„Tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan“ Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2020 14:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ræðu við hátíðarhöld á Austurvelli í dag. Vísir/Sigurjón „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi sínu við hátíðardagskrá á Austurvelli í dag. Katrín talaði um atburði vetursins og sagði það erfitt að ímynda sér Austurvöll auðan og yfirgefinn á þjóðhátíðardegi en eingöngu eru örfáar vikur frá því að torg, bæir og samkomustaðir landsins voru auðir dags daglega. „Ef til vill er þetta mikilvægasti 17. júní sem mörg okkar hafa lifað. Á þessum degi hugsum við og tölum um hvað það þýðir að vera Íslendingur. Í dag er sú tilfinning dýpri og sterkari að örlög okkar sem búum hér saman á þessari eyju séu samofin. Einnig að örlög og saga séu ekki aðeins það sem hendir heldur einnig orð okkar og athafnir sem móta sögu og örlög þjóðarinnar,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín ræddi í dag aðgerðir stjórnvalda til að opna landamærin. „Það var mat sérfræðinga að slíkt skref væri ráðlegt að stíga en um leið gerum við okkur fulla grein fyrir þeirri áhættu sem þeirri opnun fylgir. Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér. Við verðum að hafa augun áfram á boltanum. Okkur gekk vel en ef til vill var þetta aðeins fyrri hálfleikur,“ sagði Katrín. Þá voru mótmælin sem hafa sprottið upp víðs vegar um heiminn vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis í maí, Katrínu ofarlega í huga. „Við styttu Jóns Sigurðssonar er líka gott til þess að hugsa að hann var maður sem barðist gegn kúgun í stað þess að vera fulltrúi kúgunarkerfis. Fáir mótmælendur hafa haft ríkari áhrif á sögu íslensks samfélags – þegar hann stóð upp og mótmælti dönsku yfirvaldi á Íslandi. Rétturinn til að mótmæla – rétturinn til að rísa upp gegn kerfisbundnu misrétti og ofbeldi - er mikilvægur,“ sagði Katrín en á sama tíma stóðu fyrir aftan hana á Austurvelli mótmælendur með skilti sem sneru að nýrri stjórnarskrá og að Samherjamálinu. „Mótmæli almennings erlendis gegn gömlum og nýjum kúgunarkerfum ættu að vera okkur innblástur til að skoða okkur sjálf og eigin hug. Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli.“ 17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dauði George Floyd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
„Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi sínu við hátíðardagskrá á Austurvelli í dag. Katrín talaði um atburði vetursins og sagði það erfitt að ímynda sér Austurvöll auðan og yfirgefinn á þjóðhátíðardegi en eingöngu eru örfáar vikur frá því að torg, bæir og samkomustaðir landsins voru auðir dags daglega. „Ef til vill er þetta mikilvægasti 17. júní sem mörg okkar hafa lifað. Á þessum degi hugsum við og tölum um hvað það þýðir að vera Íslendingur. Í dag er sú tilfinning dýpri og sterkari að örlög okkar sem búum hér saman á þessari eyju séu samofin. Einnig að örlög og saga séu ekki aðeins það sem hendir heldur einnig orð okkar og athafnir sem móta sögu og örlög þjóðarinnar,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín ræddi í dag aðgerðir stjórnvalda til að opna landamærin. „Það var mat sérfræðinga að slíkt skref væri ráðlegt að stíga en um leið gerum við okkur fulla grein fyrir þeirri áhættu sem þeirri opnun fylgir. Stjórnvöld munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldurinn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér. Við verðum að hafa augun áfram á boltanum. Okkur gekk vel en ef til vill var þetta aðeins fyrri hálfleikur,“ sagði Katrín. Þá voru mótmælin sem hafa sprottið upp víðs vegar um heiminn vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis í maí, Katrínu ofarlega í huga. „Við styttu Jóns Sigurðssonar er líka gott til þess að hugsa að hann var maður sem barðist gegn kúgun í stað þess að vera fulltrúi kúgunarkerfis. Fáir mótmælendur hafa haft ríkari áhrif á sögu íslensks samfélags – þegar hann stóð upp og mótmælti dönsku yfirvaldi á Íslandi. Rétturinn til að mótmæla – rétturinn til að rísa upp gegn kerfisbundnu misrétti og ofbeldi - er mikilvægur,“ sagði Katrín en á sama tíma stóðu fyrir aftan hana á Austurvelli mótmælendur með skilti sem sneru að nýrri stjórnarskrá og að Samherjamálinu. „Mótmæli almennings erlendis gegn gömlum og nýjum kúgunarkerfum ættu að vera okkur innblástur til að skoða okkur sjálf og eigin hug. Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli.“
17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dauði George Floyd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira