Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Íþróttadeild skrifar 16. júlí 2020 12:49 Svo virðist sem Ólafur Kristjánsson sé á förum frá FH. Hann tók við liðinu haustið 2017. vísir/hag Ólafur Kristjánsson er á förum frá FH til að taka við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Þetta herma heimildir sparkspekingsins Hjörvars Hafliðasonar. Óli til DK. FH þarf þjálfara út tímabilið. @davidarsson væri frábær lausn með Lauga með sér.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 16, 2020 Ef satt reynist þarf FH því að finna sér nýjan þjálfara. Hér fyrir neðan eru nokkrir þjálfarar sem gætu tekið við Fimleikafélaginu. Gæti Logi snúið aftur til FH?vísir/bára Logi Ólafsson Maðurinn sem lagði grunninn að sigurgöngu FH. Undir hans stjórn unnu FH-ingar B-deildina 2000 og lentu svo í 3. sæti efstu deildar árið eftir. Fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson og Frey Bjarnason til FH. Stýrði síðast Víkingi R. 2017 og 2018 og hefur þjálfað síðan á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þorvaldur hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en ekki enn fengið tækifæri með eitt af stærstu liðum landsins.vísir/vilhelm Þorvaldur Örlygsson Þrautreyndur þjálfari sem hefur oft gert mikið úr litlu. Hefur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík. Er í dag þjálfari U-19 ára landsliðs karla. Leitar hugurinn aftur í félagsliðaþjálfun? Eyjólfur kom íslenska U-21 árs landsliðinu á EM á sínum tíma.vísir/vilhelm Eyjólfur Sverrisson Var lengi með U-21 árs landslið karla og um tíma aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. Á enn eftir að stýra félagsliði. Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH, þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins.vísir/bára Davíð Þór Viðarsson Leiðtogi FH-liðsins til margra ára. Lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur síðan getið sér gott orð sem sérfræðingur á Stöð 2 Sport. Mikill og sterkur karakter sem gæti náð langt í þjálfun. Arnar var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins í byrjun síðasta árs.vísir/bára Arnar Þór Viðarsson Eldri bróðir Davíðs hefur áður verið orðaður við FH. Stýrði Cercle Brugge og Lokeren í Belgíu um tíma. Er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Er hann tilbúinn að sleppa takinu af því? Willum átti eftirminnilega endurkomu í þjálfun 2016.vísir/bára Willum Þór Þórsson Afar ólíklegt er að formaður fjárlaganefndar Alþingis fari aftur í þjálfun núna. En síðast þegar hann tók við liði á miðju tímabili (2016) reif hann KR úr fallbaráttu og kom liðinu í Evrópukeppni. Guðlaugur var bæði aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og Ólafs Kristjánssonar með FH.vísir/bára Guðlaugur Baldursson/Ásmundur Haraldsson Það vantar ekki reynsluna í aðstoðarþjálfara FH. Guðlaugur hefur meiri reynslu úr efstu deild og stýrði þar ÍBV og Keflavík. Ásmundur var lengi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Annar hvor þeirra, eða báðir, gætu stýrt FH út tímabilið. Fáum við að sjá Eið Smára í íslensku deildinni í fyrsta sinn síðan 1998?vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen Okkar besti fótboltamaður og hafsjór af þekkingu um leikinn fagra. Hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs með U-21 árs landsliðið. Gæti hann tekið stökkið út í félagsliðaþjálfun? Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson er á förum frá FH til að taka við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Þetta herma heimildir sparkspekingsins Hjörvars Hafliðasonar. Óli til DK. FH þarf þjálfara út tímabilið. @davidarsson væri frábær lausn með Lauga með sér.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 16, 2020 Ef satt reynist þarf FH því að finna sér nýjan þjálfara. Hér fyrir neðan eru nokkrir þjálfarar sem gætu tekið við Fimleikafélaginu. Gæti Logi snúið aftur til FH?vísir/bára Logi Ólafsson Maðurinn sem lagði grunninn að sigurgöngu FH. Undir hans stjórn unnu FH-ingar B-deildina 2000 og lentu svo í 3. sæti efstu deildar árið eftir. Fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson og Frey Bjarnason til FH. Stýrði síðast Víkingi R. 2017 og 2018 og hefur þjálfað síðan á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þorvaldur hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en ekki enn fengið tækifæri með eitt af stærstu liðum landsins.vísir/vilhelm Þorvaldur Örlygsson Þrautreyndur þjálfari sem hefur oft gert mikið úr litlu. Hefur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík. Er í dag þjálfari U-19 ára landsliðs karla. Leitar hugurinn aftur í félagsliðaþjálfun? Eyjólfur kom íslenska U-21 árs landsliðinu á EM á sínum tíma.vísir/vilhelm Eyjólfur Sverrisson Var lengi með U-21 árs landslið karla og um tíma aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. Á enn eftir að stýra félagsliði. Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH, þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins.vísir/bára Davíð Þór Viðarsson Leiðtogi FH-liðsins til margra ára. Lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur síðan getið sér gott orð sem sérfræðingur á Stöð 2 Sport. Mikill og sterkur karakter sem gæti náð langt í þjálfun. Arnar var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins í byrjun síðasta árs.vísir/bára Arnar Þór Viðarsson Eldri bróðir Davíðs hefur áður verið orðaður við FH. Stýrði Cercle Brugge og Lokeren í Belgíu um tíma. Er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Er hann tilbúinn að sleppa takinu af því? Willum átti eftirminnilega endurkomu í þjálfun 2016.vísir/bára Willum Þór Þórsson Afar ólíklegt er að formaður fjárlaganefndar Alþingis fari aftur í þjálfun núna. En síðast þegar hann tók við liði á miðju tímabili (2016) reif hann KR úr fallbaráttu og kom liðinu í Evrópukeppni. Guðlaugur var bæði aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og Ólafs Kristjánssonar með FH.vísir/bára Guðlaugur Baldursson/Ásmundur Haraldsson Það vantar ekki reynsluna í aðstoðarþjálfara FH. Guðlaugur hefur meiri reynslu úr efstu deild og stýrði þar ÍBV og Keflavík. Ásmundur var lengi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Annar hvor þeirra, eða báðir, gætu stýrt FH út tímabilið. Fáum við að sjá Eið Smára í íslensku deildinni í fyrsta sinn síðan 1998?vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen Okkar besti fótboltamaður og hafsjór af þekkingu um leikinn fagra. Hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs með U-21 árs landsliðið. Gæti hann tekið stökkið út í félagsliðaþjálfun?
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12