„Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júlí 2020 15:31 Ásgeir Trausti varð að halda tónleika í Hrísey. Mynd/valgeir magnússon Ásgeir Trausti hélt tónleika í Hrísey á laugardagskvöld sem heppnuðust vel. Tónleikarnir voru haldnir í gamla samkomuhúsinu Sæborgu sem Hríseyingar eru að gera upp, en húsið var byggt árið 1917. En það er Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum sem heldur utan um túr Ásgeirs um landið. „Ásgeir var harður á því að hafa Hrísey með á túrnum okkar en ég var vantrúaður á það. Svo þegar ég áttaði mig á að það væri ekki bílaferja þá sá ég ekki að þetta myndi ganga upp. Ásgeir er fæddur í Hrísey og bjó þar sín fyrstu fimm ár ævinnar og honum varð ekki haggað. Þá datt mér í hug að hringja í Valla Sport sem tengdi alla saman og það varð uppselt samdægurs og miðarnir fóru í sölu, 120 miðar,“ segir Kiddi og bætir við að tónleikarnir hafi gengið vonum framar og vel tekið á móti genginu. Hann hafi í kjölfarið heyrt í liðsmönnum Hjálma og var strax ákveðið að halda tónleika í eyjunni þann 7. ágúst. „Það er eitthvað við þessa eyju sem er ekki hægt að útskýra og ég hlakka til að koma aftur með Hjálmunum,” segir Kiddi. Ásgeir lagði af stað í túrinn þann 10. júlí í Bæjarbíói og er spilað alla daga nema mánudaga og þriðjudaga fram til 26. júlí. „Þetta er svona vinnandi sumarfrí þar sem við erum tvær fjölskyldur að ferðast saman með Ásgeiri og Júlla. Uppselt hefur verið á alla tónleikana til þessa og viðtökur eru frábærar. Þessi uppsetning hefur gengið frábærlega upp og við erum að spá í að prufa sambærilegt setup í Evrópu og jafnvel víðar. Minni hús og meiri nánd virðist vera að virka mjög vel hjá Ásgeiri. Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu,” segir Kiddi að lokum. Tónlist Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Ásgeir Trausti hélt tónleika í Hrísey á laugardagskvöld sem heppnuðust vel. Tónleikarnir voru haldnir í gamla samkomuhúsinu Sæborgu sem Hríseyingar eru að gera upp, en húsið var byggt árið 1917. En það er Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum sem heldur utan um túr Ásgeirs um landið. „Ásgeir var harður á því að hafa Hrísey með á túrnum okkar en ég var vantrúaður á það. Svo þegar ég áttaði mig á að það væri ekki bílaferja þá sá ég ekki að þetta myndi ganga upp. Ásgeir er fæddur í Hrísey og bjó þar sín fyrstu fimm ár ævinnar og honum varð ekki haggað. Þá datt mér í hug að hringja í Valla Sport sem tengdi alla saman og það varð uppselt samdægurs og miðarnir fóru í sölu, 120 miðar,“ segir Kiddi og bætir við að tónleikarnir hafi gengið vonum framar og vel tekið á móti genginu. Hann hafi í kjölfarið heyrt í liðsmönnum Hjálma og var strax ákveðið að halda tónleika í eyjunni þann 7. ágúst. „Það er eitthvað við þessa eyju sem er ekki hægt að útskýra og ég hlakka til að koma aftur með Hjálmunum,” segir Kiddi. Ásgeir lagði af stað í túrinn þann 10. júlí í Bæjarbíói og er spilað alla daga nema mánudaga og þriðjudaga fram til 26. júlí. „Þetta er svona vinnandi sumarfrí þar sem við erum tvær fjölskyldur að ferðast saman með Ásgeiri og Júlla. Uppselt hefur verið á alla tónleikana til þessa og viðtökur eru frábærar. Þessi uppsetning hefur gengið frábærlega upp og við erum að spá í að prufa sambærilegt setup í Evrópu og jafnvel víðar. Minni hús og meiri nánd virðist vera að virka mjög vel hjá Ásgeiri. Hann nær einhverri óútskýrðri tengingu,” segir Kiddi að lokum.
Tónlist Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira