Hvar eru störfin sem glötuðust í Namibíu? Páll Steingrímsson skrifar 14. júlí 2020 10:15 Ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að þúsundir starfa hafi tapast í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Opinber gögn sýna hins vegar að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Þeir hafa verið duglegir að klifa á þessu á samfélagsmiðlum þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson og segja að 5.000 störf hafi tapast í sjávarútvegi í Walvis Bay eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu. Vitna þeir falsfréttir namibískra götublaða máli sínu til stuðnings. Helgi hefur þannig endurtekið sama þvætting og hann fór með í morgunútvarpi Rásar 2 í nóvember í fyrra. Það skiptir hins vegar engu máli hvað þessar rangfærslur eru endurteknar oft, þær verða ekki sannar fyrir vikið. Meðan félög tengd Samherja voru þátttakendur í namibískum sjávarútvegi voru um 10-11 skip sem voru við veiðar á uppsjávartegundum í Namibíu og fengu úthlutað kvóta. Á stærstu skipunum voru kannski 100 skipverjar, eins og á togaranum Heinaste. Margsinnis hefur verið greint frá því að störf við veiðar og vinnslu uppsjávartegunda glötuðust ekki, eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í Namibíu, því störfin færðust frá suður-afrískum stórfyrirtækjum, eins og Namsov og Erongo Marine Enterprises, til heimamanna í samstarfi við erlenda aðila. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gerir reglulegar úttektir á namibískum sjávarútvegi. Samkvæmt úttekt FAO störfuðu 12.130 í namibískum sjávarútvegi í byrjun árs 2013. Af þeim voru aðeins um 2.000 sem störfuðu í kringum veiðar og vinnslu á hestamakríl en félög tengd Samherja stunduðu nær eingöngu veiðar á þessari tegund. Raunar kemur fram í úttekt FAO að störfum við veiðar og vinnslu hestamakríls hafi fjölgað í Namibíu eftir úthlutun aflaheimilda til nýrra aðila en þar er meðal annars um að ræða samstarfsaðila Samherja. Félög tengd Samherja voru með um 10% af kvótanum í uppsjávartegundum í Namibíu á árinu 2013. Þetta þýðir að félögin voru með 10% aflahlutdeild í þeim hluta namibísks sjávarútvegs er veitti 2.000 manns atvinnu. Samt er fullyrt að 5.000 störf hafi tapast! Menn sjá í hendi sér að þessi tölfræði gengur ekki upp. Ég benti Kristni Hrafnssyni á þetta á Facebook-síðunni hans og lét fylgja hlekk á síðu FAO þar sem allar þessar tölur koma fram. Núna, tæpum fimm sólarhringum síðar, hefur hann ekki enn svarað mér. Ástæðan er auðvitað sú að hann getur ekkert sagt. Hvernig ætlar hann að hrekja tölfræði FAO? Eru sérfræðingar stofnunarinnar að segja ósatt? Hvar voru þá öll þessi störf sem töpuðust eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu? Þau voru hvergi, því fullyrðingar um töpuð störf eru hreinn og klár tilbúningur. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Sjávarútvegur Samherjaskjölin Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að þúsundir starfa hafi tapast í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Opinber gögn sýna hins vegar að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Þeir hafa verið duglegir að klifa á þessu á samfélagsmiðlum þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson og segja að 5.000 störf hafi tapast í sjávarútvegi í Walvis Bay eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu. Vitna þeir falsfréttir namibískra götublaða máli sínu til stuðnings. Helgi hefur þannig endurtekið sama þvætting og hann fór með í morgunútvarpi Rásar 2 í nóvember í fyrra. Það skiptir hins vegar engu máli hvað þessar rangfærslur eru endurteknar oft, þær verða ekki sannar fyrir vikið. Meðan félög tengd Samherja voru þátttakendur í namibískum sjávarútvegi voru um 10-11 skip sem voru við veiðar á uppsjávartegundum í Namibíu og fengu úthlutað kvóta. Á stærstu skipunum voru kannski 100 skipverjar, eins og á togaranum Heinaste. Margsinnis hefur verið greint frá því að störf við veiðar og vinnslu uppsjávartegunda glötuðust ekki, eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í Namibíu, því störfin færðust frá suður-afrískum stórfyrirtækjum, eins og Namsov og Erongo Marine Enterprises, til heimamanna í samstarfi við erlenda aðila. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gerir reglulegar úttektir á namibískum sjávarútvegi. Samkvæmt úttekt FAO störfuðu 12.130 í namibískum sjávarútvegi í byrjun árs 2013. Af þeim voru aðeins um 2.000 sem störfuðu í kringum veiðar og vinnslu á hestamakríl en félög tengd Samherja stunduðu nær eingöngu veiðar á þessari tegund. Raunar kemur fram í úttekt FAO að störfum við veiðar og vinnslu hestamakríls hafi fjölgað í Namibíu eftir úthlutun aflaheimilda til nýrra aðila en þar er meðal annars um að ræða samstarfsaðila Samherja. Félög tengd Samherja voru með um 10% af kvótanum í uppsjávartegundum í Namibíu á árinu 2013. Þetta þýðir að félögin voru með 10% aflahlutdeild í þeim hluta namibísks sjávarútvegs er veitti 2.000 manns atvinnu. Samt er fullyrt að 5.000 störf hafi tapast! Menn sjá í hendi sér að þessi tölfræði gengur ekki upp. Ég benti Kristni Hrafnssyni á þetta á Facebook-síðunni hans og lét fylgja hlekk á síðu FAO þar sem allar þessar tölur koma fram. Núna, tæpum fimm sólarhringum síðar, hefur hann ekki enn svarað mér. Ástæðan er auðvitað sú að hann getur ekkert sagt. Hvernig ætlar hann að hrekja tölfræði FAO? Eru sérfræðingar stofnunarinnar að segja ósatt? Hvar voru þá öll þessi störf sem töpuðust eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu? Þau voru hvergi, því fullyrðingar um töpuð störf eru hreinn og klár tilbúningur. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar