Pólitískir nördar fái loksins samastað Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 07:00 Ásta Guðrún Helgadóttir með gylltum ananas á Forsetanum, en ávöxturinn hefur verið samofinn forsetaembættinu frá upphafi árs 2017. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsetinn tekur á móti fyrstu gestum sínum í kvöld. Þar er ekki um að ræða Guðna Th. Jóhannesson eða Jón forseta, hinsegin barinn sem opnaði í Austurstræti árið 2004, heldur nýtt kaffihús við Laugaveg 51. Kaffihús sem ætlar að gera út á stjórnmálaáhuga landsmanna, vera einhvers konar „pólitískur sportbar“ eins og Ásta Guðrún Helgadóttir, vert og fyrrverandi Pírataþingmaður, orðar það. Úti um alla borg, ekki síst vestan við Lækjargötu, má finna fjöldann allan af knæpum og krám þangað sem íþróttaáhugafólk þyrpist til að fylgjast með beinum útsendingum frá kappleikjum. „En þegar það er eitthvað stórt að gerast í stjórnmálunum þá er enginn samastaður fyrir okkur pólitísku nördana,“ segir Ásta Guðrún. Félagslynt stjórnamálaáhugafólk hefur enda sjaldan verið jafn umkomulaust. Það fékk ekki einu sinni kosninguvöku um síðastliðna helgi, en báðir forsetaframbjóðendurnir höfðu sóttvarnasjónarmið í fyrirrúmi. Þá veit fréttastofan ekki til þess að nokkur hafi safnað saman vinum og ættingjum til að fylgjast með eldhúsdagsumræðum á Alþingi í lok júní, enda eru jafnvel hörðustu stjórnmálaáhugamenn farnir að missa áhugann. Er búinn að vera með stjórnmál á heilanum síðan ég man eftir mér. Er samt löngu hættur að nenna að horfa á #eldhúsdagur. Nema kannski fyrstu tvær ræðurnar. Hugmyndir til að gera þetta skemmtilegra?- Styttri ræður.- Bara tvær umferðir.- Meira óundirbúið.- Fleiri?— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) June 23, 2020 Ásta Guðrún vonar einmitt að pólitískur sportbar geti verkað sem vítamínsprauta fyrir stjórnmálaáhuga landsmanna. „Við þurfum að veita stjórnmálamönnum aðhald og gera meiri kröfur til þeirra,“ segir Ásta. „Hluti af því er að endurskipuleggja það hvernig við stundum stjórnmál í lýðræðisríki, bar eins og þessi er liður í því.“ Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51, þar sem fataverslunin Manía var áður til húsa. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fótboltabullur geta slíðrað sverðin Ætlunin sé að fólk geti komið saman á Forsetanum og tekist á um landsins gagn og nauðsynjar í mesta bróðerni. Hvort sem það er fyrrnefndur eldhúsdagur, stefnuræða forsætisráðherra, kosningar, kappræður eða annað mikilvægt pólitískt skak á Íslandi eða í útlöndum; á Forsetanum á fólk með ólíka pólitíska sýn að geta karpað og ræktað lýðræðisástina. Stuðningsmenn Manchester United og Liverpool hafa árum saman öskrað hver á annan í 90 mínútur á börum bæjarins en fallist í faðma að leik loknum, af hverju ætti það ekki að ganga í stjórnmálunum líka spyr Ásta Guðrún. Hún segist meira að segja hafa prufukeyrt hugmyndina á öðrum bar á sínum tíma. Þá safnaði hún saman fólki fyrir Alþingisviðburð, útbjó það sem hún kallar „bull-bingó“ - „og það heppnaðist virkilega vel,“ segir Ásta Guðrún. Helgi Njálsson, pabbi Ástu, hefur unnið ófá handtökin síðustu daga svo að hægt verði að opna Forsetann í kvöld.