Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 20:23 Einar Hermannsson ásamt Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Aðsend Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ í aðdraganda stjórnarkosninganna og hafa fylkingar beggja frambjóðenda haft sig mjög frammi í fjölmiðlum síðustu daga. Boðað var til aðalfundarins klukkan fimm nú síðdegis en hann hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í sex. Fundarsókn var mikil og löng biðröð myndaðist fyrir utan fundarsalinn. Stjórnarkjör fór fram rafrænt og hófst skömmu fyrir klukkan átta. Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson buðu fram lista, auk eins framboð til viðbótar. 490 atkvæði voru greidd á fundinum og fengu Einar og frambjóðendur hans um 280 atkvæði. Einar er þó ekki orðinn formaður en valið verður í stöðuna á fundi aðalstjórnar nú í kvöld. Þórarinn sækist einnig eftir formannsembættinu. Fjölmennt var á fundinum á hótel Nordica í kvöld.Aðsend Titringurinn innan SÁÁ á sér nokkuð langan aðdraganda. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum í mars til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar einnig dregnar til baka. Valgerður studdi Einar í formannskjörinu og þá lýstu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ við stuðningi við Einar í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrætti að undanförnu. Starfsmennirnir 57 sögðu þó í yfirlýsingu sinni í liðinni viku að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og bróðir Þórarins, fjallaði ítarlega formannsslag í SÁÁ, í grein sem hann birti á Vísi í gær. Hann sagði rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning einkenna þann málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beindist gegn Þórarni, sem er fyrrverandi yfirlæknir SÁÁ. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Einar hefði borið sigur úr býtum í formannskosningu SÁÁ. Það er ekki rétt heldur náði listi hans kjöri í stjórn SÁÁ. Formannskjör fer fram á fundi aðalstjórnar í kvöld. Ólga innan SÁÁ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ í aðdraganda stjórnarkosninganna og hafa fylkingar beggja frambjóðenda haft sig mjög frammi í fjölmiðlum síðustu daga. Boðað var til aðalfundarins klukkan fimm nú síðdegis en hann hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í sex. Fundarsókn var mikil og löng biðröð myndaðist fyrir utan fundarsalinn. Stjórnarkjör fór fram rafrænt og hófst skömmu fyrir klukkan átta. Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson buðu fram lista, auk eins framboð til viðbótar. 490 atkvæði voru greidd á fundinum og fengu Einar og frambjóðendur hans um 280 atkvæði. Einar er þó ekki orðinn formaður en valið verður í stöðuna á fundi aðalstjórnar nú í kvöld. Þórarinn sækist einnig eftir formannsembættinu. Fjölmennt var á fundinum á hótel Nordica í kvöld.Aðsend Titringurinn innan SÁÁ á sér nokkuð langan aðdraganda. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum í mars til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar einnig dregnar til baka. Valgerður studdi Einar í formannskjörinu og þá lýstu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ við stuðningi við Einar í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrætti að undanförnu. Starfsmennirnir 57 sögðu þó í yfirlýsingu sinni í liðinni viku að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og bróðir Þórarins, fjallaði ítarlega formannsslag í SÁÁ, í grein sem hann birti á Vísi í gær. Hann sagði rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning einkenna þann málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beindist gegn Þórarni, sem er fyrrverandi yfirlæknir SÁÁ. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Einar hefði borið sigur úr býtum í formannskosningu SÁÁ. Það er ekki rétt heldur náði listi hans kjöri í stjórn SÁÁ. Formannskjör fer fram á fundi aðalstjórnar í kvöld.
Ólga innan SÁÁ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira