Fær hvorki 650 þúsund krónurnar né iPhone-símann til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 09:24 Lögregla lagði hald á fjármuni manns sem grunaður er um fíkniefnasölu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda manni sem handtekinn var við umferðareftirlit lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé eða iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns á samskiptamiðlum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit þann 25. maí síðastliðinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími. Þá var maðurinn með Apple iPhone farsíma á sér við handtöku. Munir þessir voru haldlagðir. Sagði kókaínið ætlað sér og vinum sínum Við yfirheyslu hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa verið um tuttugu grömm af kókaíni, hann hafi keypt það fyrr um daginn fyrir 300-400 þúsund krónur ætlað honum og vinum hans til eigin nota. Vogin hafi verið ætluð til þess að skipta kókaíninu jafnt á milli sín og vinanna. Hvað varðar reiðuféð sagðist maðurinn hafa ætlað að kaupa sér mótorhjól, og ætlaði hann sér að staðgreiða það. LandsrétturVísir/Vilhelm Vildi maðurinn meina að lögregla ætti að skila sér iPhone-símanum þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Lögreglan hafnaði því að verða við beiðninni um að skila peningunum og símanum. Auglýsti kókaín á Telegram Telur lögregla að rannsókn málsins hafi leitt í ljós upplýsingar um að maðurinn stundi sölu fíkniefna, og hafi gert það um nokkurt skeið. Þannig hafi maðurinn komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum auk þess sem að lögregla rannsaki nú hvort maðurinn kunni að viðriðinn skipulagða brotastarfsemi um viðskipti með fíkniefni, lyf og stera. Telur lögregla að munirnir sem maðurinn vilji fá til baka kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt og að þeir kunni að verða gerðir upptækir með dómi. Í niðurstöðu Landsréttar er tekið undir þessi sjónarmið lögreglu og bent á að í málinu liggi fyrir auglýsing í nafni mannsins af samskiptamiðlinum Telegram þar sem kókaín er boðið til sölu. Lögregla hafi fullnægt lagaskilyrðum til að leggja hald á munina. Var kröfu mannsins því hafnað. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda manni sem handtekinn var við umferðareftirlit lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé eða iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns á samskiptamiðlum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit þann 25. maí síðastliðinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími. Þá var maðurinn með Apple iPhone farsíma á sér við handtöku. Munir þessir voru haldlagðir. Sagði kókaínið ætlað sér og vinum sínum Við yfirheyslu hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa verið um tuttugu grömm af kókaíni, hann hafi keypt það fyrr um daginn fyrir 300-400 þúsund krónur ætlað honum og vinum hans til eigin nota. Vogin hafi verið ætluð til þess að skipta kókaíninu jafnt á milli sín og vinanna. Hvað varðar reiðuféð sagðist maðurinn hafa ætlað að kaupa sér mótorhjól, og ætlaði hann sér að staðgreiða það. LandsrétturVísir/Vilhelm Vildi maðurinn meina að lögregla ætti að skila sér iPhone-símanum þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Lögreglan hafnaði því að verða við beiðninni um að skila peningunum og símanum. Auglýsti kókaín á Telegram Telur lögregla að rannsókn málsins hafi leitt í ljós upplýsingar um að maðurinn stundi sölu fíkniefna, og hafi gert það um nokkurt skeið. Þannig hafi maðurinn komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum auk þess sem að lögregla rannsaki nú hvort maðurinn kunni að viðriðinn skipulagða brotastarfsemi um viðskipti með fíkniefni, lyf og stera. Telur lögregla að munirnir sem maðurinn vilji fá til baka kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt og að þeir kunni að verða gerðir upptækir með dómi. Í niðurstöðu Landsréttar er tekið undir þessi sjónarmið lögreglu og bent á að í málinu liggi fyrir auglýsing í nafni mannsins af samskiptamiðlinum Telegram þar sem kókaín er boðið til sölu. Lögregla hafi fullnægt lagaskilyrðum til að leggja hald á munina. Var kröfu mannsins því hafnað.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira