Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 20:31 Trump hefur vísað allri gagnrýni á viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum á bug og skellt skuldinni á Kínverja og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. Úrsagnarferlið er talið geta tekið að minnsta kosti ár en Trump lýsti því yfir að hann vildi segja skilið við stofnuninni vegna kórónuveirufaraldursins í maí. Leiðtogar Evrópusambandsríkja og fleiri hafa reynt að telja Trump hughvarf en nú hefur hann sent bæði Bandaríkjaþingi og Sameinuðu þjóðunum formlega staðfestingu á að Bandaríkin ætli sér að hætta þátttöku í WHO. Úrsögnin á að taka gildi 6. júlí á næsta ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir fát og flumbrugang í viðbrögðum hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Rúmlega 130.000 manns hafa látið lífið þar og rúmlega þrjár milljónir manna smitast. Fyrir vikið hefur Trump reynt að dreifa athyglinni, meðal annars með því að saka WHO um að vera undir hælnum á kínverskum stjórnvöldum. Stofnunin hafi „afvegaleitt heimsbyggðina“ um faraldurinn. Engu að síður fékk ríkisstjórn Trump upplýsingar um að faraldur væri í gerjun í Kína þegar í kringum áramót. Aðhafðist hún lítið sem ekkert til að fyrirbyggja að veiran næði fótfestu í Bandaríkjunum eða búa sig undir að fólk veiktist. Upphaflega tilkynnti Trump að hann ætlaði að stöðva fjárframlög til WHO tímabundið til að þrýsta á um umbætur. Síðar sagðist hann ætla að draga Bandaríkin alfarið út úr alþjóðasamstarfinu. Bandaríkin hafa lagt mest fé allra ríkja til WHO, um 15% af heildarfjárhagsáætlun hennar í fyrra. Framtíð stofnunarinnar og ýmissa verkefna á sviði smitvarna eftir úrsögn Bandaríkjanna er ekki ljós. WHO vinnur meðal annars að þróun bóluefnis gegn Covid-19. Donald Trump Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. Úrsagnarferlið er talið geta tekið að minnsta kosti ár en Trump lýsti því yfir að hann vildi segja skilið við stofnuninni vegna kórónuveirufaraldursins í maí. Leiðtogar Evrópusambandsríkja og fleiri hafa reynt að telja Trump hughvarf en nú hefur hann sent bæði Bandaríkjaþingi og Sameinuðu þjóðunum formlega staðfestingu á að Bandaríkin ætli sér að hætta þátttöku í WHO. Úrsögnin á að taka gildi 6. júlí á næsta ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir fát og flumbrugang í viðbrögðum hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Rúmlega 130.000 manns hafa látið lífið þar og rúmlega þrjár milljónir manna smitast. Fyrir vikið hefur Trump reynt að dreifa athyglinni, meðal annars með því að saka WHO um að vera undir hælnum á kínverskum stjórnvöldum. Stofnunin hafi „afvegaleitt heimsbyggðina“ um faraldurinn. Engu að síður fékk ríkisstjórn Trump upplýsingar um að faraldur væri í gerjun í Kína þegar í kringum áramót. Aðhafðist hún lítið sem ekkert til að fyrirbyggja að veiran næði fótfestu í Bandaríkjunum eða búa sig undir að fólk veiktist. Upphaflega tilkynnti Trump að hann ætlaði að stöðva fjárframlög til WHO tímabundið til að þrýsta á um umbætur. Síðar sagðist hann ætla að draga Bandaríkin alfarið út úr alþjóðasamstarfinu. Bandaríkin hafa lagt mest fé allra ríkja til WHO, um 15% af heildarfjárhagsáætlun hennar í fyrra. Framtíð stofnunarinnar og ýmissa verkefna á sviði smitvarna eftir úrsögn Bandaríkjanna er ekki ljós. WHO vinnur meðal annars að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
Donald Trump Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17
Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00