins og maður sé kominn í heimsókn til frænku sinnar. En hún segir breytingu hafa orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við höfum fundið mikinn mun. Þegar samkomubannið skall á sem harðast var fólk mikið heima við. Fólk í hlutastarfi og slíkt og hafði því mikinn tíma aflögu,“ segir Ruth. Sá tími hafi greinilega verið notaður af mörgum til að taka til í geymslum og bílskúrum því mikið magn hafi borist til Góða hirðisins.“ Þá mikið af húsgögnum? „Mikið af húsgögnum. Smávaran er alltaf stærst hjá okkur en það hefur klárlega orðið auking í húsgögnunum,“ segir Ruth. Fækkun AirBnB íbúða vegna minni eftirspurnar ferðamanna undanfarna mánuði komi fram á sinn hátt hjá Góða hirðinum. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðirsins segir greinilegt að fólk hafi notað tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum.Stöð 2 „Það hefur orðið aukning eins og í rúmum og við erum að sjá nýrri húsgögn koma inn. Þá er ég ekki að tala um gamla muni sem hafa verið að dúkka upp í bílskúrum og geymslum hjá fólki heldur alveg klárlega hluti sem við köllum IKEA-hluti,“ segir Ruth. Og Íslendingar eru sannarlega mikil neysluþjóð því það er ekkert smáræði sem fellur til af notuðum hlutum frá heimilum landsmanna. „Að jafnaði er þetta myndi ég segja átta til níu tonn á dag.“ Það er ansi mikið og er þetta fljótt að fara líka? „Þetta er mjög fljótt að fara. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 324 milljónir en meðalverð er 271 króna. Þannig að það er fjör hérna,“ segir Ruth Einarsdóttir. Sorpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbnb Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Fækkun AirBnB-íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars komið fram í auknu framboði á nýlegum notuðum húsgögnum. Þá er greinilegt að landsmenn hafa notað kórónuveirufaraldurinn til að taka til heima hjá sér. Hjá Góða hirðinum er mikið úrval húsgagna og segir Ruth að greina megi nýrri húsgögn undanfarnar vikur sem komi frá AirBnB íbúðum sem eru hættar í skammtímaleigu.Stöð 2 Mikið magn húsgagna og annarra heimilismuna fellur til á degi hverjum á Íslandi. Þegar sest er niður með Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, í einu sófasettanna þar er eins og maður sé kominn í heimsókn til frænku sinnar. En hún segir breytingu hafa orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við höfum fundið mikinn mun. Þegar samkomubannið skall á sem harðast var fólk mikið heima við. Fólk í hlutastarfi og slíkt og hafði því mikinn tíma aflögu,“ segir Ruth. Sá tími hafi greinilega verið notaður af mörgum til að taka til í geymslum og bílskúrum því mikið magn hafi borist til Góða hirðisins.“ Þá mikið af húsgögnum? „Mikið af húsgögnum. Smávaran er alltaf stærst hjá okkur en það hefur klárlega orðið auking í húsgögnunum,“ segir Ruth. Fækkun AirBnB íbúða vegna minni eftirspurnar ferðamanna undanfarna mánuði komi fram á sinn hátt hjá Góða hirðinum. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðirsins segir greinilegt að fólk hafi notað tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum.Stöð 2 „Það hefur orðið aukning eins og í rúmum og við erum að sjá nýrri húsgögn koma inn. Þá er ég ekki að tala um gamla muni sem hafa verið að dúkka upp í bílskúrum og geymslum hjá fólki heldur alveg klárlega hluti sem við köllum IKEA-hluti,“ segir Ruth. Og Íslendingar eru sannarlega mikil neysluþjóð því það er ekkert smáræði sem fellur til af notuðum hlutum frá heimilum landsmanna. „Að jafnaði er þetta myndi ég segja átta til níu tonn á dag.“ Það er ansi mikið og er þetta fljótt að fara líka? „Þetta er mjög fljótt að fara. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 324 milljónir en meðalverð er 271 króna. Þannig að það er fjör hérna,“ segir Ruth Einarsdóttir.
Sorpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbnb Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira