Castillion kemur ekki: „Skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 10:10 Geoffrey Castillion var duglegur við að skora mörk fyrir Fylki. vísir/daníel Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion mun ekki spila með Fylki í sumar eins og vonir stóðu til. Málið strandar á indónesíska knattspyrnusambandinu. Castillion skoraði 10 mörk fyrir Fylki síðasta sumar, sem lánsmaður frá FH. Hann gekk svo í raðir Persib Bandung í Indónesíu í vetur. Fylkismenn höfðu gert samkomulag við indónesíska félagið um að fá þennan hollenska markahrók að láni í ljósi þess að hlé er á keppni vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir höfðu einnig komist að samkomulagi við Castillion sjálfan, en ekkert verður af komu hans. „Því miður er það út af borðinu þar sem að indónesíska knattspyrnusambandið gat ekki svarað félagsliði Geoffrey úti um það hvort hægt yrði að kalla hann til baka úr láni,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, við Vísi í morgun. „Það var búið að reyna lengi að fá einhver svör frá þeim og bæði félagið og síðan ég sjálfur vorum búin að senda út póst, en við fengum aldrei nein svör. Því fór sem fór. Manni finnst nú skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað svona spurningum. Maður er þakklátur fyrir KSÍ, þar fást alla vega svör við spurningum,“ sagði Hrafnkell. Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma Hrafnkell segir það ekki hafa verið inni í myndinni að kaupa Castillion frá indónesíska félaginu: „Það kom ekki til greina. Hann er á samningi þarna út þetta tímabil og hefur það bara fínt, svo að það kom aldrei til greina. En Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma fyrsta að tímabilið var í pásu þarna úti. Honum leið vel hjá okkur og vildi hjálpa okkur aftur, og við vorum auðvitað spenntir fyrir því að sá gluggi skyldi opnast að einhverju leyti, því við vitum vel hvað hann getur og hvað hann gerði í fyrra,“ sagði Hrafnkell sem hafði reynt hvað hann gat að fá Castillion aftur í Árbæinn. „Félagið var búið að samþykkja að lána hann og Geoffrey var búinn að samþykkja samning við okkur líka. Það vantaði því í raun ekki neitt nema staðfestingu frá knattspyrnusambandinu um að hann gæti farið til baka þegar félagið hans þyrfti á því að halda. Kannski vegna þess að Covid er í fullum gangi í Indónesíu þá gátu þeir ekki gefið nein svör. Það lítur út fyrir að félagaskiptaglugginn þarna sé opinn til 6. ágúst svo ég skil í raun ekki af hverju hann gat ekki komið að láni þangað til þá, og við gætum svo tekið stöðuna í kjölfarið. En það var einhver tregða til að fá það í gegn.“ Líta í kringum sig eftir framherja Fylkismenn munu nú líta í kringum sig eftir öðrum framherja en ekki er víst að sú leit skili árangri: „Við erum með fínt lið og höldum bara áfram. Við erum með stráka sem geta spilað þarna frammi og í kantstöðunum, en þetta hefði verið ágætis viðbót. Við erum svo sem að skoða hvort að eitthvað annað sé í boði en maður veit það bara ekki. Það eru mörg lið að leita og ekki um auðugan garð að gresja, en við erum að skoða þetta,“ sagði Hrafnkell. Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion mun ekki spila með Fylki í sumar eins og vonir stóðu til. Málið strandar á indónesíska knattspyrnusambandinu. Castillion skoraði 10 mörk fyrir Fylki síðasta sumar, sem lánsmaður frá FH. Hann gekk svo í raðir Persib Bandung í Indónesíu í vetur. Fylkismenn höfðu gert samkomulag við indónesíska félagið um að fá þennan hollenska markahrók að láni í ljósi þess að hlé er á keppni vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir höfðu einnig komist að samkomulagi við Castillion sjálfan, en ekkert verður af komu hans. „Því miður er það út af borðinu þar sem að indónesíska knattspyrnusambandið gat ekki svarað félagsliði Geoffrey úti um það hvort hægt yrði að kalla hann til baka úr láni,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, við Vísi í morgun. „Það var búið að reyna lengi að fá einhver svör frá þeim og bæði félagið og síðan ég sjálfur vorum búin að senda út póst, en við fengum aldrei nein svör. Því fór sem fór. Manni finnst nú skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað svona spurningum. Maður er þakklátur fyrir KSÍ, þar fást alla vega svör við spurningum,“ sagði Hrafnkell. Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma Hrafnkell segir það ekki hafa verið inni í myndinni að kaupa Castillion frá indónesíska félaginu: „Það kom ekki til greina. Hann er á samningi þarna út þetta tímabil og hefur það bara fínt, svo að það kom aldrei til greina. En Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma fyrsta að tímabilið var í pásu þarna úti. Honum leið vel hjá okkur og vildi hjálpa okkur aftur, og við vorum auðvitað spenntir fyrir því að sá gluggi skyldi opnast að einhverju leyti, því við vitum vel hvað hann getur og hvað hann gerði í fyrra,“ sagði Hrafnkell sem hafði reynt hvað hann gat að fá Castillion aftur í Árbæinn. „Félagið var búið að samþykkja að lána hann og Geoffrey var búinn að samþykkja samning við okkur líka. Það vantaði því í raun ekki neitt nema staðfestingu frá knattspyrnusambandinu um að hann gæti farið til baka þegar félagið hans þyrfti á því að halda. Kannski vegna þess að Covid er í fullum gangi í Indónesíu þá gátu þeir ekki gefið nein svör. Það lítur út fyrir að félagaskiptaglugginn þarna sé opinn til 6. ágúst svo ég skil í raun ekki af hverju hann gat ekki komið að láni þangað til þá, og við gætum svo tekið stöðuna í kjölfarið. En það var einhver tregða til að fá það í gegn.“ Líta í kringum sig eftir framherja Fylkismenn munu nú líta í kringum sig eftir öðrum framherja en ekki er víst að sú leit skili árangri: „Við erum með fínt lið og höldum bara áfram. Við erum með stráka sem geta spilað þarna frammi og í kantstöðunum, en þetta hefði verið ágætis viðbót. Við erum svo sem að skoða hvort að eitthvað annað sé í boði en maður veit það bara ekki. Það eru mörg lið að leita og ekki um auðugan garð að gresja, en við erum að skoða þetta,“ sagði Hrafnkell.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30