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ekki íslenska Ocasio-Cortez Ætla má að boðið verði upp á svipaðar uppákomur á Forsetanum, sem opnar í kvöld sem fyrr segir. Þó svo að Ásta hafi ekki sjálf verið kráareigandi segist hún vera með kaupmennskuna í blóðinu. „Ég ólst upp á búðargólfinu,“ segir Ásta. Fjölskylda hennar hafi lengi rekið fataverslun en langafi og langamma hennar stofnuðu hina fornfrægu Prjónastofu Iðunni. Faðir Ástu, Helgi Njálsson, hefur að sama skapi verið betri en enginn í aðdraganda opnunarinnar og verður Ástu innan handar í rekstrinum. Þó svo að hún hafi ekki rekið kaffihús áður má ætla Ásta þekki öll helstu handtökin, enda hafði hún unnið á kaffihúsum og veitingastöðum áður en hún tók sæti á Alþingi fyrir Pírata árið 2015. Hún segist þó ekki vera tilbúin að fallast á það hún sé hin íslenska Alexandria Ocasio-Cortez, demókratinn knái sem var barþjónn áður en hún settist á Bandaríkjaþing í upphafi síðasta árs. Svo að Forsetinn beri nafn með rentu er staðurinn vitaskuld skreyttur með myndum af þeim sem hafa gegnt embættinu hérlendis.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Frumkvöðlaforseti Á Forsetanum segist Ásta ætla að gera íslenskri nýsköpun í matvælaiðnaði hátt undir höfði og versla við smærri birgja, ekki síst í ljósi þjóðfélagsaðstæðna. Til að mynda ætli hún sér að bjóða upp á handverksbjór frá Dokkunni á Ísafirði og kaffi frá Kaffibrugghúsinu á Granda. Það segir hún að sé lýðræðislegt, sem verður að teljast í anda staðarins. „Þegar maður skiptir við stóru fyrirtækin þá er það allt eða ekkert, sem útilokar íslenska nýsköpun. Það er mjög mikilvægt að við styðjum við íslenskt frumkvöðlastarf, nú þegar við dönsum á línu kreppu. Það er auk þess lýðræðislegt að vera með fleiri en einn birgja,“ segir Ásta Guðrún Forsetafrú. Veitingastaðir Forseti Íslands Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Forsetinn tekur á móti fyrstu gestum sínum í kvöld. Þar er ekki um að ræða Guðna Th. Jóhannesson eða Jón forseta, hinsegin barinn sem opnaði í Austurstræti árið 2004, heldur nýtt kaffihús við Laugaveg 51. Kaffihús sem ætlar að gera út á stjórnmálaáhuga landsmanna, vera einhvers konar „pólitískur sportbar“ eins og Ásta Guðrún Helgadóttir, vert og fyrrverandi Pírataþingmaður, orðar það. Úti um alla borg, ekki síst vestan við Lækjargötu, má finna fjöldann allan af knæpum og krám þangað sem íþróttaáhugafólk þyrpist til að fylgjast með beinum útsendingum frá kappleikjum. „En þegar það er eitthvað stórt að gerast í stjórnmálunum þá er enginn samastaður fyrir okkur pólitísku nördana,“ segir Ásta Guðrún. Félagslynt stjórnamálaáhugafólk hefur enda sjaldan verið jafn umkomulaust. Það fékk ekki einu sinni kosninguvöku um síðastliðna helgi, en báðir forsetaframbjóðendurnir höfðu sóttvarnasjónarmið í fyrirrúmi. Þá veit fréttastofan ekki til þess að nokkur hafi safnað saman vinum og ættingjum til að fylgjast með eldhúsdagsumræðum á Alþingi í lok júní, enda eru jafnvel hörðustu stjórnmálaáhugamenn farnir að missa áhugann. Er búinn að vera með stjórnmál á heilanum síðan ég man eftir mér. Er samt löngu hættur að nenna að horfa á #eldhúsdagur. Nema kannski fyrstu tvær ræðurnar. Hugmyndir til að gera þetta skemmtilegra?- Styttri ræður.- Bara tvær umferðir.- Meira óundirbúið.- Fleiri?— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) June 23, 2020 Ásta Guðrún vonar einmitt að pólitískur sportbar geti verkað sem vítamínsprauta fyrir stjórnmálaáhuga landsmanna. „Við þurfum að veita stjórnmálamönnum aðhald og gera meiri kröfur til þeirra,“ segir Ásta. „Hluti af því er að endurskipuleggja það hvernig við stundum stjórnmál í lýðræðisríki, bar eins og þessi er liður í því.“ Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51, þar sem fataverslunin Manía var áður til húsa. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fótboltabullur geta slíðrað sverðin Ætlunin sé að fólk geti komið saman á Forsetanum og tekist á um landsins gagn og nauðsynjar í mesta bróðerni. Hvort sem það er fyrrnefndur eldhúsdagur, stefnuræða forsætisráðherra, kosningar, kappræður eða annað mikilvægt pólitískt skak á Íslandi eða í útlöndum; á Forsetanum á fólk með ólíka pólitíska sýn að geta karpað og ræktað lýðræðisástina. Stuðningsmenn Manchester United og Liverpool hafa árum saman öskrað hver á annan í 90 mínútur á börum bæjarins en fallist í faðma að leik loknum, af hverju ætti það ekki að ganga í stjórnmálunum líka spyr Ásta Guðrún. Hún segist meira að segja hafa prufukeyrt hugmyndina á öðrum bar á sínum tíma. Þá safnaði hún saman fólki fyrir Alþingisviðburð, útbjó það sem hún kallar „bull-bingó“ - „og það heppnaðist virkilega vel,“ segir Ásta Guðrún. Helgi Njálsson, pabbi Ástu, hefur unnið ófá handtökin síðustu daga svo að hægt verði að opna Forsetann í kvöld.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ekki íslenska Ocasio-Cortez Ætla má að boðið verði upp á svipaðar uppákomur á Forsetanum, sem opnar í kvöld sem fyrr segir. Þó svo að Ásta hafi ekki sjálf verið kráareigandi segist hún vera með kaupmennskuna í blóðinu. „Ég ólst upp á búðargólfinu,“ segir Ásta. Fjölskylda hennar hafi lengi rekið fataverslun en langafi og langamma hennar stofnuðu hina fornfrægu Prjónastofu Iðunni. Faðir Ástu, Helgi Njálsson, hefur að sama skapi verið betri en enginn í aðdraganda opnunarinnar og verður Ástu innan handar í rekstrinum. Þó svo að hún hafi ekki rekið kaffihús áður má ætla Ásta þekki öll helstu handtökin, enda hafði hún unnið á kaffihúsum og veitingastöðum áður en hún tók sæti á Alþingi fyrir Pírata árið 2015. Hún segist þó ekki vera tilbúin að fallast á það hún sé hin íslenska Alexandria Ocasio-Cortez, demókratinn knái sem var barþjónn áður en hún settist á Bandaríkjaþing í upphafi síðasta árs. Svo að Forsetinn beri nafn með rentu er staðurinn vitaskuld skreyttur með myndum af þeim sem hafa gegnt embættinu hérlendis.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Frumkvöðlaforseti Á Forsetanum segist Ásta ætla að gera íslenskri nýsköpun í matvælaiðnaði hátt undir höfði og versla við smærri birgja, ekki síst í ljósi þjóðfélagsaðstæðna. Til að mynda ætli hún sér að bjóða upp á handverksbjór frá Dokkunni á Ísafirði og kaffi frá Kaffibrugghúsinu á Granda. Það segir hún að sé lýðræðislegt, sem verður að teljast í anda staðarins. „Þegar maður skiptir við stóru fyrirtækin þá er það allt eða ekkert, sem útilokar íslenska nýsköpun. Það er mjög mikilvægt að við styðjum við íslenskt frumkvöðlastarf, nú þegar við dönsum á línu kreppu. Það er auk þess lýðræðislegt að vera með fleiri en einn birgja,“ segir Ásta Guðrún Forsetafrú.
Veitingastaðir Forseti Íslands Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira