Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 18. júní 2020 19:27 Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. Sakborningar kvarta yfir því að verjendur séu ekki „vakandi“ yfir skýrslutökum og jafnvel húsleitum, illa gangi að ná í þá og að þeir séu illa undirbúnir í málflutningi svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að verða við ósk sakbornings um tilnefningu verjanda ef hann hefur verið handtekinn. En staðan er oft sú að sakborningur hefur ekki tengsl við hæfan lögmann og veit ekki, eða man ekki, hvern hann á að fá í starfið. Þá tekur rannsakandinn til sinna ráða og tilnefnir „sinn“ lögmann fyrir viðkomandi sakborning. Hagsmunir sakbornings eiga að ráða vali á verjanda. Hins vegar eru það einungis örfáir útvaldir lögmenn sem fá langflest mál frá lögreglu, ekki síst stóru málin. Í fangahópnum er talað um þessa lögmenn sem „löggulögmenn“ enda er hinn þröngi hópur tilnefndur aftur og aftur. Þetta fyrirkomulag er fram úr hófi óeðlilegt enda miklir hagsmunir í húfi. Hér er ekki verið að halda því fram að verjendurnir sem lögreglan tilnefnir séu slæmir lögmenn en það lítur út fyrir það að hagsmunatengsl séu til staðar. Lögmennirnir geta hæglega verið háðir því að lögreglan haldi áfram að tilnefna þá sem verjendur en fyrir það fá þeir greidda umtalsverða fjármuni, oft svo milljónum og skiptir. Það má vel ímynda sér það að hagsmunir lögreglunnar liggi í því að ekki sé of mikið haft fyrir vörninni. Hverjir svo sem hagsmunirnir kunni að vera, eða kunni ekki að vera, hlýtur að vera óeðlilegt að sá sem rannsakar mál og vill ná fram sakfellingu velji þann sem á að standa í veginum. Í nóvember 2015 sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að þetta stæði til bóta. Menn væru misviljugir að taka að sér verjendastörf en nú (árið 2015) ættu sér stað samræður á milli lögreglu og Lögmannafélagsins um uppfærðan bakvarðalist Lögmannafélagsins. Ekkert hefur þó breyst á þessum árum. Afstaða hefur ítrekað bent Lögmannafélaginu á að úr þessu þurfi að bæta en allt hefur komið fyrir ekki. Lögmannafélagið virðist ekki hafa áhuga á málinu. Félagið hefur íhugað að senda dómstólum erindi en samkvæmt upplýsingum félagsins hafa þeir enga sérstaka aðkomu að málum sem ekki eru komin fyrir dóm. Hvað er þá til ráða? Afstaða telur það ekki sitt hlutverk að aðstoða sakborninga á rannsóknarstigi enda um viðkvæmt lögfræðilegt viðfangsefni að ræða. Hins vegar fer mikill tími í þessi mál enda óánægja oft mikil. Þess vegna hefur Afstaða tekið saman lista lögmanna sem fangar og sakborningar hafa haft góða reynslu af. Félagið leggur til að lögreglan kynni sér þennan lista og hafi hann við höndina þegar lögmenn eru valdir til verjendastarfa. Með því telur félagið að hagsmunatengsl á milli lögreglu og verjanda verði síður til staðar. Þá eru sakborningar og þeirra aðstandendur velkomnir að fá ráð hjá Afstöðu í [email protected] og hér er linkur á lögmannalistann okkar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Dómstólar Lögreglan Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. Sakborningar kvarta yfir því að verjendur séu ekki „vakandi“ yfir skýrslutökum og jafnvel húsleitum, illa gangi að ná í þá og að þeir séu illa undirbúnir í málflutningi svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að verða við ósk sakbornings um tilnefningu verjanda ef hann hefur verið handtekinn. En staðan er oft sú að sakborningur hefur ekki tengsl við hæfan lögmann og veit ekki, eða man ekki, hvern hann á að fá í starfið. Þá tekur rannsakandinn til sinna ráða og tilnefnir „sinn“ lögmann fyrir viðkomandi sakborning. Hagsmunir sakbornings eiga að ráða vali á verjanda. Hins vegar eru það einungis örfáir útvaldir lögmenn sem fá langflest mál frá lögreglu, ekki síst stóru málin. Í fangahópnum er talað um þessa lögmenn sem „löggulögmenn“ enda er hinn þröngi hópur tilnefndur aftur og aftur. Þetta fyrirkomulag er fram úr hófi óeðlilegt enda miklir hagsmunir í húfi. Hér er ekki verið að halda því fram að verjendurnir sem lögreglan tilnefnir séu slæmir lögmenn en það lítur út fyrir það að hagsmunatengsl séu til staðar. Lögmennirnir geta hæglega verið háðir því að lögreglan haldi áfram að tilnefna þá sem verjendur en fyrir það fá þeir greidda umtalsverða fjármuni, oft svo milljónum og skiptir. Það má vel ímynda sér það að hagsmunir lögreglunnar liggi í því að ekki sé of mikið haft fyrir vörninni. Hverjir svo sem hagsmunirnir kunni að vera, eða kunni ekki að vera, hlýtur að vera óeðlilegt að sá sem rannsakar mál og vill ná fram sakfellingu velji þann sem á að standa í veginum. Í nóvember 2015 sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að þetta stæði til bóta. Menn væru misviljugir að taka að sér verjendastörf en nú (árið 2015) ættu sér stað samræður á milli lögreglu og Lögmannafélagsins um uppfærðan bakvarðalist Lögmannafélagsins. Ekkert hefur þó breyst á þessum árum. Afstaða hefur ítrekað bent Lögmannafélaginu á að úr þessu þurfi að bæta en allt hefur komið fyrir ekki. Lögmannafélagið virðist ekki hafa áhuga á málinu. Félagið hefur íhugað að senda dómstólum erindi en samkvæmt upplýsingum félagsins hafa þeir enga sérstaka aðkomu að málum sem ekki eru komin fyrir dóm. Hvað er þá til ráða? Afstaða telur það ekki sitt hlutverk að aðstoða sakborninga á rannsóknarstigi enda um viðkvæmt lögfræðilegt viðfangsefni að ræða. Hins vegar fer mikill tími í þessi mál enda óánægja oft mikil. Þess vegna hefur Afstaða tekið saman lista lögmanna sem fangar og sakborningar hafa haft góða reynslu af. Félagið leggur til að lögreglan kynni sér þennan lista og hafi hann við höndina þegar lögmenn eru valdir til verjendastarfa. Með því telur félagið að hagsmunatengsl á milli lögreglu og verjanda verði síður til staðar. Þá eru sakborningar og þeirra aðstandendur velkomnir að fá ráð hjá Afstöðu í [email protected] og hér er linkur á lögmannalistann okkar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun