Hlaut lífstíðardóm fyrir að hafa kastað sex ára dreng fram af svölum Tate Modern Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 13:49 Jonty Bravery var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng niður af svölum Tate Modern listasafnsins í fyrra. AP/Met Police - Getty/Barry Lewis Átján ára gamall karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng fram af svölum á tíundu hæð Tate Modern listasafnsins í Lundúnum í fyrra. Maðurinn þarf að sitja minnst fimmtán ár í fangelsi áður en hann mun eiga möguleika á reynslulausn. Drengurinn féll niður um þrjátíu metra og slasaðist mjög alvarlega. Hann fékk blæðingu inn á heila, mæna hans varð fyrir skemmdum og hann hlaut fjölda beinbrota. Karlmaðurinn, sem ber nafnið Jonty Bravery, er sagður hafa skipulag árásina og beint spjótum sínum að ungum börnum þegar atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Upptökur úr öryggismyndavélum safnsins sýna að Bravery elti ung börn sem voru á safninu og litaðist um á svölum, að því er virðist til að gá hvernig öryggishandrið væru staðsett. Þá náðist einnig á myndband þegar drengurinn gekk í átt að Bravery, en drengurinn var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Lundúnum en þau eru frönsk. Þá sagði Deanna Heer, saksóknari í málinu, að á myndbandinu megi einnig sjá hvernig Bravery greip í drenginn, gekk með hann að handriðinu og kastaði honum yfir án þess að hika. Drengurinn féll með höfuðið á undan og lenti á svölum á fimmtu hæð. Eins og áður sagði slasaðist drengurinn alvarlega og mun hann þarfnast sólarhrings aðstoðar að minnsta kosti til ársins 2022 segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Drengurinn hefur verið í hjólastól frá atvikinu og er enn á sjúkrahúsi. Bretland England Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Átján ára gamall karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng fram af svölum á tíundu hæð Tate Modern listasafnsins í Lundúnum í fyrra. Maðurinn þarf að sitja minnst fimmtán ár í fangelsi áður en hann mun eiga möguleika á reynslulausn. Drengurinn féll niður um þrjátíu metra og slasaðist mjög alvarlega. Hann fékk blæðingu inn á heila, mæna hans varð fyrir skemmdum og hann hlaut fjölda beinbrota. Karlmaðurinn, sem ber nafnið Jonty Bravery, er sagður hafa skipulag árásina og beint spjótum sínum að ungum börnum þegar atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Upptökur úr öryggismyndavélum safnsins sýna að Bravery elti ung börn sem voru á safninu og litaðist um á svölum, að því er virðist til að gá hvernig öryggishandrið væru staðsett. Þá náðist einnig á myndband þegar drengurinn gekk í átt að Bravery, en drengurinn var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Lundúnum en þau eru frönsk. Þá sagði Deanna Heer, saksóknari í málinu, að á myndbandinu megi einnig sjá hvernig Bravery greip í drenginn, gekk með hann að handriðinu og kastaði honum yfir án þess að hika. Drengurinn féll með höfuðið á undan og lenti á svölum á fimmtu hæð. Eins og áður sagði slasaðist drengurinn alvarlega og mun hann þarfnast sólarhrings aðstoðar að minnsta kosti til ársins 2022 segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Drengurinn hefur verið í hjólastól frá atvikinu og er enn á sjúkrahúsi.
Bretland England Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira