Um umhverfisvæna endurvinnslu á bílum og bílavarahlutum Aðalheiður Jacobsen skrifar 24. júní 2020 12:30 Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. Flokkun á því sem til fellur heima fyrir er orðin hluti af heimilishaldi fólks og við erum sífellt meðvitaðri um að hlutir séu ekki endilega ónýtir eða úr sér gengnir eftir einhverja notkun. Við viljum að sama skapi geta valið vörur sem eru framleiddar eða meðhöndlaðar með ábyrgum hætti eða verslað við aðila sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í rekstri. Það styður við okkar eigin skoðun eða umhverfisstefnu. Þetta getur átt við um flesta hluti í okkar lífi – þar á meðal bílana okkar. Bílafloti og bílanotkun Íslendinga er oft heitt umræðuefni þegar rætt er um sjálfbærni. Sem rekstraraðili umhverfisvottaðrar endurvinnslu á bifreiðum og sölu á rekjanlegum bílavarahlutum er mitt hugðarefni hvernig hægt er að viðhalda þeim bílum sem sem nú eru á götunni með sem umhverfisvænstum hætti, eða þar til að nýjar og umhverfisvænni bifreiðar hafa tekið yfir sviðið með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Markmið mitt er að efla notkun Íslendinga á notuðum bílavarahlutum sem og að endurvinna eða nýta allt annað sem fellur til af bifreiðum, annað hvort til nýsköpunar eða til annarrar vöruframleiðslu. Úr afskráðum bílum falla nefnilega einnig til önnur verðmæti, eins og járn, ál og plast og fleira sem fer áfram til endurnýtingar í aðra nytjahluti. Eins falla til spilliefni sem hægt er að endurnýta eða ganga þarf frá með réttum hætti. Úr sér gengnar bifreiðar eru ein mest endurunna neytendavara í heiminum í dag. Með umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða og aukinni notkun notaðra varahluta gegnum við mikilvægu hlutverki í hringrásarkerfinu, þar sem markmiðið er að allt það sem til fellur úr bifreiðum geti nýst í aðra framleiðslu ef ekki nýtanlega varahluti. Hjá okkur á Netpörtumfer í dag um 85% bifreiðarinnar til endurvinnslu og afgangur í förgun eða urðun. Okkar markmið er að hækka þetta hlutfall sem mest. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni, það hvetur okkur til að huga að umhverfinu og þeim takmörkuðu auðlindum sem okkur ber skylda til að ganga vel um. Notkun notaðra varahluta í bifreiðar á Íslandi er nú um 3-5% en er til samanburðar hátt í 12-15% í Svíþjóð. Það er spurning hvers vegna þessi tala er svona lág hjá okkur, en sennilega þurfum við að breyta þeim hugsunarhætti að notuðum varahlutum sé síður treystandi. Það gerist ekki nema að viðskiptavinir geti með gagnsæjum hætti fengið vissu fyrir hvernig varan hefur verið meðhöndluð af rekstraraðila eða hvort hægt sé að ábyrgjast hana að einhverju leyti. Með meiri notkun á notuðum bílavarahlutum minnkar þörfin fyrir að framleiða nýja varahluti, sem hefur allt áhrif á umhverfið. Þegar bíllinn bilar, þá eru töluverðar líkur á að rétta varahlutinn sé að finna í fullkomnu lagi hér heima, þrátt fyrir að hann sé notaður. Notaður bílavarahlutur getur nefnilega verið góð hugmynd fyrir viðskiptavininn, því hann er ódýrari - fyrir bílinn, ef hann er rekjanlegur - og fyrir umhverfið, því hann er endurnýttur. H öfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. Flokkun á því sem til fellur heima fyrir er orðin hluti af heimilishaldi fólks og við erum sífellt meðvitaðri um að hlutir séu ekki endilega ónýtir eða úr sér gengnir eftir einhverja notkun. Við viljum að sama skapi geta valið vörur sem eru framleiddar eða meðhöndlaðar með ábyrgum hætti eða verslað við aðila sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í rekstri. Það styður við okkar eigin skoðun eða umhverfisstefnu. Þetta getur átt við um flesta hluti í okkar lífi – þar á meðal bílana okkar. Bílafloti og bílanotkun Íslendinga er oft heitt umræðuefni þegar rætt er um sjálfbærni. Sem rekstraraðili umhverfisvottaðrar endurvinnslu á bifreiðum og sölu á rekjanlegum bílavarahlutum er mitt hugðarefni hvernig hægt er að viðhalda þeim bílum sem sem nú eru á götunni með sem umhverfisvænstum hætti, eða þar til að nýjar og umhverfisvænni bifreiðar hafa tekið yfir sviðið með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Markmið mitt er að efla notkun Íslendinga á notuðum bílavarahlutum sem og að endurvinna eða nýta allt annað sem fellur til af bifreiðum, annað hvort til nýsköpunar eða til annarrar vöruframleiðslu. Úr afskráðum bílum falla nefnilega einnig til önnur verðmæti, eins og járn, ál og plast og fleira sem fer áfram til endurnýtingar í aðra nytjahluti. Eins falla til spilliefni sem hægt er að endurnýta eða ganga þarf frá með réttum hætti. Úr sér gengnar bifreiðar eru ein mest endurunna neytendavara í heiminum í dag. Með umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða og aukinni notkun notaðra varahluta gegnum við mikilvægu hlutverki í hringrásarkerfinu, þar sem markmiðið er að allt það sem til fellur úr bifreiðum geti nýst í aðra framleiðslu ef ekki nýtanlega varahluti. Hjá okkur á Netpörtumfer í dag um 85% bifreiðarinnar til endurvinnslu og afgangur í förgun eða urðun. Okkar markmið er að hækka þetta hlutfall sem mest. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni, það hvetur okkur til að huga að umhverfinu og þeim takmörkuðu auðlindum sem okkur ber skylda til að ganga vel um. Notkun notaðra varahluta í bifreiðar á Íslandi er nú um 3-5% en er til samanburðar hátt í 12-15% í Svíþjóð. Það er spurning hvers vegna þessi tala er svona lág hjá okkur, en sennilega þurfum við að breyta þeim hugsunarhætti að notuðum varahlutum sé síður treystandi. Það gerist ekki nema að viðskiptavinir geti með gagnsæjum hætti fengið vissu fyrir hvernig varan hefur verið meðhöndluð af rekstraraðila eða hvort hægt sé að ábyrgjast hana að einhverju leyti. Með meiri notkun á notuðum bílavarahlutum minnkar þörfin fyrir að framleiða nýja varahluti, sem hefur allt áhrif á umhverfið. Þegar bíllinn bilar, þá eru töluverðar líkur á að rétta varahlutinn sé að finna í fullkomnu lagi hér heima, þrátt fyrir að hann sé notaður. Notaður bílavarahlutur getur nefnilega verið góð hugmynd fyrir viðskiptavininn, því hann er ódýrari - fyrir bílinn, ef hann er rekjanlegur - og fyrir umhverfið, því hann er endurnýttur. H öfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta ehf.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar