Gamli tíminn og nýi tíminn Olga Kristrún Ingólfsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir skrifa 21. júní 2020 17:31 Þann 30. júní næstkomandi verður haldinn aðalfundur SÁÁ þar sem verður kosinn nýr formaður samtakanna. Leiðinlegt er að sjá hvernig mótframbjóðandi Þórarins Tyrfingssonar hefur komið með ómálefnalega rök ásamt því að lýsa því yfir að hann standi með nýja tímanum en Þórarinn með þeim gamla og ekki sé hægt að lifa á forni frægð. Það hefur verið okkur hugleikið að átta okkur á þessari yfirlýsingu og hvernig er hægt að nota þessi orð til einföldunar á mjög mikilvægu málefni. Helst teljum við að mótframbjóðanda Þórarins skorti skilning og innsæi í mikilvægi reynslu og þekkingar á því hvaðan við erum að koma og hvert við stefnum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem standa vörð um sjúklinga og aðstandendur þeirra og voru stofnuð fyrir 42 árum síðan. Meðferðin hefur verið í stöðugri framþróun allan tímann. Samtökin hafa haft mikinn metnað varðandi faglega stjórnun meðferðarstarfsins með áherslu á að fíknisjúkdómur er meðhöndlanlegur sem þarf sérhæfða meðhöndlun. Áfengisráðgjafar eru starfsstéttin sem er uppistaðan í meðferðinni og eru sérmenntaðir í ráðgjöf sem ekki hefur verið kennd í almennum menntastofnunum. Þessa aðferð fluttu frumkvöðlar SÁÁ inn í landið og það hefur tekist að halda þessari leið allar götur síðan vegna þess að það virkar. Tengsl við sjálfshjálparsamtök eru gífurlega mikilvæg og má mæla umfang þeirra á Íslandi í þessu samhengi sem er rosalega mikið og margfaldaðist með tilkomu starfsemi SÁÁ strax í upphafi. SÁÁ félagar með hjartað á réttum stað skilja þetta. Kannski er aðeins farið að fenna yfir hvernig staðan var í meðferðarmálum alkóhólista/fíknisjúkra fyrir stofnun samtakanna. Að okkar mati þarf að staldra við núna og færa skilning eldri kynslóðar yfir til þeirrar yngri um hver sagan er að baki því mikla starfi sem SÁÁ hefur staðið að. Það er nefnilega hætta á að hratt fjari undan og hnignun verði á starfinu ef farið er inn á þá braut að aðrir aðilar en SÁÁ komi að stjórn meðferðarstarfsins eins og hávær hópur starfsfólks og stjórnarmanna hefur viljað. Þar er átt við að starfsemin færist undir fagstjórn af hálfu ríkisins vegna átaka innan samtakanna. Þá hefur mótframbjóðandi Þórarins og hans stuðningsfólk meðal annars verið með staðhæfingar á þann veg að starfsmannavelta hafi aldrei verið jafn lág og að mikil framþróun hafi átt sér stað í meðferðastarfinu sem og ráðgjafanáminu hjá SÁÁ. Engin gögn liggja þar að baki. Undirritaðar sitja í framkvæmdastjórn SÁÁ og hefur framkvæmdastjórn sóst eftir því að fá afhend gögn um fræðsluerindi sem haldin hafa verið í kennslu ráðgjafanema síðastliðið ár, yfirlit yfir kennsluáætlun ráðgjafanámsins ásamt heildarstöðugildi sálfræðinga og hve margir af þeim starfa við barnaþjónustuna og hversu mörg viðtöl hver sálfræðingur tekur á viku. Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að geta þrýst á mikilvægi þess að fá þjónustusamning við sjúkratryggingar sem og að átta okkur á mikilvægi þjónustunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur okkur ekki verið færðar þessar beiðnir. Við viljum hvetja félagsmenn SÁÁ að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður á hótel Nordica 30 júní kl 17.00 og standa vörð um hagsmuni SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. júní næstkomandi verður haldinn aðalfundur SÁÁ þar sem verður kosinn nýr formaður samtakanna. Leiðinlegt er að sjá hvernig mótframbjóðandi Þórarins Tyrfingssonar hefur komið með ómálefnalega rök ásamt því að lýsa því yfir að hann standi með nýja tímanum en Þórarinn með þeim gamla og ekki sé hægt að lifa á forni frægð. Það hefur verið okkur hugleikið að átta okkur á þessari yfirlýsingu og hvernig er hægt að nota þessi orð til einföldunar á mjög mikilvægu málefni. Helst teljum við að mótframbjóðanda Þórarins skorti skilning og innsæi í mikilvægi reynslu og þekkingar á því hvaðan við erum að koma og hvert við stefnum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem standa vörð um sjúklinga og aðstandendur þeirra og voru stofnuð fyrir 42 árum síðan. Meðferðin hefur verið í stöðugri framþróun allan tímann. Samtökin hafa haft mikinn metnað varðandi faglega stjórnun meðferðarstarfsins með áherslu á að fíknisjúkdómur er meðhöndlanlegur sem þarf sérhæfða meðhöndlun. Áfengisráðgjafar eru starfsstéttin sem er uppistaðan í meðferðinni og eru sérmenntaðir í ráðgjöf sem ekki hefur verið kennd í almennum menntastofnunum. Þessa aðferð fluttu frumkvöðlar SÁÁ inn í landið og það hefur tekist að halda þessari leið allar götur síðan vegna þess að það virkar. Tengsl við sjálfshjálparsamtök eru gífurlega mikilvæg og má mæla umfang þeirra á Íslandi í þessu samhengi sem er rosalega mikið og margfaldaðist með tilkomu starfsemi SÁÁ strax í upphafi. SÁÁ félagar með hjartað á réttum stað skilja þetta. Kannski er aðeins farið að fenna yfir hvernig staðan var í meðferðarmálum alkóhólista/fíknisjúkra fyrir stofnun samtakanna. Að okkar mati þarf að staldra við núna og færa skilning eldri kynslóðar yfir til þeirrar yngri um hver sagan er að baki því mikla starfi sem SÁÁ hefur staðið að. Það er nefnilega hætta á að hratt fjari undan og hnignun verði á starfinu ef farið er inn á þá braut að aðrir aðilar en SÁÁ komi að stjórn meðferðarstarfsins eins og hávær hópur starfsfólks og stjórnarmanna hefur viljað. Þar er átt við að starfsemin færist undir fagstjórn af hálfu ríkisins vegna átaka innan samtakanna. Þá hefur mótframbjóðandi Þórarins og hans stuðningsfólk meðal annars verið með staðhæfingar á þann veg að starfsmannavelta hafi aldrei verið jafn lág og að mikil framþróun hafi átt sér stað í meðferðastarfinu sem og ráðgjafanáminu hjá SÁÁ. Engin gögn liggja þar að baki. Undirritaðar sitja í framkvæmdastjórn SÁÁ og hefur framkvæmdastjórn sóst eftir því að fá afhend gögn um fræðsluerindi sem haldin hafa verið í kennslu ráðgjafanema síðastliðið ár, yfirlit yfir kennsluáætlun ráðgjafanámsins ásamt heildarstöðugildi sálfræðinga og hve margir af þeim starfa við barnaþjónustuna og hversu mörg viðtöl hver sálfræðingur tekur á viku. Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að geta þrýst á mikilvægi þess að fá þjónustusamning við sjúkratryggingar sem og að átta okkur á mikilvægi þjónustunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur okkur ekki verið færðar þessar beiðnir. Við viljum hvetja félagsmenn SÁÁ að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður á hótel Nordica 30 júní kl 17.00 og standa vörð um hagsmuni SÁÁ.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun