Safnar heimildum um Þjóðhátíð á kórónuveirutímum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 16:00 Þjóðhátíð verður ekki haldin með formlegum hætti í Vestmannaeyjum í ár. Vísir/Sigurjón Anna Lilja Sigurðardóttir stofnaði Facebook hópinn „Þjóðhátíðin mín 2020“ til að safna heimildum um þá þjóðhátíð sem Eyjamenn ætla að halda um næstu helgi. Margir ætla að tjalda í görðum sínum og gleðjast með vinum og ættingjum. Anna Lilja spjallaði við Hvata í þættinum Helgin á Bylgjunni. „Það er ekkert komið inn ennþá sem er mjög spennandi líka vegna þess að það eru 600 manns komnir í hópinn þannig að menn ætla greinilega að gera eitthvað,“ segir Anna Lilja. Eitthvað sé um að Eyjamenn ætli að vera með tjaldveislur heima í garði. „Menn hafa talað um það að vera með sína eigin [hátíð], tjalda kannski í garðinum og hóa saman fjölskyldunni eins og menn gera alltaf á þessum tíma,“ segir Anna. „Maður gerir ráð fyrir að menn muni eyða tímanum með sínu fólki. Örugglega margir að fá gesti.“ Hún segir þó líklegt að margir verði hreinlega ekki á staðnum „en samt að halda einhverja smá Þjóðhátíð einhvers staðar annars staðar.“ Þjóðhátíðarnefnd vinnur nú hörðum höndum að því að endurgreiða miðana sem keyptir voru en Anna telur marga heimamenn ætla frekar að tryggja sér miða á hátíð næsta árs. „Menn séu jafnvel að fjárfesta núna í miðunum og láta gilda fyrir 2021.“ „Ég er mikil Þjóðhátíðarmanneskja, elska undirbúninginn og allt í kring um þetta en stundum kemur eitthvað inn í lífið sem maður stjórnar engan vegin og þá er það bara þannig,“ segir Anna en að sögn hefur nokkuð borið á því að fólk spyrji hvort Eyjamenn geti ekki sleppt Þjóðhátíð „svona einu sinni.“ Anna Lilja segist ekki hafa stofnað hópinn fyrir sjálfa sig eða til að hvetja til þess að fólk héldi eigin Þjóðhátíð heldur til að safna heimildum um Verslunarmannahelgarhátíðir í Eyjum þetta árið. „Hvað gerði fólk á þessum skrítnu tímum? Ég er ekki að fara að nota þetta í eitt eða neitt en þá koma til greina einhverjir sem nota svona heimildir í eitthvað en ég var bara að búa til eitthvað svæði þar sem fólk getur sett inn hvað það er að gera.“ Þá er jafnframt búið að hlaða upp brennu á Fjósakletti sem kveikt er ár hvert. „Ég held að margir séu spenntir að fá brennu á föstudagskvöldið. Það eina sem að sjálfsögðu gerir strik í reikninginn er að spáin er ekkert spes.“ „Það verður kveikt í þessari brennu en það verður bara að koma í ljós hvernig það verður,“ segir Anna Lilja. Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Lilju í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Árni hvergi nærri af baki dottinn þó búið sé að blása hina formlegu Þjóðhátíð í Eyjum af. 24. júlí 2020 08:38 Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Anna Lilja Sigurðardóttir stofnaði Facebook hópinn „Þjóðhátíðin mín 2020“ til að safna heimildum um þá þjóðhátíð sem Eyjamenn ætla að halda um næstu helgi. Margir ætla að tjalda í görðum sínum og gleðjast með vinum og ættingjum. Anna Lilja spjallaði við Hvata í þættinum Helgin á Bylgjunni. „Það er ekkert komið inn ennþá sem er mjög spennandi líka vegna þess að það eru 600 manns komnir í hópinn þannig að menn ætla greinilega að gera eitthvað,“ segir Anna Lilja. Eitthvað sé um að Eyjamenn ætli að vera með tjaldveislur heima í garði. „Menn hafa talað um það að vera með sína eigin [hátíð], tjalda kannski í garðinum og hóa saman fjölskyldunni eins og menn gera alltaf á þessum tíma,“ segir Anna. „Maður gerir ráð fyrir að menn muni eyða tímanum með sínu fólki. Örugglega margir að fá gesti.“ Hún segir þó líklegt að margir verði hreinlega ekki á staðnum „en samt að halda einhverja smá Þjóðhátíð einhvers staðar annars staðar.“ Þjóðhátíðarnefnd vinnur nú hörðum höndum að því að endurgreiða miðana sem keyptir voru en Anna telur marga heimamenn ætla frekar að tryggja sér miða á hátíð næsta árs. „Menn séu jafnvel að fjárfesta núna í miðunum og láta gilda fyrir 2021.“ „Ég er mikil Þjóðhátíðarmanneskja, elska undirbúninginn og allt í kring um þetta en stundum kemur eitthvað inn í lífið sem maður stjórnar engan vegin og þá er það bara þannig,“ segir Anna en að sögn hefur nokkuð borið á því að fólk spyrji hvort Eyjamenn geti ekki sleppt Þjóðhátíð „svona einu sinni.“ Anna Lilja segist ekki hafa stofnað hópinn fyrir sjálfa sig eða til að hvetja til þess að fólk héldi eigin Þjóðhátíð heldur til að safna heimildum um Verslunarmannahelgarhátíðir í Eyjum þetta árið. „Hvað gerði fólk á þessum skrítnu tímum? Ég er ekki að fara að nota þetta í eitt eða neitt en þá koma til greina einhverjir sem nota svona heimildir í eitthvað en ég var bara að búa til eitthvað svæði þar sem fólk getur sett inn hvað það er að gera.“ Þá er jafnframt búið að hlaða upp brennu á Fjósakletti sem kveikt er ár hvert. „Ég held að margir séu spenntir að fá brennu á föstudagskvöldið. Það eina sem að sjálfsögðu gerir strik í reikninginn er að spáin er ekkert spes.“ „Það verður kveikt í þessari brennu en það verður bara að koma í ljós hvernig það verður,“ segir Anna Lilja. Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Lilju í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Árni hvergi nærri af baki dottinn þó búið sé að blása hina formlegu Þjóðhátíð í Eyjum af. 24. júlí 2020 08:38 Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Árni hvergi nærri af baki dottinn þó búið sé að blása hina formlegu Þjóðhátíð í Eyjum af. 24. júlí 2020 08:38
Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43
Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44