„Algjörlega galið“ að nýr eigandi bíls þurfi að greiða skuldir fyrri eiganda Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 21:00 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir ný lög um ökurtækjatryggingar „algjörlega galin“ í framkvæmd. Með lögunum er tryggingafélögum gert kleift að rukka nýjan eiganda bíls um iðgjöld sem fyrri eigandi stóð ekki skil á. Gjöldin geta safnast upp í allt að tvö ár og á þau lagst innheimtukostnaður, sem nýr eigandi þarf að standa skil á, að sögn formannsins. Neytendasamtökin greindu frá því á vefsíðu sinni í dag að þeim hefði borist mál sem snýr að bíl sem var í eigu bílaleigu með áhvílandi tryggingariðgjöld. Í skjóli nýrra laga um ökutækjatryggingar sem tóku gildi um áramótin innheimtir tryggingafélagið vangoldin gjöld eldri eiganda ásamt áföllnum kostnaði, af nýja eigandanum. Í tilkynningu hvetja samtökin væntanlega kaupendur til að sýna varúð við kaup á notuðum bílum og tryggingafyrirtæki til að nýta sér ekki þessa gloppu í lögum. „Að öðrum kosti getur nýr eigandi (eða síðari eigendur) lent í því að þurfa að greiða þau. Slík könnun er þó í mörgum tilvikum torveld og íþyngjandi, til dæmis með tilliti til persónuverndarlaga. Samtökin brýna fyrir væntanlegum kaupendum að sýna aðgát og fá til dæmis fullvissu frá seljanda um að ekki hvíli vangoldin gjöld á ökutækinu.“ Þá segir í tilkynningu að Neytendasamtökin, ásamt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandinu, hafi tekið málið til rækilegrar skoðunar og að ákvörðunar um næstu skref sé að bíða innan skamms. Örugglega ekki vilji löggjafans Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræddi málið frekar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði um að ræða algjörlega galin lög. „Þannig er að ef fólk kaupir notaðan bíl sem einhver eigandi, kannski ekki síðasti eigandi, [heldur] þarsíðasti eða þar á undan, trassaði að borga iðgjöldin, þá eru þau orðin lögveð núna í bílnum og þar af leiðandi fylgir honum og tryggingafélagið getur gert kröfu um að seinni tíma eigandi greiði upp skuldir fyrri eigenda,“ sagði Breki. „Í framkvæmd er þetta algerlega galið og náttúrulega örugglega ekki vilji löggjafans, ég trúi því bara ekki. Því það er engin leið fyrir netytendur, eða kaupanda væntanlegan, að fletta því upp eða vita það að eitthvert tryggingafélag eigi kröfu á einhvern bíl nema með því að hringja í öll möguleg og ómöguleg tryggingafélög á landinu til þess að kanna það. Og þar meira að segja koma persónuverndarlög til sögunnar því það er ekkert víst að tryggingafélag megi einu sinni gefa upp hvort fyrri eigendur hafi skuldað iðgjöldin af viðkomandi bifreið.“ Geta krafist nauðungarsölu á bíl nýja eigandans Þá mega bílasölur að öllum líkindum ekki fletta upp upplýsingum um umrædd iðgjöld fyrir kaupendur, að sögn Breka. „Þessi lög eru í fyrsta lagi algjörlega vanhugsuð því að það er ekkert tekið á slíku. Fyrirtæki mega ekkert frekar fletta upp persónuupplýsingum um fólk nema að fengnu leyfi þess. […] Ég held að þetta hljóti að hafa verið einhvers konar handvömm eða þá málið ekki hugsað alveg til hins ítrasta, því þetta er bara það galið á allan hátt að ég skil það ekki. Væntanlega er þetta hugsað með hag tryggingafélaga í huga,“ Þá sagði Breki heimild í lögunum til að leggja innheimtukostnað ofan á vangoldnu iðgjöldin. Gjöldin geti safnast upp í tvö ár, auk þess sem tryggingafélag gæti krafist nauðungarsölu á bifreið ef nýr eigandi neitar að greiða skuld fyrri eigenda. „Við erum með dæmi núna um skuld, sem var ekki há enda eru bara sjö mánuðir síðan lögin tóku gildi, og skuldin er 12 þúsund krónur en innheimtukostnaðurinn er kominn upp í 16 þúsund. Við sjáum að þessi vangoldnu iðgjöld geta fylgt bifreiðinni í allt að tvö ár.