Dánargjafir skipta máli Gréta Ingþórsdóttir skrifar 18. júní 2020 13:00 Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að standa við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. Yfirleitt þarf a.m.k. eitt foreldri að taka sér frí úr vinnu og stuðningur vinnuveitenda og rétturinn til greiðslna úr sjúkrasjóðum er afar mismunandi. Sumir geta orðið fyrir verulegu tekjutapi. SKB greiðir fyrir sálfræðiaðstoð og aðra heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og systkini að 18 ára aldri. Félagið á tvær íbúðir fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna. Fjölskyldur í félaginu hafa forgang um dvöl í þeim en þeim er ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna ef SKB-fjölskyldur þurfa ekki á þeim að halda. Félagið greiðir ferðakostnað fyrir lækna og hjúkrunarfólk í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins til að sækja ráðstefnur, fræðslu- og samráðsfundi erlendis og hefur komið að kostun sambærilegra viðburða sem haldnir eru hér á landi. Á þarsíðasta ári var stærsta einstaka framlag til félagsins dánargjöf sem það fékk ásamt tveimur öðrum líknarfélögum, ríflega 20 mkr. Slíkar gjafir geta því skipt verulegu máli í starfi félags eins og SKB. Þegar félaginu var komið á laggirnar árið 1991 og átti ekki neitt var efnt til stórrar söfnunar í sjónvarpi og um svipað leyti barst félaginu rausnarleg gjöf þegar Sigurbjörg Sighvatsdóttir arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún sat í óskiptu búi sínu og Óskars Th. Þorkelssonar. Óhætt er að segja að þetta tvennt, sjónvarpssöfnunin og hin stóra dánargjöf, hafi lagt grunninn undir félagið. Sá grunnur hefur verið vel ávaxtaður og við hann hefur auðvitað bæst en án hans hefði stuðningur félagsins við börn með krabbamein ekki orðið eins myndarlegur og hann hefur verið. Ekki er í raun svo langt síðan það voru aðeins afar fáir Íslendingar sem náðu að safna eignum og sjóðum umfram fasteign, innbú og bíl. Nú eru margir í góðum efnum á efri árum og jafnvel afkomendur þeirra líka og þeir gætu hugsað sér að styrkja málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Dánargjöf kann þá að vera góður kostur og þess verður að kynna sér gaumgæfilega. Líknarfélög eru undanþegin erfðafjárskatti, þannig að dánargjafir renna óskertar til starfsemi þeirra og koma sér ævinlega vel. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að standa við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. Yfirleitt þarf a.m.k. eitt foreldri að taka sér frí úr vinnu og stuðningur vinnuveitenda og rétturinn til greiðslna úr sjúkrasjóðum er afar mismunandi. Sumir geta orðið fyrir verulegu tekjutapi. SKB greiðir fyrir sálfræðiaðstoð og aðra heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og systkini að 18 ára aldri. Félagið á tvær íbúðir fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna. Fjölskyldur í félaginu hafa forgang um dvöl í þeim en þeim er ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna ef SKB-fjölskyldur þurfa ekki á þeim að halda. Félagið greiðir ferðakostnað fyrir lækna og hjúkrunarfólk í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins til að sækja ráðstefnur, fræðslu- og samráðsfundi erlendis og hefur komið að kostun sambærilegra viðburða sem haldnir eru hér á landi. Á þarsíðasta ári var stærsta einstaka framlag til félagsins dánargjöf sem það fékk ásamt tveimur öðrum líknarfélögum, ríflega 20 mkr. Slíkar gjafir geta því skipt verulegu máli í starfi félags eins og SKB. Þegar félaginu var komið á laggirnar árið 1991 og átti ekki neitt var efnt til stórrar söfnunar í sjónvarpi og um svipað leyti barst félaginu rausnarleg gjöf þegar Sigurbjörg Sighvatsdóttir arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún sat í óskiptu búi sínu og Óskars Th. Þorkelssonar. Óhætt er að segja að þetta tvennt, sjónvarpssöfnunin og hin stóra dánargjöf, hafi lagt grunninn undir félagið. Sá grunnur hefur verið vel ávaxtaður og við hann hefur auðvitað bæst en án hans hefði stuðningur félagsins við börn með krabbamein ekki orðið eins myndarlegur og hann hefur verið. Ekki er í raun svo langt síðan það voru aðeins afar fáir Íslendingar sem náðu að safna eignum og sjóðum umfram fasteign, innbú og bíl. Nú eru margir í góðum efnum á efri árum og jafnvel afkomendur þeirra líka og þeir gætu hugsað sér að styrkja málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Dánargjöf kann þá að vera góður kostur og þess verður að kynna sér gaumgæfilega. Líknarfélög eru undanþegin erfðafjárskatti, þannig að dánargjafir renna óskertar til starfsemi þeirra og koma sér ævinlega vel. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun