Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 14:42 Að sögn verkefnastjóra Borgarlínunnar verða framkvæmdirnar ekki jafn dýrar og margir hafa haldið fram. Vísir/Vilhelm Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. Nýr samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu heyrir upp á 120 milljarða króna fjárfestingu í heild sinni til samgöngumála. Af þeim er áætlað að tæpir fimmtíu milljarðar fari til Borgarlínu. „Ekkert bendir til að þessir útreikningar okkar séu ekki á rökum reistir,“ sagði Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur og verkefnastjóri Borgarlínunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við byrjuðum að nálgast þetta árið 2017 að reyna að leggja mat á kostnað verkefnisins á svona stórum skala. Þetta er langtímaverkefni en verður samt byggt upp í hægum og markvissum skrefum.“ Mestu tíðindin í samgöngusáttmálanum séu að mun meira jafnræði sé í fjárfestingu innviða í samgöngumálum en áður. „Bílarnir fá nú engu að síður drýgstan hluta en það eru ríflega fimmtíu milljarðar sem fara í það,“ segir Hrafnkell. „Svo er verið að setja þarna peninga í einfaldari aðgerðir eins og bættar ljósastýringar og svo fá hjólastígarnir sitt og annað slíkt þannig að það er verið að reyna að nálgast þetta á mjög heildstæðan hátt.“ Þó sé verið að veita auknu fé í samgöngumáta sem þurfi aukið pláss í framtíðinni að sögn Hrafnkels. „Það er í rauninni ekkert einstakt hér. Við getum eiginlega horft hvert sem er í kring um okkur til þess að sjá þessar áherslur innan borgarsvæða.“ Hann segir það hljóta að vera að þróunin hér á landi haldist í hendur við þróun í samgöngumálum erlendi. „Það er verið að vinna nýtt samgöngulíkan sem spáir fyrir um ferðamátaval fólks og það gefur nokkuð skýra mynd að með bættu þjónustustigi þá gilda alveg sömu lögmál hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og annars staðar í heiminum, þá eykst notkun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að umræða og ólík sjónarmið komi fram, sérstaklega þegar verið er að verja stórum upphæðum af opinberu fé í uppbyggingu. „Það er heimsins eðlilegasta mál. Þá er það bara mjög mikilvægt að sú umræða sé byggð sem mest á staðreyndum en ekki magatilfinningu og menn reyni þá að skoða hvaða kostir aðrir væru fyrir hendi og hvaða afleiðingar þeir kostir myndu hafa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Skipulag Borgarlína Tengdar fréttir Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. Nýr samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu heyrir upp á 120 milljarða króna fjárfestingu í heild sinni til samgöngumála. Af þeim er áætlað að tæpir fimmtíu milljarðar fari til Borgarlínu. „Ekkert bendir til að þessir útreikningar okkar séu ekki á rökum reistir,“ sagði Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur og verkefnastjóri Borgarlínunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við byrjuðum að nálgast þetta árið 2017 að reyna að leggja mat á kostnað verkefnisins á svona stórum skala. Þetta er langtímaverkefni en verður samt byggt upp í hægum og markvissum skrefum.“ Mestu tíðindin í samgöngusáttmálanum séu að mun meira jafnræði sé í fjárfestingu innviða í samgöngumálum en áður. „Bílarnir fá nú engu að síður drýgstan hluta en það eru ríflega fimmtíu milljarðar sem fara í það,“ segir Hrafnkell. „Svo er verið að setja þarna peninga í einfaldari aðgerðir eins og bættar ljósastýringar og svo fá hjólastígarnir sitt og annað slíkt þannig að það er verið að reyna að nálgast þetta á mjög heildstæðan hátt.“ Þó sé verið að veita auknu fé í samgöngumáta sem þurfi aukið pláss í framtíðinni að sögn Hrafnkels. „Það er í rauninni ekkert einstakt hér. Við getum eiginlega horft hvert sem er í kring um okkur til þess að sjá þessar áherslur innan borgarsvæða.“ Hann segir það hljóta að vera að þróunin hér á landi haldist í hendur við þróun í samgöngumálum erlendi. „Það er verið að vinna nýtt samgöngulíkan sem spáir fyrir um ferðamátaval fólks og það gefur nokkuð skýra mynd að með bættu þjónustustigi þá gilda alveg sömu lögmál hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og annars staðar í heiminum, þá eykst notkun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að umræða og ólík sjónarmið komi fram, sérstaklega þegar verið er að verja stórum upphæðum af opinberu fé í uppbyggingu. „Það er heimsins eðlilegasta mál. Þá er það bara mjög mikilvægt að sú umræða sé byggð sem mest á staðreyndum en ekki magatilfinningu og menn reyni þá að skoða hvaða kostir aðrir væru fyrir hendi og hvaða afleiðingar þeir kostir myndu hafa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Skipulag Borgarlína Tengdar fréttir Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30