“ Viðtalið við Breka í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Neytendur Bílar Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna segir ný lög um ökurtækjatryggingar „algjörlega galin“ í framkvæmd. Með lögunum er tryggingafélögum gert kleift að rukka nýjan eiganda bíls um iðgjöld sem fyrri eigandi stóð ekki skil á. Gjöldin geta safnast upp í allt að tvö ár og á þau lagst innheimtukostnaður, sem nýr eigandi þarf að standa skil á, að sögn formannsins. Neytendasamtökin greindu frá því á vefsíðu sinni í dag að þeim hefði borist mál sem snýr að bíl sem var í eigu bílaleigu með áhvílandi tryggingariðgjöld. Í skjóli nýrra laga um ökutækjatryggingar sem tóku gildi um áramótin innheimtir tryggingafélagið vangoldin gjöld eldri eiganda ásamt áföllnum kostnaði, af nýja eigandanum. Í tilkynningu hvetja samtökin væntanlega kaupendur til að sýna varúð við kaup á notuðum bílum og tryggingafyrirtæki til að nýta sér ekki þessa gloppu í lögum. „Að öðrum kosti getur nýr eigandi (eða síðari eigendur) lent í því að þurfa að greiða þau. Slík könnun er þó í mörgum tilvikum torveld og íþyngjandi, til dæmis með tilliti til persónuverndarlaga. Samtökin brýna fyrir væntanlegum kaupendum að sýna aðgát og fá til dæmis fullvissu frá seljanda um að ekki hvíli vangoldin gjöld á ökutækinu.“ Þá segir í tilkynningu að Neytendasamtökin, ásamt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandinu, hafi tekið málið til rækilegrar skoðunar og að ákvörðunar um næstu skref sé að bíða innan skamms. Örugglega ekki vilji löggjafans Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræddi málið frekar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði um að ræða algjörlega galin lög. „Þannig er að ef fólk kaupir notaðan bíl sem einhver eigandi, kannski ekki síðasti eigandi, [heldur] þarsíðasti eða þar á undan, trassaði að borga iðgjöldin, þá eru þau orðin lögveð núna í bílnum og þar af leiðandi fylgir honum og tryggingafélagið getur gert kröfu um að seinni tíma eigandi greiði upp skuldir fyrri eigenda,“ sagði Breki. „Í framkvæmd er þetta algerlega galið og náttúrulega örugglega ekki vilji löggjafans, ég trúi því bara ekki. Því það er engin leið fyrir netytendur, eða kaupanda væntanlegan, að fletta því upp eða vita það að eitthvert tryggingafélag eigi kröfu á einhvern bíl nema með því að hringja í öll möguleg og ómöguleg tryggingafélög á landinu til þess að kanna það. Og þar meira að segja koma persónuverndarlög til sögunnar því það er ekkert víst að tryggingafélag megi einu sinni gefa upp hvort fyrri eigendur hafi skuldað iðgjöldin af viðkomandi bifreið.“ Geta krafist nauðungarsölu á bíl nýja eigandans Þá mega bílasölur að öllum líkindum ekki fletta upp upplýsingum um umrædd iðgjöld fyrir kaupendur, að sögn Breka. „Þessi lög eru í fyrsta lagi algjörlega vanhugsuð því að það er ekkert tekið á slíku. Fyrirtæki mega ekkert frekar fletta upp persónuupplýsingum um fólk nema að fengnu leyfi þess. […] Ég held að þetta hljóti að hafa verið einhvers konar handvömm eða þá málið ekki hugsað alveg til hins ítrasta, því þetta er bara það galið á allan hátt að ég skil það ekki. Væntanlega er þetta hugsað með hag tryggingafélaga í huga,“ Þá sagði Breki heimild í lögunum til að leggja innheimtukostnað ofan á vangoldnu iðgjöldin. Gjöldin geti safnast upp í tvö ár, auk þess sem tryggingafélag gæti krafist nauðungarsölu á bifreið ef nýr eigandi neitar að greiða skuld fyrri eigenda. „Við erum með dæmi núna um skuld, sem var ekki há enda eru bara sjö mánuðir síðan lögin tóku gildi, og skuldin er 12 þúsund krónur en innheimtukostnaðurinn er kominn upp í 16 þúsund. Við sjáum að þessi vangoldnu iðgjöld geta fylgt bifreiðinni í allt að tvö ár.“ Viðtalið við Breka í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Neytendur Bílar Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira