Volvo innkallar fleiri en tvær milljónir bíla vegna bílbeltagalla Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 11:13 Volvo hefur verið í eigu kínverska félagins Zhejiang Geely Holding Group frá árinu 2010. Innköllunin nú er sú stærsta í sögu framleiðandans. Vísir/EPA Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Innköllunin á að hefjast í nóvember. Ástæða innköllunarinnar er stálvír sem heldur beltunum föstum við bílgrindina. Í ljós hefur komið að hann getur veikst með notkun og dregið úr öryggi beltanna. Stefan Elfström, talsmaður Volvo, segir vandamálið þó fátítt. Engin slys eða meiðsl hafa verið tengd við gallann. Tegundirnar sem eru innkallaðar eru Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019. Nýjasta árgerð tegundarinnar er ekki kölluð inn, að sögn AP-fréttastofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi, nær innköllunin til 957 bíla hér á landi. Verið sé að þýða og setja upp bréf frá Volvo þar sem tilkynnt er um gallanna og innköllunina sem sent verður eigendum bílanna á næstu dögum. Því fylgir einnig leiðbeiningar sem tengjast bílbeltunum. Síðar verður eigendum sent bréf um innköllunina sjálfa sem áætlað er að hefjist í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Brimborg. Bílar Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Innköllunin á að hefjast í nóvember. Ástæða innköllunarinnar er stálvír sem heldur beltunum föstum við bílgrindina. Í ljós hefur komið að hann getur veikst með notkun og dregið úr öryggi beltanna. Stefan Elfström, talsmaður Volvo, segir vandamálið þó fátítt. Engin slys eða meiðsl hafa verið tengd við gallann. Tegundirnar sem eru innkallaðar eru Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019. Nýjasta árgerð tegundarinnar er ekki kölluð inn, að sögn AP-fréttastofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi, nær innköllunin til 957 bíla hér á landi. Verið sé að þýða og setja upp bréf frá Volvo þar sem tilkynnt er um gallanna og innköllunina sem sent verður eigendum bílanna á næstu dögum. Því fylgir einnig leiðbeiningar sem tengjast bílbeltunum. Síðar verður eigendum sent bréf um innköllunina sjálfa sem áætlað er að hefjist í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Brimborg.
Bílar Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira